Umhverfisstefna í rekstri er samin í samræmi við lög um loftslagsmál þar sem ríkisstofnunum er skylt að setja sér loftslagsstefnu ásamt skilgreindum markmiðum og aðgerðum. Umhverfisstefna í rekstri var samþykkt af Háskólaráði 8.desember 2022. Umhverfisstefna í rekstriHlutverk og framtíðarsýn Háskóli Íslands er í fararbroddi íslenskra háskóla og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísinda- og fræðasamfélagi ásamt íslensku samfélagi og atvinnulífi. Hlutverk Háskólans er þríþætt, rannsóknir, nám og kennsla og virk þátttaka, og snerta umhverfismál alla þættina. Umhverfisstefnan tekur mið af stefnu Háskólans á hverjum tíma, setur frekari áherslur í málaflokknum er varðar rekstur skólans og skilgreining markmiða þeim tengd. Við gerð hennar er verklagsreglu um stefnumótun og innleiðingu stefnu fylgt. Háskóli Íslands hefur markað sér þá stefnu að vera háskóli í fremstu röð og leiðandi á sviði sjálfbærni í krafti kennslu, rannsókna og þekkingarsköpunar. Framtíðarsýnin er að vera í forystu í sjálfbærri starfsemi og kolefnishlutlaus stofnun. Uppbygging háskólasvæðisins ýti undir heilsusamlegt starfsumhverfi, vistvænar samgöngur og stuðli að jöfnu aðgengi og samheldnu og sjálfbæru þekkingarsamfélagi. Það er stefna Háskóla Íslands að lágmarka umhverfisáhrif frá starfseminni, vernda umhverfið, koma í veg fyrir mengun og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stefna þessa er sett í samræmi við lög um loftslagsmál (70/2012, 5.gr.) og fylgir lögum, reglugerðum og öðrum kröfum í umhverfismálum í rekstri auk þess að ganga lengra þegar við á með stöðugar umbætur að leiðarljósi. Til þess að tryggja að stefnan verði að veruleika verður stjórnunarkerfi umhverfis ISO 14001 innleitt fyrir allan rekstur skólans. Stefnan er aðgengileg á ytri og innri vef skólans. Ábyrgð og gildissvið Háskólaráð og rektor setja skólanum umhverfisstefnu í rekstri. Framkvæmdastjóri miðlægrar stjórnsýslu setur umhverfismarkmið í rekstri og aðgerðaáætlun í samræmi við gildandi stefnu skólans. Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs gerir tillögu að umhverfismarkmiðum í rekstri, leggur fram drög að aðgerðaáætlun og ber ábyrg á að markmiðunum sé fylgt. Stjórnendur bera ábyrgð á að stefnunni sé fylgt og stuðla að því að umhverfismarkmiðum sé náð. Stefnan gildir fyrir allan rekstur hjá Háskóla Íslands og nær til starfsfólks og nemenda. Markmið Fylgst er markvisst með árangri starfseminnar í umhverfismálum í rekstri og mælanleg umhverfismarkmið eru sett fram ásamt aðgerðaáætlun, sjá nánar VLR-0928 Framkvæmd umhverfismarkmiða í rekstri og aðgerðaáætlun. Þessi markmið og aðgerðir eiga við um starfsfólk og nemendur með áherslu á eftirfarandi þætti: Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með aðgerðum í rekstri Kolefnisjafna eftirstandandi losun frá rekstri á viðurkenndan hátt Fara vel með eignir og aðföng og velja umhverfisvæna kosti Draga úr notkun og bæta nýtingu raforku og vatns Lágmarka magn úrgangs og hámarka hlutfall endurvinnslu Innleiða Græn skref í starfsemina og vottað umhverfisstjórnunarkerfi Efla umhverfisvitund starfsmanna/nemenda og styðja og hvetja til umhverfisvænna úrlausna Efla vistvænar