Upplýsingar ætlaðar nemendum og starfsmönnum Háskólans eru aðgengilegar í Uglu, innri vef Háskólans. Ef þú finnur ekki spurninguna þína er þér velkomið að hafa samband við: Starfsfólk fræðasviða og deilda Þjónustuborð Háskólatorgi Nemendaskrá eða Nemendaráðgjöf HÍ Sótt um námHver eru inntökuskilyrðin í Háskóla Íslands? Almenna reglan er stúdentspróf, eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Sumar deildir gera þó meiri kröfur. Í læknisfræði, sjúkraþjálfun og tannlæknisfræði eru haldin inntökupróf. Í tannsmíði og hjúkrunarfræði eru haldin samkeppnispróf við lok haustmisseris í desember og í geislafræði við lok fyrsta námsárs. Þú finnur nánari upplýsingar í reglum um inntökuskilyrði í grunnnám. Sumar deildir veita undanþágur frá almennum inntökuskilyrðum sem þú finnur í kennsluskrá. Inntökuskilyrði í meistara- og doktorsnám eru háð sérreglum hverrar deildar fyrir sig. Hver er umsóknarfresturinn? Almennur umsóknarfrestur Fyrir grunnnám Fyrir framhaldsnám Fyrir inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun: Frá byrjun mars til 20. maí. Íslenska sem annað mál: Frá desember til 1. febrúar. Umsækjendur með íslenska kennitölu geta einnig sótt um frá byrjun mars til 20. maí í BA-nám og frá byrjun mars til 5. júní í Hagnýtt nám. Erlendir umsækjendur: Frá byrjun desember til 1. febrúar. Norrænir ríkisborgarar og þeir erlendu umsækjendur sem búið hafa á Íslandi í fjögur ár geta sótt um innan almenns umsóknarfrests. Innlendir skiptinemar: 1. febrúar. Erlendir skiptinemar: 1. mars/1. maí vegna haustmisseris. 1. ágúst/1. október vegna vormisseris. Hvernig sæki ég um nám við Háskóla Íslands? Þú sækir um nám við HÍ með því að fylla út umsókn á vef skólans. Þar finnur þú einnig: Upplýsingar um umsóknarfrest. Inntökuskilyrði. Nauðsynleg fylgigögn. Skrásetningargjöld og fleira. Hvar fæ ég upplýsingar um stöðu umsóknarinnar? Þú fylgist með afgreiðslu umsóknar þinnar í umsóknagáttinni þar sem þú sóttir um námið, undir flipanum „Yfirlit umsókna“. Þú ferð inn á síðuna með því að nota netfangið þitt og lykilorðið sem þú bjóst til þegar þú skráðir þig upphaflega inn í umsóknagáttina. Við hvetjum þig eindregið til að fylgjast vel með framvindu umsóknar. Hvert er skrásetningargjaldið og hvernig greiði ég? Nemendur við Háskóla Íslands greiða árlegt skrásetningargjald, sem er 75.000 kr. en ekki skólagjöld. Þú greiðir skrásetningargjaldið í umsóknagáttinni með greiðslukorti, í einu lagi eða með kortaláni. Skrásetningargjaldið verður að greiða fyrir eindaga, 4. júlí. Með greiðslu gjaldsins staðfestir þú skólavist þína. Nemendur með örorku- eða endurhæfingarlífeyri greiða 55.000 kr. skrásetningargjald. Þeir þurfa að hafa samband við Nemendaskrá eða Þjónustuborðið Háskólatorgi og framvísa örorkuskírteini eða úrskurði. Umsækjendur sem fengið hafa heimild til að hefja nám á vormisseri greiða 55.000 kr. í skrásetningargjald. Þeir sem hyggjast hefja nám á vormisseri verða að greiða skrásetningargjald og staðfesta þar með skrásetningu sína fyrir eindaga, 6. janúar. Nánari upplýsingar um skrásetningargjald má finna hér. Hvernig fæ ég aðgang að Uglu? Um leið og þú hefur greitt skrásetningargjaldið getur þú sótt notandanafn og lykilorð í umsóknagáttinni. Birting notandanafns og lykilorðs í Uglu varir í stuttan tíma í umsóknagáttinni og því mikilvægt að skrá niður hjá sér notandanafnið og lykilorðið þegar það birtist í gáttinni. Með aðgangi að Uglu færð þú einnig netfang hjá Háskólanum (notendanafn@hi.is). Háskólatölvupóstinn finnur þú í gegnum Uglu. Námskeið og kennslaHvenær byrjar/endar kennsla? Þú finnur upplýsingar um upphaf kennslu og kennslutímabil í kennslualmanaki en athugaðu að dagsetningar eru mismunandi milli fræðasviða og deilda. Hvar finn ég stundatöflu? Þú getur skoðað þína stundatöflu í Uglu með því að smella á Uglan mín → Stundataflan mín og einnig í SmáUglunni. Áður en stundataflan þín birtist í Uglu getur þú fundið drög að stundatöflum hér á vefnum og á heimasíðum deilda. Hvað þýðir „árleg skráning“? Árleg skráning er skráning í námskeið næsta háskólaárs, bæði haust- og vormisseri. Mjög mikilvægt er að sinna skráningu á tímabili árlegrar skráningar á hverju vori, þar sem árleg skráning jafngildir skráningu í skólann næsta ár. Upplýsingar um árlega skráningu er að finna í kennslualmanaki HÍ og nemendur skrá sig í námskeið í Uglunni á auglýstu tímabili. Ef þú skráir þig ekki er litið svo á að þú sét hætt/ur námi. Ef veita þarf undanþágu frá þessu ákvæði þarftu að greiða 15% álag á innritunargjaldið. Hvernig skrái ég mig í námskeið? Þú berð ábyrgð á þínu námi og skráir þig í öll námskeið í Uglu. Í mars á hverju ári verður þú að velja námskeið