Doktorsvörn í Sálfræði - Arndís Vilhjálmsdóttir
Askja
Askja stofa 132
Fréttatilkynning vegna doktorsvarnar
Fimmtudaginn 31. maí ver Arndís Vilhjálmsdóttir doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Tekjuójöfnuður í hverfasamfélögum og sálræn streita unglinga: Þýðisgrunduð rannsókn meðal íslenskra unglinga á árunum 2006 til 2016. Community income inequality and adolescent emotional distress: A population based study of Icelandic adolescents from 2006 to 2016.
Andmælendur eru Jennifer Sheehy-Skeffington, lektor við London School of Economics, og Jason Beckfield, prófessor við Harvard University.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Bernburg, prófessor við Háskóla Íslands. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Arna Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
Sigurður J. Grétarsson, prófessor við Sálfræðideild, stjórnar athöfninni sem fer fram í Öskju, stofu 132, og hefst kl. 10:00.
Ágrip af rannsókn
Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins “Áhrif tekjuójöfnuðar og félagsauðs á andlega heilsu unglinga” var að kanna tengsl tekjuójafnaðar og félagsauðs innan íslenskra skólahverfa við kvíða og þunglyndi unglinga yfir tímabilið 2006 til 2016.
Í heild sinni hefur verkefnið lagt til fræðilegrar þekkingar á því hvernig tekjuójöfnuður tengist einkennum kvíða og þunglyndis unglinga. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að þrátt fyrir að félagsauður dragi úr einkennum kvíða og þunglyndis meðal unglinga, útskýri hnignun hans ekki tengsl tekjuójafnaðar við andlega heilsu. Niðurstöður sýndu einnig að þótt tekjuójöfnuður hefði tengsl við kvíða allra unglinga, án tillits til efnahagslegrar stöðu þeirra, var sem tekjuójöfnuður hefði einungis tengsl við þunglyndi unglinga frá fátækari heimilum. Að lokum benda niðurstöður til þess að eftir því sem dregur úr tekjuójöfnuði innan hverfa yfir tíma, dragi úr einkennum kvíða meðal unglinga um allt að 37%. Í ljósi aukinnar umræðu um versnandi geðheilsu unglinga, gæti handhöfum framkvæmdavaldsins reynst erfitt að líta fram hjá niðurstöðum þessa verkefnis þegar þeir taka stefnumiðaðar ákvarðanir um skipulag velferðar í íslensku samfélagi.
Abstract
The overarching aim of the research project „The effect of inequality and social capital on adolescent psychological well-being“ was to explore the relationship of income inequality and social capital within Icelandic neighborhood communities, with adolescent symptoms of anxiety and depression, from 2006 to 2016.
Taken together, the research project contribute to theoretical knowledge on how income inequality in neighborhood communities influence symptoms of adolescent anxiety and depression. Overall, the results show that while cognitive social capital may be reduce symptoms of anxiety and depression among adolescents, it does not explain the income inequality effect. The results also show that although great community income inequality is associated with adolescent anxiety, regardless of adolescents’ economic standing, it is only related to depression among adolescents from deprived households. Finally, the results show that as income inequality decreases within neighborhood communities over time, adolescent anxiety decreases by 37%. In light of growing global concerns over rising anxiety and depression among young people, this research project provides evidence of the detrimental effect of great income inequality - which policy makers should not ignore.
Um doktorsefnið
Arndís Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1980, en uppalin og búsett á Seltjarnarnesi.Arndís lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og M.Sc. prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2010. Arndís hefur kennt um árabil, bæði við Viðskiptafræðideild og Sálfræðideild Háskóla Íslands. Arndís hefur fjölbreytta reynslu af rannsóknum og hagnýtingu þeirra. Snemma á ferli hennar sneri rannsóknaráhugi hennar að félagssálfræðilegum skýringum á atferli í vinnutengdu samhengi samfara starfi hennar sem ráðgjafi í mannauðsstjórnun. Seinna snerist þó hugur hennar til rannsókna á félagssálfræðilegum ferlum í stærri félagseiningum, sérstaklega því hvernig hagfélagsleg lagskipting mótar heilsu fólks. Í dag starfar Arndís sem sérfræðingur í úrtaksrannsóknum á vinnumarkaði hjá Hagstofu Íslands og sem aðjunkt við Sálfræðideild Háskóla Íslands.
Foreldrar Arndísar eru Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur og Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur. Synir hennar eru Vilhjálmur Karl Hannesson 13 ára og Hákon Sverrir Hannesson 11 ára.
