Hér má finna kynningarefni deildarinnar en sjá einnig yfirlit um allt kynningarefni Háskóla Íslands. Bæklingar Sálfræðibæklingur 2020 Sálfræðibæklingur 2018 Sálfræðibæklingur um framhaldsnám 2018 Kynningar á grunn- og framhaldsnámi í sálfræði Grunnnám í sálfræði MS-nám í hagnýtri sálfræði (þrjú kjörsvið) MS-nám í hagnýtri atferlisgreiningu, þverfræðilegt nám Sálfræðideildar og Menntavísindasviðs Myndbönd Hér eru nokkur myndbönd um MS-nám í hagnýtri sálfræði (120 einingar til tveggja ára). Það skiptist í kjörsviðin Klínísk sálfræði, Megindleg sálfræði of Félagsleg sálfræði: Klínísk sálfræði (fullorðins- og barnalína), er starfstengt kandídatsnám Megindleg sálfræði fyrir þá sem hafa áhuga á aðferðafræði, tölfræði og rannsóknum Megindleg sálfræði býr þig undir að vinna úr gögnum og kynna þau á skiljanlegan hátt Félagsleg sálfræði veitir innsýn í hvernig samfélagið er uppbyggt. Fyrir þá sem hafa áhuga á samfélagsmálum, félagsmálum og stjórnmálum Hér eru nokkur kynningarmyndbönd fyrir nýja námsleið í hagnýtri atferlisgreiningu, þverfræðilegt nám Sálfræðideildar og Menntavísindasviðs: Hvað er hagnýt atferlisgreining? Hagnýt atferlisgreinig í starfi Reynsla af hagnýtri atferlisgreiningu í starfi Sagan Sálfræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá stofnun skólans árið 1911. Upphaflega var sálfræði kennd sem hluti svonefndra forspjallsvísinda í Heimspekideild en árin 1918-1924 var starfandi prófessor í hagnýtri sálfræði við skólann. Sálfræðikennsla til bakkalár-prófs hófst við skólann árið 1971 en kandídatsnámi var hleypt af stokkunum árið 1999. Með því var loks hægt að ljúka fullgildu prófi sálfræðings frá íslenskum háskóla. Sálfræðideild var stofnuð 1. júlí 2008. Fyrsti deildarforsetinn var Jörgen L. Pind og varaforseti Árni Kristjánsson. Áhuga- og rannsóknasvið fastráðinna kennara deildarinnar spanna flest svið sálfræðinnar, svo sem aðferðafræði og tölfræði, atferlisgreiningu, félagslega sálfræði, hugfræði, klíníska sálfræði (bæði barna og fullorðinna), persónuleikasálfræði, próffræði, skynjunarsálfræði, vinnusálfræði, þroskasálfræði auk sögu sálfræðinnar. facebooklinkedintwitter