fyrir næsta skólaár ef þú ætlar að halda áfram í núverandi námi. Þú skráir þig með því að smella á borðann sem birtist efst í Uglu. Mundu eftir að staðfesta valið með því að smella á „Vista“ neðst á síðunni. Breytingar á skráningu Í upphafi hvors misseris, til 5. september á haustmisseri og til 21. janúar á vormisseri, getur þú breytt námskeiðaskráningunni í Uglu. Eftir það er ekki hægt að skrá sig í ný námskeið. Skráning í námskeið er jafnframt skráning í próf og veitir aðgang að öllum gögnum námskeiðs og því er mikilvægt að skráningin sé alltaf rétt. Athugaðu að breytingar á námskeiðaskráningu koma ekki fram í stundatöflu fyrr en eftir þrjá klukkutíma. Nánari upplýsingar um skráningartímabil má sjá í kennslualmanaki. Þurfir þú af einhverjum ástæðum aðstoð við námskeiðaskráningu getur þú leitað til Nemendaskrár. Hvað má ég skrá mig í margar einingar? Fullt nám á einu háskólaári er 60 ECTS einingar, 30 ECTS einingar á hvoru misseri. Þú mátt þó skrá þig í allt að 40 ECTS einingar á misseri. Ef þú vilt skrá þig í enn fleiri einingar þarftu að sækja sérstaklega um það hjá deildinni þinni. Hvernig skrái ég mig úr námskeiðum? Þú berð ábyrgð á þínu námi og skráir þig úr námskeiðum í Uglu (Uglan mín → Námskeiðin mín. Aftan við hvert námskeið er tákn fyrir úrsögn sem þú smellir á.) Athugaðu að staðfesta þarf valið svo úrsögn taki gildi. Þú þarft að skrá þig úr námskeiði í síðasta lagi 15. september vegna prófa á haustmisseri og 1. febrúar vegna prófa á vormisseri. Athugaðu að breytingar á námskeiðaskráningu koma ekki fram í stundatöflu fyrr en eftir þrjá klukkutíma. Ef vandamál koma upp við úrsögn úr námskeiðum getur þú leitað til Nemendaskrár. Skráir þú þig ekki úr námskeiði, sem þú ætlar ekki að taka, jafngildir það falli í námskeiðinu. Hvernig staðfesti ég að ég ætli að halda áfram næsta skólaár? Í mars á hverju ári fer fram skráning í áframhaldandi nám í Uglu þar sem nemendur velja sér námskeið fyrir bæði haust- og vormisseri næsta háskólaárs. Það er mjög mikilvægt að sinna skráningunni þar sem hún jafngildir skráningu í skólann næsta ár. Þú skráir þig með því að smella á borðann sem birtist í Uglu og velur um leið hvernig þú greiðir skrásetningargjaldið. Mundu eftir að staðfesta valið með því að smella á „Vista“ neðst á síðunni. Með því að greiða skrásetningargjaldið staðfestir þú að þú ætlir að halda áfram námi. Í upphafi hvors misseris, til 5. september á haustmisseri og til 21. janúar á vormisseri, getur þú breytt námskeiðaskráningunni í Uglu. Skráir þú þig ekki er litið svo á að þú sért hætt/-ur námi. Ef þú hefur gleymt að skrá þig verður þú að hafa samband við Nemendaskrá. Nánari upplýsingar um dagsetningu árlegrar skráningar eru í kennsluskrá. Hvar finn ég kennsluáætlun? Kennsluáætlun finnur þú á vef hvers námskeiðs í námsumsjónarkerfinu Canvas. Í kennsluáætlun er oftast að finna upplýsingar um lesefni námskeiðsins. Í kennsluáætlun á einnig að koma fram hvernig námsmati námskeiðsins er háttað, þ.e. vægi prófa og/eða verkefna, hvort mætingarskylda er í námskeiðinu o.s.frv. Hvað er kennsluskrá? Í kennsluskrá eru ítarlegar upplýsingar um allar námsleiðir og öll námskeið sem eru í boði við Háskólann. Kennsluskráin er því afar mikilvæg og skynsamlegt er að þú kynnir þér vel þær upplýsingar sem þar eru um þitt nám. Hvar finn ég bókalista fyrir námskeið? Þú finnur bókalista á vef námskeiða í Canvas eða í kennsluskrá. Flestar bækur er hægt að kaupa eða panta í Bóksölu stúdenta. Skiptibókamarkaði er að finna í smáauglýsingum í Uglu þar sem oft má finna notaðar bækur á góðu verði. Einnig reka nokkrar deildir og nemendafélög bóksölu fyrir sína nemendur. Í einhverjum tilvikum láta kennarar taka frá bækur og uppflettirit sem tengjast námskeiðum hjá Landsbókasafni - Háskólabókasafni sem nemendur geta þá notað á staðnum eða tekið út í takmarkaðan tíma. Er skylda að sækja tíma? Meginreglan er að tímasókn er frjáls. Þó er oft gerð krafa um tímasókn í námskeiðum þar sem kennslan byggist að hluta á framlagi nemenda, s.s. umræðu- og verkefnatímum. Sé mætingaskylda í námskeiði er það merkt í yfirliti námsins í kennsluskrá og einnig í námskeiðalýsingu námskeiðsins í kennsluskránni. Er boðið upp á fjarnám í HÍ? Misjafnt er eftir sviðum og deildum hversu mörg námskeið eru kennd í fjarnámi. Í kennsluskrá er yfirlit yfir það nám þar sem námskeið bjóðast í fjarnámi. Í sumum tilfellum geta nemendur tekið einstök námskeið í fjarnámi þótt þau séu ekki auglýst sem slík, en það er þá alltaf í samráði við viðkomandi kennara. Nánari upplýsingar um fjarnám. Háskóli Íslands býður einnig upp á ókeypis alþjóðleg netnámskeið í samstarfi við edX sem eru opin öllum. Hvernig