Meistaravörn í lyfjafræði - Guðjón Trausti Skúlason
Askja
stofa 132
Miðvikudaginn 15. maí ver Guðjón Trausti Skúlason MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Synthesis and antimicrobial evaluations of phenazine 5,10-dioxides derived from myxin
Prófdómarar eru dr. Haraldur Gunnar Guðmundsson, nýdoktor við Raunvísindastofnun og dr. Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild.
Umsjónarkennari verkefnisins var dr. Elvar Örn Viktorsson, lektor við Lyfjafræðideild.
Ágrip af rannsókn
Náttúran er full af lífvirkum efnum og eitt slíkt efni er myxín (1-hydroxý-6-metoxýfenasín 5,10-díoxíð). Sýnt hefur verið fram á breiðvirka sýkladrepandi verkun myxins gegn bæði Gram-jákvæðum og Gram-neikvæðum bakteríum.
Markmið rannskóknarinnar var að efnasmíða fenasín sem svipa til myxíns og ákvarða bakteríuhemjandi virkni þeirra. Beirut hvörfum var beitt til að efnasmíða mismunandi fenasín 5,10-díoxíð í einu skrefi og frekari afleiður voru smíðaðar með alkýlerandi efnahvörfum.
Bakteríuhemjandi virkni sex fenasín 5,10-díoxíða var ákvörðuð og borin saman við bakteríuhemjandi virkni myxíns. Tvær náskyldar hliðstæður myxíns sýndu góða virkni. Þessi tvö efni eru svipað virk og myxín en frekari rannsóknir þarf til að ákvarða virkni þeirra af meiri nákvæmni. Möguleikarnir á að þróa þau enn frekar eru miklir og rannsóknir á forlyfjum með aukna vatnsleysni gætu leitt af sér sameind sem hentar vel í áframhaldandi þróun á nýjum sýklalyfjum.
Um nemandann
Guðjón Trausti Skúlason er fæddur 1994, uppalinn í Kópavogi og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 2014. Hann hóf nám í lyfjafræði vegna áhuga á efnafræði, líffræði og vegna löngunar til að starfa í heilbrigðisgeiranum. Hann hefur unnið í apóteki seinustu 2 ár og vinnur núna í ÍslandsApóteki.
Miðvikudaginn 15. maí ver Guðjón Trausti Skúlason MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Synthesis and antimicrobial evaluations of phenazine 5,10-dioxides derived from myxin