Skip to main content

FLL tækni- og hönnunarkeppnin

First Lego League, eða FLL-keppnin, er hönnunar- og forritunarkeppni fyrir grunnskólanema.

Keppnin hefur verið haldin af Háskóla Íslands síðan árið 2005.

Í keppninni reynir á margskonar færni nemenda, samstarf, nýsköpun, lausnamiðaða hugsun og vísindalega aðferðarfræði.

Í undirbúningi keppninnar læra nemendur  að beita stærðfræði og vísindum til að leysa raunveruleg verkefni og temja sér öguð vinnubrögð við öflun heimilda, úrvinnslu gagna og skýrslugerð.

Einnig læra nemendur að vinna sem liðsheild og að kynna verkefni fyrir áhorfendum.

""
Tengt efni