er sótt um mat á fyrra námi? Þú getur sótt um að fá nám frá annarri deild eða öðrum skóla metið til eininga inn í núverandi nám þitt hjá deildinni þinni. Hvar fæ ég upplýsingar um nám í erlendum háskólum? Alþjóðasvið gefur allar upplýsingar um nám erlendis. Staðfest námsgögn (skólavottorð, námsferilsyfirlit o. fl.)Hvar fæ ég staðfestingu á skólavist? Nemendur geta nálgast ýmis vottorð í Uglu sér að kostnaðarlausu undir Uglan mín -> Vottorð og námsferilsyfirlit. Ef skila þarf staðfestum gögnum á pappír er hægt að fá stimplað og undirritað vottorð á Þjónustuborðinu Háskólatorgi gegn framvísun skilríkja eða sent í bréfpósti á lögheimili þitt. Rafrænt innsigluð vottorð, önnur en þau sem fást í sjálfsafgreiðslu, er hægt að panta með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Vottorð kostar 350 kr. Vinsamlegast athugaðu að mjög mismunandi er hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í vottorðum og því mikilvægt að þú takir skýrt fram hvaða upplýsingar þú þarft. Hvar fæ ég staðfest afrit af námsferli? Nemendur geta nálgast yfirlit yfir virkan feril í Uglu sér að kostnaðarlausu undir Uglan mín -> Vottorð og námsferilsyfirlit. Brautskráðir nemendur frá Háskóla Íslands (eftir 2015) geta nálgast staðfest námsferilsyfirlit með rafrænu innsigli bæði á íslensku og ensku endurgjaldslaust inni á island.is. Ef skila þarf staðfestum gögnum á pappír er hægt að fá stimplað og undirritað námsferilsyfirlit á Þjónustuborðinu Háskólatorgi gegn framvísun skilríkja eða sent í bréfpósti á lögheimili þitt. Rafrænt innsiglað námsferilsyfirlit er einnig hægt að panta með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Yfirlit kostar 350 kr. fyrir hvern námsferil. Hvar fæ ég lýsingu á námskeiðunum mínum? Ef skila þarf staðfestum gögnum á pappír er hægt að fá námskeiðalýsingar með stimpli og undirskrift á Þjónustuborðinu Háskólatorgi gegn framvísun skilríkja eða sent í bréfpósti á lögheimili þitt. Rafrænt innsiglaðar námskeiðalýsingar er hægt að panta með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Námskeiðalýsingar kosta 450 kr. Athugaðu að komið getur fyrir að gamlar námskeiðalýsingar séu ekki til. Hvar fæ ég afrit af brautskráningarskírteini? Við brautskráningu færð þú afhent skírteini, skírteinisviðauka og námsferilsyfirlit með brautskráningu. Skírteinið og viðaukinn eru aldrei endurútgefin en þú getur komið með frumritin á Þjónustuborðið Háskólatorgi þar sem tekið er afrit og það staðfest með stimpli og undirskrift. Afrit kostar 350-1.400 kr. Í mörgum tilvikum eru afrit skírteina til á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Ekki er hægt að útbúa rafrænt innsiglað pdf skjal af skírteini eða skírteinisviðauka. Brautskráðir nemendur frá Háskóla Íslands (eftir 2015) geta nálgast staðfest námsferilsyfirlit með rafrænu innsigli bæði á íslensku og ensku endurgjaldslaust inni á island.is. Ef skila þarf námsferilsyfirliti á pappír er hægt að fá stimplað og undirritað námsferilsyfirlit á Þjónustuborðinu Háskólatorgi gegn framvísun skilríkja eða sent í bréfpósti á lögheimili þitt. Yfirlit kostar 350 kr. fyrir hvern námsferil. Mig vantar gögn frá skólanum fyrir stéttarfélag, húsaleigubætur, fæðingarorlof, Menntasjóð, leikskóla, Vinnumálastofnun eða annað. Hvert sný ég mér? Nemendur geta nálgast algengustu vottorð í Uglu sér að kostnaðarlausu undir Uglan mín -> Vottorð og námsferilsyfirlit. Ef skila þarf staðfestum gögnum á pappír er hægt að fá stimplað og undirritað vottorð á Þjónustuborðinu Háskólatorgi gegn framvísun skilríkja eða sent í bréfpósti á lögheimili þitt. Ítarlegri rafrænt innsigluð vottorð er hægt að panta með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Vottorð kostar 350 kr. Vinsamlegast athugaðu að mjög mismunandi er hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í vottorðum og því mikilvægt að þú takir skýrt fram hvaða upplýsingar þú þarft. Hver er munurinn á skjali sem ég fæ á pdf og því sem ég fæ á pappír? Rafrænt innsigluð skjöl eru til að skila rafrænt til hinna ýmsu stofnanna, svosem í tölvupósti. Rafrænt innsiglað skjal sem er prentað út er ekki staðfest skjal. Skjal sem er stimplað og undirritað er ætlað til að skila á pappír til hinna ýmsu stofnanna. Ljósrit eða skannað eintak af stimpluðu skjali er ekki staðfest skjal. Námsval, námsráðgjöf og breytingar á námiHver getur aðstoðað mig við námsval? Nemendaráðgjöf HÍ er á þriðju hæð í Háskólatorgi. Nemendur Háskólans geta bókað viðtal hjá ráðgjafa í bókunargátt eða úrræði í námi og prófum eftir því hvert erindið er, eða í síma 525 4315. Hvernig fæ ég tíma hjá náms- og starfsráðgjafa? Hér er hægt að bóka tíma hjá ráðgjafa í bókunargátt: