Skip to main content

Doktorsvörn í næringarfræði - Birna Þórisdóttir

Doktorsvörn í næringarfræði - Birna Þórisdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. ágúst 2018 9:00 til 12:00
Hvar 

Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafnsins

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 23. ágúst ver Birna Þórisdóttir doktorsritgerð sína í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: D-vítamín á norðlægum slóðum – Inntaka og búskapur íslenskra barna. Vitamin D in northern latitudes – Intake and status in Icelandic children.

Andmælendur eru dr. Lene Frost Andersen, prófessor við Háskólann í Ósló, og dr. Ásgeir Haraldsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Umsjónarkennarar og leiðbeinendur voru dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, og dr. Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessor við sömu deild. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Geir Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, og dr. Kim Fleischer Michaelsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn.

Viggó Þór Marteinsson, lektor við Matvæla- og næringarfræðideild, stjórnar athöfninni sem fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 9:00.

Ágrip af rannsókn

Markmið doktorsverkefnisins var að rannsaka mataræði sex ára barna (grein I), D-vítamíninntöku og D-vítamínbúskap við 12 mánaða og sex ára aldur (greinar II og III) og tengsl D-vítamíns og mataræðis við næmi fyrir fæðu við sex ára aldur (grein IV). Þátttakendur voru börn fædd árið 2005 sem tóku þátt í rannsókn á næringu ungbarna á fyrsta ári og eftirfylgnirannsókn við sex ára aldur. Auk mataræðisupplýsinga var styrkur 25-hýdroxývítamíns D (25(OH)D) í sermi mældur við 12 mánaða (n=76) og sex ára aldur (n=139) og sértæk IgE mótefni fyrir fæðu voru mæld við sex ára aldur (n=144). Mataræði sex ára barna samræmdist ekki ráðleggingum hvað varðar grænmeti, ávexti, fisk, heilkornabrauð og trefjaríkar kornvörur og D-vítamínbætiefni. Miðgildi D-vítamíninntöku var hærra við 9-12 mánaða aldur (8,7 µg/d) en við sex ára aldur (4,9 µg/d, p<0,01). Meðalstyrkur D-vítamíns í sermi við 12 mánaða aldur var 98±32 nmól/L, D-vítamínbúskapur 92% barna var metinn fullnægjandi og ekkert þeirra metið með D-vítamínskort. Meðalstyrkur D-vítamíns var lægri við sex ára aldur (57±18 nmól/, p<0.01), 30% barna höfðu ófullnægjandi D-vítamínbúskap og 6% voru með D-vítamínskort. Hærri D-vítamíninntaka við 12 mánaða aldur og notkun D-vítamínbætiefna við sex ára aldur tengdust fullnægjandi D-vítamínbúskap og minni hættu á næmi fyrir fæðu við sex ára aldur. Líkur á næmi jukust ef byrjað var að gefa fasta fæðu fyrir 4 mánaða aldur. Niðurstöðurnar benda til þess að átaks sé þörf svo að íslensk börn fylgi betur ráðleggingum um mataræði, þar á meðal um notkun D-vítamínbætiefna. Þær benda til þess að heilbrigð íslensk börn sem fylgja ráðleggingum, þ.e.a.s. fá 10 µg af D-vítamíni á dag, séu að öllum líkindum með fullnægjandi D-vítamínbúskap. Ófullnægjandi D-vítamínbúskapur og D-vítamínskortur var hins vegar algengur meðal sex ára barna í rannsókninni vegna lítillar D-vítamíninntöku. Mikilvægt er að fylgjast með mataræði og D-vítamínbúskap íslenskra barna og beina sjónum bæði að lágum og háum blóðgildum. Þörf er á frekari rannsóknum á tengslum D-vítamíns og mataræðis við næmi og ofnæmi.

Abstract

The aim of this Ph.D. thesis was to study the diet of 6-year-old children (paper I), their vitamin D intake and vitamin D status at 12 months and 6 years (papers II and III) and compare vitamin D and feeding in infancy between 6-year-old children IgE-sensitized to food allergens and non-sensitized children (paper IV). The study population were children born year 2005 who participated in a study on infant nutrition, with follow up at 6 years. Additionally to dietary data, serum 25-hydroxyvitamin D (25(OH)D) was measured at 12 months (n=76) and 6 years (n=139) and serum-specific IgE-antibodies against food measured at 6 years (n=144). Adherence to dietary guidelines among 6-year-old children was low, especially for fruit and vegetables, fish, wholegrain bread and other fiber-rich cereals and vitamin D supplements. Total vitamin D intake was higher at 9-12 months than at 6 years (the median intakes were 8.7 µg/d vs. 4.9 µg/d, respectively, p<0.01). The mean 25(OH)D concentration at 12 months was 98±32 nmol/L, with 92% of infants defined as having sufficient status and none deficient. At 6 years, vitamin D status was lower than in infancy (57±18 nmol/L), 30% of children were vitamin D insufficient and 6% deficient. Higher vitamin D intake at 12 months and vitamin D supplement use at 6 years were associated with vitamin D sufficiency and a lower risk of sensitization. Introduction of solid foods prior to 4 months was associated with increased risk of sensitization. The results indicate that a public health effort among Icelandic children is needed to increase adherence to dietary guidelines, including vitamin D supplement use. Healthy Icelandic infants and children receiving the recommended 10 µg/d vitamin D are likely to be vitamin D sufficient. Vitamin D insufficiency and deficiency may however be prevalent among 6-year-old children due to insufficient intake. Monitoring of diet and vitamin D status among Icelandic infants and children is important, looking both at low and high vitamin D levels. Further studies are needed on the associations of vitamin D and diet with food sensitization and allergy.

Um doktorsefnið            

Birna er fædd í Reykjavík árið 1988. Hún lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð árið 2007, BS-prófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og MS-prófi í næringarfræði frá sama skóla árið 2013. Meðfram doktorsnáminu hefur hún starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands og verkefnisstjóri við Rannsóknastofu í næringarfræði. Í dag starfar Birna við fræðslu og forvarnir hjá Krabbameinsfélaginu og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Foreldrar Birnu eru Þórir Óskarsson íslenskufræðingur og Kristín Þórsdóttir tölvunarfræðingur. Birna er gift Ingólfi Birgissyni lyfjafræðingi. Þau búa í Kópavogi ásamt börnum sínum, Bjarka Þór og Anítu Auði.

Birna Þórisdóttir ver doktorsritgerð sína í Næringafræði við Matvæla- og næringafræðideild Háskóla Íslands fimmtudaginn 23. ágúst kl. 9:00

Doktorsvörn í Næringafræði - Birna þórisdóttir