Meistaravörn í lyfjafræði - Arnar Þór Ásgeirsson
Askja
stofa 132
Miðvikudaginn 15. maí ver Arnar Þór Ásgeirsson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Kítósanafleiður með bakteríudrepandi virkni: efnasmíðar með “click chemistry”
Prófdómarar eru dr. Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, lektor við Raunvísindadeild HÍ og Bergþóra Sigríður Snorradóttir, lektor við Lyfjafræðideild.
Umsjónarkennari verkefnisins var Már Másson, prófessor við Lyfjafræðideild
Ágrip
Kítósan er fjölliða sem hefur mælst með breiða örverudrepandi verkun. Kítósan er bara leysanlegt í súrum lausnum sem takmarkar notagildi þess og því hafa verið smíðaðar ýmsar vatnsleysanlegar afleiður af kítósan. Markmið þessa verkefnis var að smíða vatnsleysanlegar kítósanafleiður og mæla bakteríudrepandi virkni þeirra Í Þessu verkefni voru smíðaðar fjórar afleiður af kítósan með azíð-alkýn hringálagningu. Þrjár af afleiðunum voru vatnsleysanlegar og mældust með meiri bakteríudrepandi virkni en óbreytt kítósan.
Um nemandann
Arnar Þór Ásgeirsson er fæddur í Reykjavík 20. janúar 1992. Arnar Þór lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti vorið 2012. Hann hóf nám í efnafræði við Háskóla Íslands haustið 2012 en færði sig yfir í nám í lyfjafræði árið 2014 og lauk B.Sc. í lyfjafræði vorið 2017. Foreldrar hans eru Sigrún Birgisdóttir viðskiptafræðingur og Ásgeir E Ásgeirsson líffræðingur. Arnar Þór hóf störf hjá Lyfju í mars 2018 og hyggst starfa sem lyfjafræðingur í apóteki eftir útskrift.
Miðvikudaginn 15. maí ver Arnar Þór Ásgeirsson MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Kítósanafleiður með bakteríudrepandi virkni: efnasmíðar með “click chemistry”