samgöngur og stuðla að uppbyggingu vistvænna innviða Umhverfisvottaðar nýbyggingar Árangur miða við umhverfismarkmið er vaktað yfir árið, tekið saman árlega í Grænu bókhaldi og birt í umhverfisskýrslu Háskóla Íslands. Eftirfylgni Eftirfylgni með árangri í umhverfismálum með tilliti til markmiða og stefnu fer fram samkvæmd framkvæmd umhverfismarkmiða í rekstri og aðgerðaáætlun og er kynnt á rýni stjórnenda. Tilvísanir Stefna Háskóla Íslands VLR-0934 Stefnumótun og innleiðing stefnu Lög um loftslagsmál (70/2012, 5.gr.) SKR-0465 Lagalisti - Öryggis- og umhverfismál VLR-0928 Framkvæmd umhverfismarkmiða í rekstri og aðgerðaáætlun VLR-0060 Rýni stjórnenda á stjórnkerfi Umhverfismarkmið í rekstri og aðgerðaáætlun Umhverfisstefna í rekstri setur áherslur í málaflokknum er varðar rekstur skólans og eru markmið, þeim tengd, skilgreind og aðgerðaráætlun um hvernig á að ná þeim markmiðum sett fram. Markmiðin gilda fyrri allan rekstur hjá Háskóla Íslands og ná til starfsfólks og nemenda. Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs lætur endurskoða markmið og aðgerðir að minnsta kosti árlega. Rekjanleiki og þróun markmiða fyrri ára er tryggð og aðgengilegt í gæðahandbók skólans. Áherslur umhverfismarkmiða Yfirmarkmið: Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030 m.v. 2018 Draga úr losun af völdum flugs (45%) Draga úr losun vegna aksturs stofnunarinnar (60%) Draga úr losun vegna rafmagns- og heitavatnsnotkunar (20%) Auka endurvinnsluhlutfall Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með aðgerðum í rekstri Markmið: Draga úr losun af völdum flugs um 4% á ári (tonn CO2 ígilda á ársverk) á tímabilinu, samtals 45% frá 2018 til 2030 (umfang 3) Draga úr losun vegna bruna eldsneytis frá bifreiðum HÍ um 5% á ári (tonn CO2 ígilda á ársverk) á tímabilinu, samtals 60% frá 2018 til 2030 (umfang 1) Auka hlutfall vistvænna bifreiða í eigu Háskólans yfir 80% fyrir 2030 Kolefnisbinding (2023) Fara vel með eignir og aðföng og velja umhverfisvæna kosti Markmið: Innleiða rafrænt innkaupakerfi sem auðveldar að greina hlutfall umhverfisvænna innkaupa Langtímamarkmið: að öll innkaup sem snúa að umhverfisþáttum verði umhverfisvottuð Draga úr notkun og bæta nýtingu raforku og vatns Markmið: Draga úr losun vegna raforkunotkunar HÍ um 1,7% á ári (tonn CO2 ígilda á ársverk) á tímabilinu, samtals 20% frá 2018 til 2030 (umfang 2) Greina heitavatnsnotkun í byggingum og leita leiða til að bæta orkunýtingu þess (umfang 2) Greina kaldavatnsnotkun í byggingum og leita leiða til að bæta nýtingu þess Lágmarka magn úrgangs og hámarka hlutfall endurvinnslu Markmið: Draga úr losun vegna urðunar úrgangs um 1,7% á ári (tonn CO2 ígilda á ársverk) á ári á tímabilinu, samtals 20% frá 2018 til 2030 (umfang 3) Endurvinnsluhlutfall verði 63% (2022) (umfang 3) Innleiða Græn skref í starfsemina og vottað umhverfisstjórnunarkerfi Markmið: Innleiða öll skref Grænna skrefa á öllum sviðsskrifstofum Innleiða ISO 14001 umhverfisstjórnun í starfsemi Framkvæmda- og tæknisviðs (2023) Innleiða ISO 14001 umhverfisstjórnun í allan rekstur Háskóla Íslands (2025) Efla umhverfisvitund starfsmanna/nemenda og styðja og hvetja til umhverfisvænna úrlausna