Fréttatilkynning vegna doktorsvarnar
Fimmtudaginn 31. maí ver Arndís Vilhjálmsdóttir doktorsritgerð sína í sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Tekjuójöfnuður í hverfasamfélögum og sálræn streita unglinga: Þýðisgrunduð rannsókn meðal íslenskra unglinga á árunum 2006 til 2016. Community income inequality and adolescent emotional distress: A population based study of Icelandic adolescents from 2006 to 2016.
Andmælendur eru Jennifer Sheehy-Skeffington, lektor við London School of Economics, og Jason Beckfield, prófessor við Harvard University.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og Jón Gunnar Bernburg, prófessor við Háskóla Íslands. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Arna Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
Sigurður J. Grétarsson, prófessor við Sálfræðideild, stjórnar athöfninni sem fer fram í Öskju, stofu 132, og hefst kl. 10:00.
Ágrip af rannsókn
Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins “Áhrif tekjuójöfnuðar og félagsauðs á andlega heilsu unglinga” var að kanna tengsl tekjuójafnaðar og félagsauðs innan íslenskra skólahverfa við kvíða og þunglyndi unglinga yfir tímabilið 2006 til 2016.
Í heild sinni hefur verkefnið lagt til fræðilegrar þekkingar á því hvernig tekjuójöfnuður tengist einkennum kvíða og þunglyndis unglinga. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að þrátt fyrir að félagsauður dragi úr einkennum kvíða og þunglyndis meðal unglinga, útskýri hnignun hans ekki tengsl tekjuójafnaðar við andlega heilsu. Niðurstöður sýndu einnig að þótt tekjuójöfnuður hefði tengsl við kvíða allra unglinga, án tillits til efnahagslegrar stöðu þeirra, var sem tekjuójöfnuður hefði einungis tengsl við þunglyndi unglinga frá fátækari heimilum. Að lokum benda niðurstöður til þess að eftir því sem dregur úr tekjuójöfnuði innan hverfa yfir tíma, dragi úr einkennum kvíða meðal unglinga um allt að 37%. Í ljósi aukinnar umræðu um versnandi geðheilsu unglinga, gæti handhöfum framkvæmdavaldsins reynst erfitt að líta fram hjá niðurstöðum þessa verkefnis þegar þeir taka stefnumiðaðar ákvarðanir um skipulag velferðar í íslensku samfélagi.
Abstract
The overarching aim of the research project „The effect of inequality and social capital on adolescent psychological well-being“ was to explore the relationship of income inequality and social capital within Icelandic neighborhood communities, with adolescent symptoms of anxiety and depression, from 2006 to 2016.
Taken together, the research project contribute to theoretical knowledge on how income inequality in neighborhood communities influence symptoms of adolescent anxiety and depression. Overall, the results show that while cognitive social capital may be reduce symptoms of anxiety and depression among adolescents, it does not explain the income inequality effect. The results also show that although great community income inequality is associated with adolescent anxiety, regardless of adolescents’ economic standing, it is only related to depression among adolescents from deprived households. Finally, the results show that as income inequality decreases within neighborhood communities over time, adolescent anxiety decreases by 37%. In light of growing global concerns over rising anxiety and depression among young people, this research project provides evidence of the detrimental effect of great income inequality - which policy makers should not ignore.
Um doktorsefnið
Arndís Vilhjálmsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1980, en uppalin og búsett á Seltjarnarnesi.Arndís lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og M.Sc. prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2010. Arndís hefur kennt um árabil, bæði við Viðskiptafræðideild og Sálfræðideild Háskóla Íslands. Arndís hefur fjölbreytta reynslu af rannsóknum og hagnýtingu þeirra. Snemma á ferli hennar sneri rannsóknaráhugi hennar að félagssálfræðilegum skýringum á atferli í vinnutengdu samhengi samfara starfi hennar sem ráðgjafi í mannauðsstjórnun. Seinna snerist þó hugur hennar til rannsókna á félagssálfræðilegum ferlum í stærri félagseiningum, sérstaklega því hvernig hagfélagsleg lagskipting mótar heilsu fólks. Í dag starfar Arndís sem sérfræðingur í úrtaksrannsóknum á vinnumarkaði hjá Hagstofu Íslands og sem aðjunkt við Sálfræðideild Háskóla Íslands.
Foreldrar Arndísar eru Áslaug Sverrisdóttir sagnfræðingur og Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur. Synir hennar eru Vilhjálmur Karl Hannesson 13 ára og Hákon Sverrir Hannesson 11 ára.