Tólf meistaraverkefni á sviði kennslu- og tómstundafræða fengu viðurkenningu
Tólf framúrskarandi meistaraverkefni í kennslu- og tómstundafræðum fá viðurkenningu skóla- og frístundaráðs árið 2018. Öll verkefnin hafa á einn eða annan hátt, hagnýtt gildi fyrir framþróun í formlegri og óformlegri menntun. Skóla- og frístundaráð verðlaunar árlega meistaraverkefni á háskólastigi í leikskólakennara-, grunnskólakennara- og tómstundafræðum sem eru unnin á vettvangi skóla- og frístundastarfs í Reykjavík.
Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt en markmið þeirra er að auka hagnýtingu rannsókna í leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi í Reykjavík, vekja athygli á skóla- og frístundastarfi og hvetja meistaranema til að gera borgina að vettvangi rannsókna, náms og starfs.
Dómnefnd skipuð sérfræðingum í starfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs fór yfir verkefnin og valdi verkefni sem þóttu skara fram úr. Verðlaunin nema 250.000 kr. fyrir hvert meistaraverkefni. Þess má geta að tíu af þeim tólf verkefnum sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni voru unnin við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Handhafar verðlaunanna 2018
Bjarni Þórðarson, Vinabönd – Þróunarverkefni um námskeið í vináttuþjálfun fyrir unglinga, Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild HÍ
Diljá Barkardóttir, Nám og kennsla um kynheilbrigði á unglingastigi séð frá sjónarhóli kennara, Kennaradeild HÍ
Guðbjörg Lóa Ólafsdóttir, Milli steins og sleggju – Hindranir sem standa í vegi fyrir fullri þátttöku allra nemenda í efstu bekkjum grunnskóla að mati kennara, Uppeldis- og menntunarfræðideild HÍ
Hákon Sæberg Björnsson, „Dagurinn líður ótrúlega hratt og ég er alltaf komin strax heim“ – Starfendarannsókn á notkun kennsluaðferðarinnar sérfræðingskápan þar sem nám nemenda fer fram í hlutverki, Kennaradeild HÍ
Katrín Pálsdóttir, Faglegt lærdómssamfélag milli leik- og grunnskólakennara í samreknum skólum, Kennaradeild HÍ
Kriselle Lou Suson Jónsdóttir, Tungumálafjölbreytni hjá börnum á Íslandi: Tungumálastefna fjölskyldu þeirra og íslensk hljóðkerfisvitund, Kennaradeild HÍ
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Skynjaðu, upplifðu, njóttu - Miðlun menningararfs og menning hversdagsins, Listkennsludeild LHÍ
Linda Rós Jóhannsdóttir, Lítum lengra – Sýn leikskólabarna á hlutverk leikskólakennara sem skrá athafnir þeirra, Kennaradeild HÍ
Ómar Örn Magnússon, Self-reported honesty and measured trust – An experiment in comparing head teachers´ self-reported honesty and trust as measured in job satisfaction survey in compulsory schools in Reykjavík, Iceland. University of Warwick, Centre for Education Studies
Sigurbaldur Frímannsson, „Börnin ráða sjálf ferðinni“ – Reynsla leikskólakennara af opnum efnivið, Kennaradeild HÍ
Sólveig Edda Ingvarsdóttir, „Við erum í forréttindahverfi “ – Starfsaðstæður og faglegt sjálfstæði kennara í grónum millistéttarhverfum, Uppeldis- og menntunarfræðideild HÍ
Tanya Helgason, „Hvernig tengist þetta stærðfræði?“ – Stærðfræðikennsla í fjölmenningarbekk, Kennaradeild HÍ