Þar sem stundaskrár geta breyst af óviðráðanlegum ástæðum fram í fyrstu viku kennslu er best að skoða stundaskrá í Uglu þar sem þær uppfærast sjálfkrafa, strax við breytingar.
Skráðir nemendur í Háskóla Íslands geta skoðað sína stundatöflu á innri vefnum Uglu, með því að smella þar á Uglan mín → Stundataflan mín.
Nýnemar og Ugluaðgangur: Eftir að umsókn þín um nám við Háskóla Íslands hefur verið samþykkt og þú hefur greitt skrásetningargjaldið þá getur þú úthlutað þér notendanafni og lykilorði að Uglunni með því að skrá þig inn á umsóknarsíðuna þína undir Yfirlit umsókna með rafrænni auðkenningu, island.is eða með netfanginu og lykilorðinu sem þú bjóst til við skráningu í samskiptagátt Háskóla Íslands.