Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild er ein sex deilda Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Þar starfa um 40 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum tengdum kennslu, vísindum, þjónustu o.fl. Stjórn Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar er í höndum deildarráðs og deildarforseta. Deildarforseti er faglegur forystumaður deildar og ber í samráði við forseta fræðasviðs ábyrgð á mótun stefnu fyrir deild, skipulagi náms og gæðum kennslu og rannsókna, tengslum við samstarfsaðila og á því að starfsemi deildar og starfseininga hennar sé í samræmi við fjárhagsáætlun fræðasviðsins. Deildarforseti situr í stjórn fræðasviðsins. Stjórn Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Show Stjórnendur Deildarforseti Helga BragadóttirPrófessor5254988helgabra [hjá] hi.is Varadeildarforseti Þóra Jenný GunnarsdóttirPrófessor5254982thoraj [hjá] hi.is Deildarstjóri Sigrún SigurðardóttirDeildarstjóri5254961sigrunsi [hjá] hi.is Show Stefna deildarinnar Stefna Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar var samþykkt á 59. deildarfundi deildarinnar 21. júní 2012. Stefnan tekur mið af stefnu Háskóla Íslands og leggur áherslu á stöðu sína í háskólasamfélaginu. Helstu stef stefnunnar eru áhersla á rannsóknir og alþjóðlegt samstarf, þróttmikið nám sem uppfyllir alþjóðlegar gæðakröfur, samþættingu kennslu og rannsókna á öllum námsstigum, eflingu mannauðs og starfsánægju nemenda og starfsmanna og samfélagslega og hnattræna ábyrgð á 21. öld. Nefndir og ráð Skipan í embætti og nefndir við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild haustið 2025 Tengt efni Stjórn og starfsfólk Fræðasvið Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Nefndir og ráð facebooklinkedintwitter