Nemendaráðgjöf HÍ Úrræði í námi og prófum Nemendaráðgjöf HÍ er á þriðju hæð í Háskólatorgi. Nemendur Háskólans geta einnig bókað viðtal í síma 525 4315. Hvað geri ég ef mig langar að skipta um námsleið? Í mars á hverju ári fer fram skráning í áframhaldandi nám í Uglu þar sem þú getur jafnframt óskað eftir því að skipta um aðalfag. Þú skráir þig með því að smella á borðann sem birtist í Uglu og smellir á hlekkinn um að skipta um námsleið. Þetta gildir einnig í upphafi hvors misseris þegar þú getur breytt námskeiðaskráningunni. Athugaðu að slíkar breytingar geta verið bundnar við misseri, þ.e. að ekki er hægt að hefja nám á vormisseri á öllum námsleiðum. Ef þú vilt skrá þig í aukagrein þarftu að senda tölvupóst til Nemendaskrár (nemskra@hi.is). Hvað geri ég ef ég vil taka mér árshlé frá námi? Viljir þú taka hlé frá námi þarftu fyrst að fá leyfi frá þinni deild. Þegar þú hefur fengið leyfið hefur þú samband við Þjónustuborðið Háskólatorgi og greiðir 10.000 kr. leyfisgjald. Með því að greiða leyfisgjaldið helst Uglan þín opin og þú ert enn nemandi og getur því skráð þig í áframhaldandi nám í mars. Ef þú greiðir ekki leyfisgjald er ferli þínum lokað. Hvernig skrái ég mig á námskeið Nemendaráðgjafar HÍ? Skráning í námskeið og vinnustofur NHÍ fer fram á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Hægt er að koma eða hringja (s. 525 5800) en athugaðu að alltaf þarf að greiða við skráningu. Ath. að einungis er hægt að greiða með kreditkorti í símgreiðslum. Hef ég möguleika á að gerast skiptinemi? Alþjóðasvið tekur við umsóknum frá nemendum Háskóla Íslands sem hyggjast fara utan sem skiptinemar og annast samskipti við samstarfsskólann. Nánari upplýsingar má sjá á vef skrifstofunnar. Umsóknarfrestur til að sækja um skiptinám: 1. febrúar ár hvert Hvað þarf ég að gera ef ég vil hætta námi? Ef þú vilt hætta námi þarftu að skila inn skriflegri yfirlýsingu um það. Það er hægt að gera með því að senda tölvupóst til Nemendaskrár (nemskra@hi.is) eða með því að koma á Þjónustuborðið Háskólatorgi og fylla út eyðublað sem staðfestir úrsögn úr Háskólanum. Námsferli þínum er þá lokað. Ath. að úrsögn úr námskeiðum í Uglu er ekki úrsögn úr Háskólanum. Einstaklingur sem greitt hefur skrásetningargjald er skráður nemandi viðkomandi háskólaár óháð námskeiðaskráningu. PrófHvenær eru próf? Almenn próf eru samkvæmt reglum háskólans haldin 23. nóvember til 13. desember og 15. apríl til 12. maí. Tímabil almennra prófa, sjúkraprófa og endurtökuprófa má alltaf finna í kennslualmanaki. Hvar finn ég próftöflur? Þín próftafla er í Uglunni: Uglan mín → Námskeiðin mín → Próf. Einum til þremur dögum fyrir prófið getur þú séð í hvaða byggingu, stofu og við hvaða borð þú tekur prófið. Allar próftöflur er að finna hér. Próftaflan þín er einnig í SmáUglunni. Próftímabil er að finna í kennslualmanaki. Þarf ég að skrá mig í próf? Skráning í námskeið er jafnframt skráning í próf. Þú þarft eingöngu að skrá þig sérstaklega í sjúkrapróf og endurtökupróf og það gerir þú í Uglu. Ef slík próf eru utan auglýsts próftíma þarf í sumum tilvikum að hafa samband við Nemendaskrá til að fá aðstoð við skráningu í sjúkra- og endurtökupróf. Hvernig skrái ég mig úr prófum? Skráning úr námskeiði er jafnframt skráning úr prófi (Uglan mín → Námskeiðin mín. Þar aftan við hvert námskeið er tákn fyrir úrsögn sem hægt er að smella á. Athugaðu að staðfesta þarf valið svo úrsögn taki gildi). Þú þarft að hafa sagt þig úr námskeiði í síðasta lagi 15. september vegna prófa á haustmisseri og 1. febrúar vegna prófa á vormisseri. Viljir þú af einhverjum ástæðum skrá þig úr endurtökuprófi sendir þú Nemendaskrá tölvupóst nemskra@hi.is (með nafni, kennitölu, námskeiðsheiti og -númeri) en gjald vegna endurtökuprófa er ekki endurgreitt. Skráir þú þig ekki úr prófi, sem þú ætlar ekki að taka, jafngildir það falli á prófinu. Hvar finn ég gömul próf? Nemendur eiga rétt á því að fá að skoða eldri prófverkefni sem lögð hafa verið fyrir. Prófverkefni eru í prófasafni hvers námskeiðs. Prófasafnið er aðgengilegt á vef námskeiðsins í Uglu. Í sumum tilvikum hafa kennarar ákveðið að veita sjálfir aðgang að verkefnunum og í prófasafninu sést þá hver kennarinn er og hvenær prófið var haldið. Í þeim tilvikum þarf að hafa samband við kennarann til að skoða eldri prófverkefni. Hvað ef ég er veik/-ur þegar prófið er haldið? Ef þú veikist og getur ekki mætt til prófs þarftu að tilkynna veikindi með tölvupósti til Nemendaskrár, nemskra@hi.is, innan þriggja daga frá prófdegi. Ef þú vilt taka sjúkrapróf skráir þú þig í prófið í Uglu með því að smella á bláa borðann sem birtist efst á síðunni 1-2 dögum eftir að þú tilkynntir veikindi. Vegna