Skip to main content

Framtíð Íslands – Mikilvægi nýsköpunar fyrir atvinnulíf og samfélag

Framtíð Íslands – Mikilvægi nýsköpunar fyrir atvinnulíf og samfélag - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. nóvember 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Streymt verður beint frá viðburðinum.
Opið hús og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi hjá Google, fjallar um framtíð Íslands og mikilvægi nýsköpunar fyrir atvinnulíf og íslenskt samfélag í erindi í Hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 2. nóvember kl. 12. Guðmundur mun m.a. ræða hvernig háskólar sá fræjum fyrir atvinnulífið með grunnrannsóknum sínum og er erindi hans hluti af nýrri fundaröð Háskóla Íslands sem ber heitið „Nýsköpun – hagnýtum hugvitið.“

Beint streymi verður frá viðburðinum.

Guðmundur er yfirmaður vöruþróunar hjá Google og var nýlega skipaður formaður í stýrihóp um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Hann hefur starfað hjá Google frá 2014 og leitt starf við þróun margra af helstu tækninýjungum fyrirtækisins.

Guðmundur er með B.Sc.-gráðu í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá MIT í Bandaríkjunum. Hann vann áður við þróun Siri hjá Apple, en í undanfara þess vann hann við þróun Google Maps á farsíma og við þróun raddleitar Google.

Erindi hans er hluti af nýrri fundaröð Háskóla Íslands um sköpun nýrrar þekkingar og hagnýtingu hennar. Þar er stefnt saman virtum rannsakendum úr Háskóla Íslands og fagfólki og frumkvöðlum víðar úr samfélaginu sem eiga það sameiginlegt að vinna að nýsköpun í íslensku og alþjóðlegu samfélagi.

Frekari upplýsingar er að finna á síðunni um fundaröðina.

Guðmundur Hafsteinsson fjallar um framtíð Íslands og mikilvægi nýsköpunar fyrir atvinnulíf og íslenskt samfélag. Hann ræðir hvernig háskólar sá fræjum fyrir atvinnulífið með grunnrannsóknum sínum og er erindi hans hluti af nýrri fundarröð Háskóla Íslands sem ber heitið „Nýsköpun – hagnýtum hugvitið.“

Framtíð Íslands – Mikilvægi nýsköpunar fyrir atvinnulíf og samfélag