Uppbyggingasjóður EES /EEA Grants (áður Þróunarsjóður EFTA) var stofnaður í þeim tilgangi að jafna efnahagslegan og félagslegan mismun á evrópska efnahagssvæðinu. EFTA ríkin Ísland, Noregur og Lichtenstein eru þau ríki sem veita fé í sjóðinn (donor states).Háskólar og rannsóknastofnanir í styrkþega löndunum þurfa alltaf að vera í forsvari fyrir umsókn í sjóðinn.
Aðilar í Háskóla Íslands sem hafa áhuga á samstarfi við til dæmis háskóla í einhverjum af þessum löndum, ættu að hafa samband við viðkomandi háskóla um hugsanlegt samstarf og vera með í umsóknarferlinu til þess að geta notið góðs af samstarfi.
Um getur verið að ræða:
- rannsóknasamstarf
- skipti á stúdentum
- kennaraskipti
- ráðstefnur eða annað
Dæmi um samstarf sem Háskóli Íslands tekur þátt í:
FLOW - Samstarf milli Iuliu Hatieganu University of Medicine and Pharmacy, University of Agricultural Sciences and Veterinary Medicine (UASVM) í Rúmeníu, Háskóla Íslands og Oslóarháskóla
AURORA - Samstarf milli Iuliu Hatieganu University of Medicine and Pharmacy í Rúmeníu, Háskóla Íslands og Oslóarháskóla
Gagnagrunnur fyrir leit að samstarfsaðilum
Utanríkisráðuneytið hefur komið á fót gagnagrunni fyrir þá sem hafa áhuga á mögulegum samstarfsverkefnum í gegnum Uppbyggingarsjóðinn. Áhugasamir geta skráð upplýsingar um mögulegar verkefnahugmyndir í grunninn og er þeim upplýsingum miðlað til styrkþegalandanna (beneficiary states).
Nánari upplýsingar og skráningarform á vef Utanríkisráðuneytisins.
Aðalumsjónaraðili Uppbyggingasjóðsins á Íslandi er Rannís.
Ríki sem eiga rétt á styrkjum úr sjóðnum
Þau ríki sem eiga rétt á styrkjum úr sjóðnum (beneficiary states) eru þau ríki sem gengu í Evrópusambandið árið 2004 þ.e. Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvenía, Slóvakía, Ungverjaland, Kýpur og Malta.
Rúmenía og Búlgaría sem gengu í Evrópusambandið 2007 og einnig Portúgal, Spánn og Grikkland, eiga einnig rétt á styrkjum.