Háskóli Íslands hefur allt frá haustinu 2011 tekið virkan þátt í tilraunaverkefninu Biophilia. Í upphafi var verkefnið útfært í tónvísindasmiðjum fyrir börn. Björk Guðmundsdóttir stóð að því í tengslum við útkomu hljómplötunnar Biophilia og samnefnda tónleikaferð. Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg þróuðu tónvísindasmiðjurnar áfram, í samstarfi við Björk, menntamálaráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina. Úr því samstarfi varð til Norræna Biophilia menntaverkefnið. Nánari upplýsingar um Biophilia menntaverkefnið Hvernig verkefni er Biophilia Verkefnið er þverfræðilegt tilraunaverkefni þar sem náttúruvísindi, listir og tækni mætast og virkja sköpunargáfu barna. Markmið Biophilia Markmið þess er að hvetja börn til að virkja sköpunargáfu sína í gegnum tónlist og vísindi. Hver hefur aðgang að efni Biophilia Aðgangur að efninu er opinn öllum. Biophilia aðferðafræðin er nú notuð í grunnskólum á Norðurlöndum og hefur vakið mikla athygli. Tengt efni Vísindasmiðjan Háskóli unga fólksins Innslag frá Biophilia á Íslandi - Kennarar læra að nýta efnið facebooklinkedintwitter