hlutaprófa geta deidir farið fram á að læknisvottorði sé skilað og er þeim skilað til skrifstofu deildar eða viðkomandi kennara. Nánari upplýsingar um veikindi í prófi eru á upplýsingasíðu um próf. Hvað hafa kennarar langan tíma til að fara yfir próf? Einkunnir eiga að hafa birst í síðasta lagi 2 vikum eftir hvert próf. Fall í prófi – Endurtökupróf Meginreglan er sú að heimilt er að þreyta próf í hverju námskeiði tvisvar. Ef þú fellur eða mætir ekki í lokapróf er þér heimilt að taka það aftur næst þegar lokapróf er haldið í viðkomandi námskeiði svo lengi sem það er innan árs frá upphaflegu prófi. Auk þess er deildum heimilt, í samráði við prófstjóra, að halda endurtökupróf í einstökum námskeiðum. Slík endurtökupróf eru einungis fyrir stúdenta sem áður hafa þreytt próf í viðkomandi námskeiði. Greiða þarf 6.000 kr. fyrir hverja skráningu í endurtökupróf. Þú skráir þig í endurtökupróf með því að smella á borða í Uglu eða á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Upplýsingar um próftímabil endurtökuprófa má sjá í kennslualmanaki. Sjá nánar í reglum um endurtöku prófa. Hvernig ganga prófsýningar fyrir sig? Þú þarft að óska eftir prófsýningu innan 15 daga frá birtingu einkunnar, með því að hafa samband við kennara námskeiðsins. Má ég taka endurtökupróf í námskeiði sem ég hef staðist? Já þú mátt taka próf aftur sem þú hefur staðist ef þú vilt hækka einkunn þína. Þetta er hægt bæði með því að skrá sig í endurtökupróf og greiða fyrir það 6.000 kr eða skrá sig aftur í námskeiðið. Athugaðu að ef þú ferð aftur í próf sem þú hefur staðist þá gildir seinni einkunnin. Þannig að ef þú lækkar í einkunn eða fellur á seinna prófinu þá gildir sú einkunn. Hvað get ég gert ef ég er ósátt(ur) við niðurstöður prófs? Teljir þú að brotið sé á rétti þínum varðandi kennslu, próf, námsmat, einkunnagjöf, mat á námsframvindu eða annað sem snýr að kennslu og prófum skaltu senda skriflegt erindi til deildarforseta. Sjá nánar í kennsluskrá, um ferli kvartana og kærumála. Hvernig eru prófreglur Háskóla Íslands? Hér má lesa prófreglur HÍ. Mikilvægar upplýsingar, skjöl og eyðublöð sem varða prófhald í Háskóla Íslands eru aðgengileg í Uglunni, innri vef Háskólans. Lokaverkefni og brautskráning Á Uglu, innri vef Háskólans, má nálgast ýmsar upplýsingar um lokaverkefni: Félagsvísindasvið Heilbrigðisvísindasvið Hugvísindasvið Menntavísindasvið Verkfræði- og náttúruvísindasvið Hvert get ég leitað til að fá aðstoð við vinnslu lokaverkefnis? Hjá Háskóla Íslands er starfandi Ritver sem er með tvær starfsstöðvar, í bókasafni Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu (Landsbókasafni). Þar geta nemendur allra fræðasviða pantað viðtalsfund og fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum og öðrum skriflegum verkefnum. Nemendaráðgjöf HÍ býður einnig upp á námskeið fyrir nemendur í grunnnámi sem eru að hefja vinnu við lokaverkefni. Þér ber að kynna þér reglur og tímamörk deildar þinnar um skil á ritgerð/lokaverkefni. Þarf ég að skrá mig í brautskráningu? Hvort sem þú ætlar þér að vera viðstödd/viðstaddur athöfn eða ekki þarftu alltaf að skrá þig í brautskráningu. Þetta getur þú gert í Uglu um leið og þú velur námskeið. Þegar nær dregur brautskráningu verður þú að staðfesta hjá deildinni þinni að þú ætlir að brautskrást. Í flestum tilvikum er þetta gert á vef deildarinnar. Ef þú ert ekki skráð/-ur í brautskráningu og/eða hefur ekki staðfest við deildina þína í lok misseris að þú ætlir að brautskrást er litið svo á að þú ætlir ekki að brautskrást. Hvar finn ég sniðmát fyrir forsíður lokaverkefna? Á vefnum honnun.hi.is má nálgast sniðmát fyrir kápur bakkalár- og meistararitgerða á öllum fræðasviðum skólans. Gætið að því að vista skjalið í tölvunni áður en það er opnað. Skjalið virkar ekki ef það er opnað í vafra heldur þarf að opna það í Acrobat Reader forritinu. Á vef fræðasviðanna í Uglu er að finna sniðmát fyrir frágang lokaverkefna og ritgerða. Hvar finn ég leiðbeiningar um Turnitin? Háskóli Íslands notar forritið Turnitin til varnar ritstuldi. Í Turnitin er hægt að hlaða inn skjali með texta, t.d. lokaverkefni nemanda. Forritið ber texta skjalsins saman við mikið safn heimilda. Niðurstaðan sýnir hvort rétt er farið með heimildir og tilvísanir í þær, eða hvort um er að ræða óeðlilega mikla samsvörun við verk annarra höfunda. Leiðbeiningar um notkun forritsins má nálgast á eftirfarandi stöðum: Í PDF-skjali í Uglu, innri vef Háskólans Í kennsluskrá Undir liðnum Fræðasvið í Uglu má finna upplýsingar fyrir nemendur á síðum viðkomandi deilda. Þar eru ýmsar hagnýtar upplýsingar um lokaverkefni. Hvenær eru skiladagar lokaverkefna? Upplýsingar um lokaverkefni