Skip to main content

Biophilia

Háskóli Íslands hefur allt frá haustinu 2011 tekið virkan þátt í tilraunaverkefninu Biophilia.

Í upphafi var verkefnið útfært í tónvísindasmiðjum fyrir börn.  Björk Guðmundsdóttir stóð að því í tengslum við útkomu hljómplötunnar Biophilia og samnefnda tónleikaferð.

Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg þróuðu tónvísindasmiðjurnar áfram, í samstarfi við Björk, menntamálaráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina. Úr því samstarfi varð til Norræna Biophilia menntaverkefnið.

Tengt efni
Innslag frá Biophilia á Íslandi - Kennarar læra að nýta efnið