Doktorsvörn í kynjafræði - Thomas Brorsen Smidt
Aðalbygging
Hátíðarsalur
Doktorsefni: Thomas Brorsen Smidt
Heiti ritgerðar: Fílabeinsturninn í kynjuðu ljósi: Stefnumótun, óvissa og andspyrna í fræðasamfélagi nýfrjálshyggjunnar
Andmælendur: Louise Morley, prófessor í menntunarfræði við Sussex-háskóla og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor og deildarforseti deildar menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands
Leiðbeinandi: dr. Gyða Margrét Pétursdóttir dósent í kynjafræði
Aðrir í doktorsnefnd: Dr. Þorgerður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands, dr. Nicky Le Feuvre prófessor við Háskólann í Lausanne og dr. Fredrik Bondestam rannsóknastjóri við Gautaborgarháskóla
Doktorsvörninni stýrir: Dr. Maximilian Conrad deildarforseti Stjórnmálafræðideildar
Ágrip af rannsókn:
Í kjölfar markaðsvæðingar hafa háskólar farið að reiða sig í auknum mæli á ný viðmið og verklag sem hafa fest sig í sessi í vísindasamfélaginu. Þar birtist ósamræmi milli þess sem kemur fram í stefnum um kynjajafnrétti og framkvæmd stefnanna. Í rannsókninni er þetta ósamræmi skoðað ásamt því hvernig kyn hefur áhrif á upplifun fólks í háskólasamfélagi sem er mótað af hugmyndum um stöðugan vöxt og frammistöðu. Sjónum er einnig beint að því hvernig fólk bæði styður við og veitir þessari menningu viðnám.
Um Thomas Brorsen Smidt:
Thomas Brorsen Smidt fæddist í Danmörku 14. júní 1985. Hann stundaði nám í ensku við Syddansk Universitet sem hann lauk árið 2010 og MA prófi í kynjafræði frá Háskóla Íslands lauk hann árið 2013.
Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast hjá höfundi með því að senda póst á netfangið tbs4@hi.is
Thomas Brorsen Smidt