og fleira þeim tengt er hægt að nálgast í Uglu, innri vef Háskólans. Skiladagar lokaverkefna eru mismunandi eftir sviðum og deildum. Stúdentakort Spurt og svarað um stúdentakort Íþróttahús Spurt og svarað um íþróttahúsið Prentun, tölvur og tæknimálHvernig fæ ég aðgang að Uglu? Um leið og þú hefur greitt skrásetningargjald skólans getur þú sótt notandanafn og lykilorð. Það gerirðu með því að nota netfangið þitt og lykilorðið sem þú bjóst til þegar þú skráðir þig inn í umsóknagátt Háskóla Íslands. Undir flipanum „Yfirlit umsókna“ er hægt úthluta sér notandanafni og lykilorði. Birting notandanafns og lykilorðs í Uglu varir í stuttan tíma í umsóknagáttinni og því mikilvægt að skrá niður hjá sér notandanafnið og lykilorðið þegar það birtist fyrst í gáttinni. Með aðgangi að Uglu færð þú einnig netfang hjá Háskólanum (notendanafn@hi.is). Háskólatölvupóstinn finnur þú í gegnum Uglu. Hvar finn ég leiðbeiningar um Uglu? Þú finnur leiðbeiningar á forsíðu Uglu undir Ugluleiðbeiningar. Hér getur þú einnig skoðað kynningarmyndband um Uglu fyrir nýja notendur. Hvernig tengist ég þráðlausu neti HÍ (Eduroam)? Þú hefur aðgang að þráðlausu neti Háskólans. Allt þráðlaust net HÍ fer í gegnum Eduroam. Á Þjónustumiðju Háskóla Íslands er að finna leiðbeiningar um hvernig á að tengja tölvurnar. Tölvuþjónusta Upplýsingatæknisviðs getur aðstoðað nemendur við nettengingar. Tölvuþjónustan er staðsett á 2. hæð í Háskólatorgi. Afgreiðslutíminn er kl. 8-16. Ég gleymdi lykilorðinu mínu að Uglu – hvað get ég gert? Á Þjónustumiðju Háskóla Íslands getur þú séð hvernig þú færð nýtt lykilorð. Hvernig get ég prentað? Þú hefur aðgang að prenturum í tölvuverum Háskólans og á Landsbókasafni – Háskólabókasafni og getur keypt prentkvóta með greiðslukorti í Uglu. Prentkvóta má einnig kaupa á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Prentkvóti er bundinn við aðgang þinn að Uglu og þú þarft aðeins að skrá þig inn á tölvu í tölvuverum til að geta nýtt kvótann. Prentkvóti reiknast í einingum og er hver eining ein blaðsíða prentuð í svart-hvítu. Ekki er hægt að kaupa færri en 50 einingar í einu. Viljir þú prenta í lit eru dregnar 5 einingar af kvóta fyrir hverja prentaða síðu. Lendir þú í vandræðum með prentkvóta skaltu snúa þér til Tölvuþjónustu Upplýsingatæknisviðs. Hjá Upplýsingatæknisviði er hægt að sjá prentferil og fá bakfærðar einingar, til dæmis ef blek í prentara klárast. Þá þarftu að framvísa ónýtu blaðsíðunum. Í Uglu, undir Tölvuþjónusta → Prentkvóti, sérðu fjölda prentkvótaeininga sem þú átt. Athugaðu að notkun prentkvótans uppfærist á nóttinni. Af hverju get ég ekki prentað? Til að geta prentað þarftu að eiga prentkvóta. Ef þú hefur keypt prentkvóta en getur samt ekki prentað getur eitt af eftirfarandi verið orsök þess: Prentkvótinn hefur ekki enn þá uppfærst eftir kaupin. Staða prentkvóta var í mínus þegar þú keyptir fleiri síður og þú átt því ekki nægan kvóta fyrir prentun. Vandamál með prentara. Í Uglu undir Tölvuþjónusta → Prentkvóti sérðu fjölda prentkvótaeininga sem þú átt. Af hverju er prentkvótinn minn í mínus? Í gamla prentkerfinu þá uppfærðist staða prentkvóta ekki fyrr en um nóttina. Áttir þú til dæmis 50 einingar að morgni gast þú prentað 50 síður mörgum sinnum yfir daginn en þegar prentkvóti uppfærist eftir miðnætti fór hann í mínus. Þú þarft því að greiða fyrir allar umfram síður sem þú hefur prentað út áður ásamt þeim fjölda blaðsíðna sem þú vilt eiga næst þegar þú kaupir prentkvóta. Í Uglu, undir Tölvuþjónusta → Prentkvóti, sérðu fjölda prentkvótaeininga sem þú átt. Einnig er mjög mikilvægt að þú munir eftir að skrá þig út úr tölvum í tölvuverum til að næsti notandi geti ekki prentað út á þínum aðgangi. Hvar get ég ljósritað? Á Landsbókasafni – Háskólabókasafni eru nokkrar ljósritunarvélar fyrir notendur safnsins. Hægt er að kaupa kort í afgreiðslu safnsins á 1. hæð. Auk þess sér Háskólaprent, Fálkagötu 2, um alla almenna prentþjónustu gegn gjaldi. Þú getur jafnframt notað skanna í tölvuverum sem senda skannaðar síður í tölvupósti og svo notað prentkvóta þinn til að prenta út blöð. Get ég fengið aðgang að erlendum gagnasöfnum utan háskólasvæðisins? Viljir þú nýta aðgang Háskóla Íslands og Landsbókasafns – Háskólabókasafns að hinum ýmsu gagnasöfnum er hægt að setja upp svokallaða VPN-tengingu sem veitir þér aðgang þegar þú ert utan háskólasvæðisins. Ekki er nauðsynlegt að setja upp VPN fyrir Snöru. Hægt er að skrá sig inn með háskólaaðgangi með því að smella á Meira → Innskráning → Innskrá með Microsoft. Leiðbeiningar og frekari upplýsingar um uppsetningu VPN má finna á Þjónustumiðju Háskóla Íslands. Almennar spurningar / ÝmislegtHvernig fæ ég