
Faraldsfræði
180 einingar - Ph.D. gráða
Doktorsnám í faraldsfræði veitir þekkingu, hæfni og þjálfun í sjálfstæðum vísindalegum vinnubrögðum til að stunda rannsóknir og afla nýrrar þekkingar.

Um námið
Í doktorsnámi felst þjálfun í undirbúningi og framkvæmd rannsókna, úrvinnslu og túlkun rannsóknarniðurstaðna, rökræðum og kynningu á eigin rannsóknum í samhengi við þá þekkingu sem fyrir er á fræðasviðinu.
Námið byggir á 180e rannsóknarverkefni sem að öllu jöfnu felur í sér þrjár vísindagreinar. Doktorsnemar gætu einnig þurft að ljúka skilgreindum námskeiðum.
Tekið er við umsóknum í doktorsnám í faraldsfræði allt árið.

Aðstaða og styrkir
Miðstöð í lýðheilsuvísindum er umsjónaraðili námsins og rannsóknarstofnun við HÍ.
Doktorsnemar fá aðstöðu við MLV eftir samkomulagi.
Nemendur og starfsfólk HÍ hafa í að sækja fjölda rannsóknarsjóða.
Kynntu þér styrkjamöguleika á hi.is/sjodir.
Meistarapróf (MS) í faraldsfræði eða öðrum tengdum greinum.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið eftirfarandi eða sambærilegum námskeiðum:
LÝÐ202F Verklag í vísindum
LÝÐ107F eða LÝÐ003M Faraldsfræði
LÝÐ105F eða LÝÐ004M Líftölfræði I
LÝÐ301F Klínísk spálíkön.
Í sérstökum tilfellum getur stjórn námsins, í samráði við doktorsnámsnefnd hlutaðeigandi fræðasviðs, heimilað umsækjanda að leggja inn umsókn áður en þetta skilyrði er að fullu uppfyllt, og ljúka völdum námskeiðum á fyrsta ári námsins.
Staðfestingu á enskukunnáttu er krafist sé íslenska ekki fyrsta tungumál umsækjanda.
Hafðu samband
Miðstöð í lýðheilsuvísindum
Sturlugötu 8, 102 Reykjavík
Sími 525 4956
Netfang: publichealth@hi.is
Skrifstofan er opin mánu- til fimmtudaga 10-16 og föstudaga 10-12. Vinsamlega hafið samband til að bóka viðtalstíma.
