
Fötlunarfræði
210 einingar - Ph.D. gráða
Fötlunarfræði er þverfræðileg grein sem leggur áherslu á félagslegan skilning á fötlun og rannsakar þátt menningar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun. Fötlunarfræði lítur á fötlun sem áhugaverðan þátt í margbreytileika mannlífsins, ekki sem afbrigðilegt frávik. Í fötlunarfræði er lögð áhersla á mannréttindi og félagsleg og söguleg viðbrögð við fötluðu fólki.

Um námið
Doktorsnám í fötlunarfræði samanstendur af 180 eininga ritgerð og 30 einingum í námskeiðum á fræðasviði doktorsverkefnis. Námsbrautin getur, þar að auki, gert kröfu um að doktorsnemandi taki allt að 60 einingar í námskeiðum, í samráði við leiðbeinanda. Nemendur í doktorsnámi er skylt að taka þátt í málstofum doktorsnámsins í samráði við leiðbeinanda.

Að námi loknu
Við útskrift býr nemandi yfir sérfræðiþekkingu innan fræðigreinar, hann getur beitt sérhæfðum aðferðum og verklagi og hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi.
Umsækjandi skal hafa lokið meistaraprófi (kandídatsprófi) eða sambærilegu prófi með fyrstu einkunn.
Sjáðu um hvað námið snýst
Hafðu samband
Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
Nánari upplýsingar um námið veita Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz, verkefnisstjóri og Kolbrún Eggertsdóttir, gæðastjóri.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið doktorsnamFVS@hi.is.