bókasafnsskírteini? Þú færð bókasafnsskírteini hjá Landsbókasafni – Háskólabókasafni án endurgjalds. Skírteini fást afhent í afgreiðslu bókasafnsins gegn framvísun skilríkja. Einnig er hægt að fá afhent skírteini hjá Bókasafni Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Geta nemendur fengið afnot af aðstöðu fyrir hópavinnu? Hægt er að bóka stofu fyrir hópavinnu einu sinni í viku í allt að þrjá tíma. Til að bóka þarf að senda póst á kennslustofur@hi.is. Í póstinum verður að taka fram nafn, kennitölu, námskeið og námskeiðsnúmer og nöfn þeirra sem eru í hópnum. Sá sem biður um stofuna ber sjálfkrafa ábyrgð á henni og sér til þess að ekki sé verið með mat, gengið sé vel um, borðum og stólum rétt raðað upp, dyrum og gluggum lokað og slökkt á skjávarpa. Athugaðu að beiðnir um stofur þurfa að berast á hefðbundnum vinnutíma og með 2-3 klst. fyrirvara. Um nemendafélög gilda sömu umgengnisreglur. Formaður nemendafélags þarf að óska eftir stofunni í tölvupósti og taka skal fram heiti nemendafélags sem og fjöldann í hópnum. Á Landsbókasafni – Háskólabókasafni er einnig að finna þrjú hópvinnuherbergi, eitt á 3. hæð og tvö á 4. hæð. Þau taka 3-10 manns. Hægt er að bóka hópvinnuherbergi á bókunarvef safnsins. Hvar finn ég nemendafélagið mitt? Á vef Stúdentaráðs finnur þú ýmsar hagnýtar upplýsingar ásamt lista yfir nemendafélög og tengiliði þeirra. Nemendafélög hafa fæst sérstakar skrifstofur en þau hafa aðgang að aðstöðu Stúdentaráðs. Til að komast í samband við nemendafélagið þitt er best að hafa samband við ábyrgðaraðila, s.s. formann, ritara eða gjaldkera. Breyting á nafni trans nemenda Trans nemendur við Háskóla Íslands geta óskað eftir nafnabreytingu innan skólans til samræmis við kynvitund þeirra áður en lagaleg nafnbreyting hjá Þjóðskrá á sér stað. Nemendur skulu snúa sér til Náms- og starfsráðgjafar sem staðsett er á þriðju hæð í Háskólatorgi. Hægt er að bóka viðtal í síma 525 4315. Get ég óskað eftir afriti af persónuupplýsingum mínum? Allar persónuupplýsingar sem Háskóli Íslands safnar, nýtir eða vinnur með öðrum hætti eru meðhöndlaðar í samræmi við ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Með persónuupplýsingum er átt við þær upplýsingar sem auðkenna tiltekinn einstakling eða væri hægt að nota í þeim tilgangi. Öll vinnsla Háskóla Íslands á viðkvæmum persónuupplýsingum fer fram með stoð í lögum um persónuvernd og reglugerð ESB 2016/679 um sama efni og í samræmi við ítrustu öryggiskröfur. Þú getur óskað eftir afriti af persónuupplýsingum þeim sem Háskóli Íslands geymir um þig með því að leita til Þjónustuborðsins Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík og fylla þar út eyðublað. Athugaðu að framvísa þarf persónuskilríkjum þegar beiðni er lögð inn sem og við móttöku gagna. Hvar fæ ég strætókort? Þú byrjar á að fara í Uglu og veitir Strætó leyfi til að fá staðfestingu á að þú sért í námi við HÍ sjá nánari upplýsingar hér. Síðan sækir þú um nemakort á Klapp vef Strætó. Hvar finn ég matseðil Hámu? Þú getur stillt Uglu þannig að matseðil Hámu birtist á forsíðunni. Matseðill er einnig á vef Félagsstofnunar stúdenta og í SmáUglunni. Hvar sæki ég um stúdentaíbúð? Stúdentagarðar bjóða nemendum Háskóla Íslands til leigu húsnæði af ýmsum stærðum og gerðum á sanngjörnu verði. Allar nánari upplýsingar er að finna á studentagardar.is. Nemendur á Menntavísindasviði geta einnig sótt um hjá Byggingafélagi námsmanna. Hvar sæki ég um leikskóla fyrir barnið mitt? Félagsstofnun stúdenta rekur þrjá leikskóla á háskólasvæðinu. Nánari upplýsingar um þá eru á vef Leikskóla FS. Óskilamunir/Tapað fundið Óskilamuni sem finnast í kennslustofum og almennum rýmum bygginga við Sæmundargötu má nálgast á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Annars staðar er hægt að nálgast óskilamuni á þjónustuborðum bygginga eða hjá umsjónarmönnum bygginga. Þjónustukjarnar HáskólatorgsHvenær er opið í húsum Háskólans? Hér eru upplýsingar um opnunartíma bygginga. Hvaða þjónustu veitir Bóksala stúdenta? Meginmarkmið Bóksölunnar er að útvega nemendum við Háskóla Íslands kennslubækur og önnur námsgögn á sanngjörnu verði. Þá þjónustar Bóksalan flesta háskóla landsins, fjölda framhaldsskóla og ýmsar stofnanir. Bóksalan útvegar öll helstu fræðirit og handbækur. Einnig er á vef Bóksölunnar vefverslun með heimsendingarþjónustu. Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta eru staðsett í Bóksölu stúdenta. Hvaða þjónustu veitir Félagsstofnun stúdenta? FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir nemendur við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið þess að bjóða nemendum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði nemenda. Í dag rekur FS: Bóksölu stúdenta Bókakaffi stúdenta Hámu Hámu heimshorn Hámu salatbar Kaffistofur stúdenta Leikskóla stúdenta Stúdentagarða Stúdentakjallarann Nánari upplýsingar er að finna á vef Félagsstofnunar Stúdenta. Hvaða þjónustu veitir Náms- og starfsráðgjöf? Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands veitir nemendum margskonar stuðning og þjónustu á meðan á námi stendur. Þar færð þú ráðgjöf um vinnubrögð í háskólanámi, prófundirbúning og próftækni. NSHÍ veitir fræðslu og ráðgjöf varðandi atvinnuleit, atvinnuviðtöl, gerð ferilskrár o.þ.h. Þú getur leitað til NSHÍ vegna sértækra úrræða í námi og fengið persónulega og sálfræðilega ráðgjöf, úrræði og ráðgjöf vegna fötlunar eða hömlunar og ráðgjöf í námsvali. Starfsfólk Náms- og starfsráðgjafar heldur fjölda gagnlegra námskeiða, t.d. um námstækni, vinnu við lokaverkefni, prófundirbúning, markmiðasetningu og tímastjórnun. Náms- og starfsráðgjöf tekur einnig vel á móti þeim sem hyggja á nám við Háskóla Íslands. Hvaða þjónustu veitir Nemendaskrá? Nemendaskrá Háskóla Íslands er þjónustueining fyrir nemendur, kennara og annað starfsfólk skólans og heldur skrá yfir alla nemendur skólans. Skráin er sá grunnur sem allt skipulag námsins byggist á, s.s. stundaskrár, próf, stofubókanir, bókakaup og fleira. Nemendaskrá hefur m.a. umsjón með umsóknum um grunnnám, skrásetningu nemenda, innheimtu skrásetningargjalds og brautskráningu nemenda. Nánari upplýsingar eru á síðu Nemendaskrár. Hvaða þjónustu veitir Upplýsingatæknisvið? Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands hefur meðal annars umsjón með Uglu, SmáUglunni, Eduroam (þráðlaust net Háskólans), tölvuverum og prenturum á háskólasvæðinu. Sviðið rekur Tölvuþjónustu Upplýsingatæknisviðs sem staðsett er á 2. hæð á Háskólatorgi þar sem starfsmenn leiðbeina notendum og veita aðstoð við tölvutengd vandamál. Leiðbeiningar fyrir þá þjónustu sem Upplýsingatæknisvið veitir má finna á Þjónustumiðju Háskóla Íslands. Hvaða þjónustu veitir Alþjóðasvið? Alþjóðasvið Háskóla Íslands annast formleg samskipti Háskólans við erlendar menntastofnanir og veitir nemendum, kennurum og deildum Háskólans ýmsa þjónustu varðandi alþjóðlegt samstarf. Alþjóðasvið hefur einnig umsjón með skiptinámi, starfsþjálfun og sumarnámi. Ef þú stefnir á námsdvöl erlendis getur þú leitað þér upplýsinga hjá Alþjóðasviði en umsóknir eru á vefnum. Hvaða þjónustu veitir Stúdentaráð? Stúdentaráð Háskóla Íslands er skipað 27 stúdentum við skólann. Verkefni ráðsins eru mörg og fjölbreytt, allt frá hagsmunabaráttu fyrir stúdenta yfir í skemmtilega viðburði eins og Októberfest. Á skrifstofu Stúdentaráðs starfar einnig hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi sem getur liðsinnt nemendum sem telja að brotið hafi verið á rétti þeirra. Stúdentaráð heldur úti vefnum student.is þar sem er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. Hvaða þjónustu veitir Þjónustuborð Háskólatorgi? Segja má að Þjónustuborðið Háskólatorgi sé afgreiðsla fyrir þjónustueiningarnar sem eru í Háskólatorgi. Þjónustuborðið er oft fyrsti staðurinn sem nemendur leita til. Þar færð þú m.a. ýmis vottorð og yfirlit yfir námsferla og getur keypt prentkvóta. Á Þjónustuborðinu skráir þú þig á námskeið Náms- og starfsráðgjafar, færð aðgang og lykilorð að Uglu og skilar inn gögnum vegna námsumsóknar. Frekari upplýsingar er að finna á síðu Þjónustuborðsins Háskólatorgi. Upplýsingar fyrir nemendur Skráðir nemendur í Háskóla Íslands geta fundið ýmsar upplýsingar í Uglu, innri vef Háskólans: Félagsvísindasvið Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Félagsráðgjafardeild Hagfræðideild Lagadeild Stjórnmálafræðideild Viðskiptafræðideild Heilbrigðisvísindasvið Hjúkrunarfræðideild Lyfjafræðideild Læknadeild Matvæla- og næringarfræðideild Sálfræðideild Tannlæknadeild Hugvísindasvið Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Íslensku- og menningardeild Mála- og menningardeild Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði Menntavísindasvið Verkfræði- og náttúruvísindasvið Algengar spurningar hjá deildum skólans Félagsvísindasvið Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Félagsráðgjafardeild Lagadeild Stjórnmálafræðideild Viðskiptafræðideild Heilbrigðisvísindasvið Hjúkrunarfræðideild Sálfræðideild Hugvísindasvið Mála- og menningardeild Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Íslensku- og menningardeild Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði Menntavísindasvið Allar deildir Verkfræði- og náttúruvísindasvið Fyrir frekari upplýsingar er bent á nýnemasíðu VoN. Allar spurningar má senda á nemvon@hi.is facebooklinkedintwitter