Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Snæfríður Dröfn Pétursdóttir

Meistaravörn í lyfjafræði - Snæfríður Dröfn Pétursdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. maí 2019 9:05 til 9:30
Hvar 

Askja

stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Miðvikudaginn 15. maí ver Snæfríður Dröfn Pétursdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Development of UPLC-MS/MS method for quantification of cefazolin and flucloxacillin for quality analysis of OPAT elastomeric pumps

Prófdómarar eru dr. Kristín Ólafsdóttir, dósent við Læknadeild og dr. Bergþóra Sigríður Snorradóttir, lektor við Lyfjafræðideild.

Leiðbeinendur Snæfríðar voru Pétur S. Gunnarsson, lektor við Lyfjafræðideild og dr. Finnur Freyr Eiríksson. Umsjónarkennari verkefnisins var dr. Margrét Þorsteinsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild.

Ágrip af rannsókn

OPAT er meðferðarform fyrir sjúklinga sem þurfa sýklalyfjagjöf í æð vegna langvarandi sýkinga og gerir þeim kleift að halda meðferðinni áfram heima hjá sér. Í meðferðinni er notast við lyfjadælur sem innihalda sýklalyfjablöndu sem rennur inn í sjúklinginn með sírennsli. Engar gæðaprófanir á OPAT hafa verið gerðar hér á landi og því mikilvægt að þróa aðferð sem getur mælt algengustu sýklalyfin til að tryggja öryggi og árangur þessa meðferðarforms. Markmið verkefnisins var að þróa og hámarka UPLC-MS/MS aðferð til magngreiningar á cefazolin og flucloxacillin til gæðaprófunar á OPAT lyfjadælum. UPLC-MS/MS aðferð fyrir cefazolin og flucloxacillin var þróuð og hámörkuð. Aðferðin var notuð til að mæla sýni úr sýklalyfjadælu og styrkur þess metinn.

Um nemandann

Snæfríður Dröfn Pétursdóttir er fædd í Reykjavík þann 24. apríl árið 1992. Hún ólst upp á Húsavík og útskrifaðist úr Framhaldsskólanum á Húsavík vorið 2012. Hún hóf nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands haustið 2014 og útskrifaðist með BS gráðu sumarið 2017. Um haustið sama ár hóf hún meistaranám í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Áhuginn á lyfjafræði kom til sögunnar þegar hún byrjaði að starfa í apóteki í byrjun árs 2013. Þar starfar hún enn og mun vinna sem lyfjafræðingur að lokinni útskrift. Sambýlismaður Snæfríðar er Kristján Gunnar Óskarsson, sálfræðingur.

Miðvikudaginn 15. maí ver Snæfríður Dröfn Pétursdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Development of UPLC-MS/MS method for quantification of cefazolin and flucloxacillin for quality analysis of OPAT elastomeric pumps

Meistaravörn í lyfjafræði - Snæfríður Dröfn Pétursdóttir