Meistaravörn í lyfjafræði - María Rún Gunnlaugsdóttir
Askja
stofa 132
Fimmtudaginn 16. maí ver María Rún Gunnlaugsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Sýklalyfjaávísanir barna á aldrinum 0-4 ára hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á árunum 2016-2018
Prófdómarar eru dr. Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur í Heilbrigðisráðuneytinu og dr. Lárus Steinþór Guðmundsson, dósent við Lyfjafræðideild
Leiðbeinendur Maríu Rúnar voru Kristján Linnet og Jón Steinar Jónsson, lyfjafræðingar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og dr. Anna Bryndís Blöndal, lektor við Lyfjafræðideild, sem einnig var umsjónarkennari verkefnisins.
Ágrip af rannsókn
Vorið 2017 fór Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) af stað með átak með það að markmiði að draga úr sýklalyfjanotkun barna á Íslandi. Aðalmarkmið þessarar rannsóknar var því að kanna hvort sýklalyfjanotkun barna 0-4 ára hafi dregist saman á rannsóknartímabilinu (2016-2018), sömuleiðis hvort lyfjamynstrið hafi breyst sem og ávísunarvenjur lækna. Yfir rannsóknartímabilið var fjöldi sýklalyfjaávísana 11.583 talsins og fækkaði ávísunum marktækt á árabilinu 2017-2018. Breiðvirk penicillín voru yfir helmingur allra sýklalyfjaávísana og fór notkun þeirra marktækt vaxandi milli ára. Yfir helmingur allra sýklalyfjaávísana var vegna miðeyrnabólgu og þar á eftir vegna lungnabólgu og húðsýkingar. Ávísunarvenjur heimilislækna breyttust eftir að átak HH hófst og samræmast þær breytingar að miklu leyti ráðlögðum leiðbeiningum, að undanskildum sýklalyfjaávísunum vegna berkjubólgu, hálsbólgu og vegna augnsýkinga.
Um nemandann
María Rún Gunnlaugsdóttir er fædd árið 1993 í Reykjavík, yngst þriggja systkina. Foreldrar hennar eru Sigrún Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, og Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur, og kærastinn hennar heitir Óðinn Björn Þorsteinsson. María er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hóf nám í lyfjafræði haustið 2014 og samhliða náminu stundar hún frjálsar íþróttir. María hefur starfað í lyfjaskömmtun á sjúkrahúsapóteki LSH og seinasta sumar starfaði hún sem aðstoðarlyfjafræðingur í Árbæjarapóteki.
Fimmtudaginn 16. maí ver María Rún Gunnlaugsdóttir MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Sýklalyfjaávísanir barna á aldrinum 0-4 ára hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á árunum 2016-2018