Markmið: Efla vitund innan Háskóla Íslands um umhverfismál í rekstri (árlega) Auka sýnileika fræðsluefnis um umhverfismál í rekstri Efla vistvænar samgöngur og stuðla að uppbyggingu vistvænna innviða Markmið: Efla vistvænar samgöngur og stuðla að uppbyggingu vistvænna innviða Umhverfisvottaðar nýbyggingar Markmið: Að stórar framkvæmdir á byggingum Háskóla Íslands fari í gegnum vistvottunarferli (BREEAM) Sameiginleg yfirlýsing FESTU og Reykjavíkurborgar Haustið 2015 undirritaði rektor Háskóla Íslands sameiginlega yfirlýsingu FESTU og Reykjavíkurborgar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. Háskóli Íslands hefur sett sér það markmið að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda um 33% – 46% miðað við venjubundna þróun (BAU) árið 2030. Til þess að ná þessu heildarmarkmiði í samdrætti ætlar háskólinn að vinna að eftirfarandi skammtíma- og langtímamarkmiðum: Skammtímamarkmið Að fjölga gangandi og hjólandi vegfarendum sem búa í 1 – 5 km fjarlægð frá skólanum með því að: Bæta aðstöðu hjólreiðafólks (fjölga hjólagrindum, reisa yfirbyggð hjólaskýli, setja upp viðgerðastand, efla snjómokstur og tengja betur háskólasvæðið við hjólreiðakerfi borgarinnar). Hvetja starfsfólk til að gera samgöngusamning (í boði frá 2013). Að auka notkun á vistvænum bifreiðum með því að: Velja bílaleigur/leigubílastöðvar sem bjóða upp á vistvæna kosti. Að kolefnisjafna flugferðir starfsmanna (erlendis sem og innanlands) með því að: Koma á samvinnu við t.d. Kolvið. Að draga úr notkun einnota borðbúnaðar og plastíláta með því að: Gera nemendum og starfsfólki kleift að velja fjölnota borðbúnað og ílát. Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar á pappír með því að: Stuðla að rafrænni dreifingu gagna í stjórnsýslu háskólans og almenns kynningarefnis. Að skipta við fyrirtæki sem bjóða upp kolefnisjafnaðar vörur. Að draga úr sorpmyndun og auka endurvinnslu með því að: Tryggja gott aðgengi að endurvinnslustöðvum alls staðar á háskólasvæðinu innan- sem utandyra. Að auka fræðslu og vitund um neyslu og afleiðingar hennar. Langtímamarkmið Að auka notkun á vistvænum bifreiðum með því: Að fjölga gjaldskyldum bílastæðum fyrir bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti en bjóða upp gjaldfrjáls stæði fyrir aðrar bifreiðar. Að fjárfesta smám saman í rafmagnsbifreiðum í eigu skólans. Að beita sér fyrir að settir verði upp rafhleðslustaurar á háskólasvæðinu í samvinnu við Reykjavíkurborg og OR. Að nýta eins og kostur er rafknúnar vinnuvélar á háskólalóðinni. Að draga úr notkun einnota borðbúnaðar/plastíláta/umbúða með því að: Gera nemendum og starfsfólki kleift að velja fjölnota borðbúnað og ílát. Koma á aukinni samvinnu við Félagsstofnun stúdenta, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit um að draga úr umfangi plastumbúða matvæla. Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar á pappír: Með því að innleiða pappírslausa starfsemi eins og kostur er. Háskóli Íslands mun árlega viðhalda losunarbókaldi sínu og annað hvert ár gera samgöngukönnun til að fylgjast með þróun og tryggja árangur. Tengt efni Sjálfbærni- og umhverfi Sjálfbærniskýrsla Háskóla Íslands facebooklinkedintwitter