Náms- og starfsráðgjafar aðstoða háskólanemendur við að brúa bilið frá námi í starf og veita leiðbeiningar um gerð ferilskrár, kynningarbréfs, starfsferilsmöppu og undirbúning fyrir atvinnuviðtöl. Þú getur bókað viðtal við ráðgjafa hér og skoðað gagnlegt efni hér fyrir neðan. Í atvinnuleit er gagnlegt að vita hvaða störf þér finnast áhugaverð og að þekkja styrkleika þína. Til þess getur þú nýtt þér áhugakönnunina Bendil III og fengið aðstoð náms- og starfsráðgjafa við að skoða styrkleika þína eða tekið styrkleikakönnun. Atvinnudagar 2024 Ferilskrá Eftirfarandi þarf að koma fram í ferilskrá. Persónuupplýsingar: Nafn Kennitala Heimilisfang Sími Netfang Upplýsingar um menntun og starfsreynslu: Fyrst kemur fram það nám sem síðast var lokið. Tilgreindu fyrst það starf sem þú varst í síðast eða það starf sem þú sinnir í dag. Gott er að láta fylgja með starfsheiti og ábyrgðarsvið. Tungumálakunnátta og tölvukunnátta. Annað svo sem félagsstörf og áhugamál. Umsagnaraðilar: Að minnsta kosti tveir. Nöfn þeirra, staða og símanúmer. Meðmælendur mega ekki vera tengdir þér, gæta hlutleysis. Láta koma fram ef þú vilt að samráð sé haft við þig þegar leita þarf til umsagnaraðila. Mikilvægt er að vanda málfar og uppsetningu á ferilskrá. Dæmi: Ferilskrá með leiðbeiningum 1 Sniðmát: Ferliskrá 2 Einnig má finna góðar upplýsingar inn á heimasíðu Europass Kynningarbréf Ferilskrá fylgir í sumum tilfellum kynningarbréf. Tilgangur þess er að greina frá því sem ekki kemur fram í ferilskránni, heldur ástæðu umsóknar um tiltekið starf ásamt styrkleikum, þekkingu og færni. Mikilvægt er að kynningarbréf sé aðlagað að hverri starfsumsókn fyrir sig. Það sem þarf að koma fram í kynningarbréfi er: Hvaða starf er sótt um og gott er að greina frá því hvar upplýsingar um starfið fengust. Ástæða umsóknar - af hverju ertu að sækja um þetta starf? Rökstyddu í stuttu máli af hverju þú telur þig hæfa/n í starfið. Hafðu í huga þær hæfnikröfur sem koma fram í auglýsingu (ef starfið var auglýst). Gott er að lýsa yfir áhuga á að komast í viðtal. Upplýsingar um hvernig er hægt að ná í þig. Vinsamleg kveðja og undirskrift. Mikilvægt er að vanda málfar og uppsetningu kynningarbréfs. Oftast er miðað við að hafa kynningarbréfið hámark eina blaðsíðu. Starfsþjálfun Kynningarmyndband Hagnýt vinnustofa við gerð umsókna um starfsþjálfun - Gagnast öllum sem hafa áhuga á starfsþjálfun Ertu í atvinnuleit Ertu að leita að framtíðarstarfi, tímabundnu starfi eða vinnu með námi? Hér fyrir neðan er að finna dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem auglýsa störf og/eða taka við umsóknum einstaklinga sem vilja koma sér á framfæri í atvinnuleit. Mörg þessara fyrirtækja veita einnig ráðgjöf og/eða leiðbeiningar varðandi gerð ferilskrár, kynningarbréfs og fleira sem skiptir máli við atvinnuleit. Tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi. Tengslatorg - samstarfsvettvangur Háskóla Íslands og atvinnulífs Alfreð auglýsir störf í boði Hagvangur auglýsir störf í boði, veitir ráðgjöf auk þess sem hægt er að fylla út almenna umsókn til að koma sér á framfæri HH Ráðgjöf auglýsir störf og veitir ráðningarþjónustu. Á Starfatorgi er að finna auglýsingar um laus störf hjá ríkinu. Tvinna auglýsir störf í boði auk þess sem hægt er að auglýsa laus störf á síðunni. Intellecta er þekkingarfyrirtæki sem sér meðal annars um ráðningar stjórnenda og lykilmanna, sinnir rekstrarráðgjöf og rannsóknum. Hjá Vinnumálastofnun eru auglýst störf í boði auk þess sem þar er að finna ráðgjöf og leiðbeiningar um atvinnuleit ásamt lista yfir aðrar vinnumiðlanir á Íslandi sem og erlendis. Hægt er að skoða auglýst störf á mbl.is Nordjobb - hlutverk Nordjobb er að útvega norrænum ungmennum atvinnu og húsnæði í öðrum norrænu landi. Bendill III áhugakönnun Gjald fyrir Bendil áhugakönnun er kr. 6.000 og fer skráning og greiðsla fram á Þjónustuborðinu, Háskólatorgi eða í gegnum síma 525-5800. Þú getur haft samband við okkur í síma 525-4315 eða sent póst á radgjof@hi.is til að fá nánari upplýsingar. Bendill er rafræn íslensk áhugakönnun sem tekur mið af íslensku námsumhverfi og íslenskum vinnumarkaði. Þátttakendur fá myndrænar niðurstöður strax að svörun lokinni sem auðvelt er að lesa úr og tengja áhuga þeirra við íslenskar starfslýsingar og háskólagreinar á Íslandi. Nánari upplýsingar um Bendil, starfslýsingar og námsgreinar á háskólastigi. VIA styrkleikakönnun Styrkleikakönnun VIA getur auðveldað einstaklingum að átta sig betur á eigin styrkleikum. Könnunin metur 24 persónulega styrkleika fólks, sem skipt er í sex flokka: Viska og þekking, hugrekki, manngæska, réttlæti, yfirvegun og vitundarstig. Mismunandi styrkleikar koma fram í ólíkum hlutverkum í lífi fólks og í mörgum tilfellum er hægt að yfirfæra þá og nýta í öðrum hlutverkum. Í VIA könnuninni er tekin afstaða til 120 fullyrðinga og út frá þeim eru styrkleikar einstaklingsins kortlagðir. Könnunin er á ensku og hægt að er að taka hana án endurgjalds hér. Örfyrirlestrar Gerð ferilskrár Gerð kynningarbréfs Atvinnuviðtalið facebooklinkedintwitter