Við Sálfræðideild vinna kennarar og nemendur að fjölbreyttum og spennandi rannsóknum. Þær beinast meðal annars að mati á hæfileikum og persónueinkennum fólks, þroska barna, lífsgildum, áráttu og þráhyggju, námi og kennslu með atferlisgreiningu, alhæfingu náms, mótun hegðunar, eðli sögu sálfræðikenninga, spilafíkn, skynjun, athygli, minni og öðru hugar- og heilastarfi. Sérsvið kennara við Sálfræðideild Show Andri Steinþór Björnsson Andri Steinþór Björnsson: Sálmeinafræði félagsfælni (social anxiety disorder) og líkamsskynjunarröskunar (body dysmorphic disorder), þróun meðferðar við þessum geðröskunum og stöðlun mælitækja til að meta þær. Mat á árangri sálrænnar meðferðar. Saga klínískrar sálfræði. Show Árni Kristjánsson Árni Kristjánsson: Rannsóknir í skynjunar- og taugasálfræði með sérstakri áherslu á verkan sjónkerfisins, augnhreyfingar og sjónræna athygli. Show Dagmar Kr. Hannesdóttir Dagmar Kr. Hannesdóttir: Rannsóknir á sviði klínískrar barnasálfræði, einkum meðferð og eðli taugaþroskafrávika (ADHD, einhverfurófsraskanir) og kvíða hjá börnum og unglingum. Show Daníel Þór Ólason Daníel Þór Ólason: Rannsóknir á sviði heilsusálfræði og próffræði: Megináherslur eru spilafíkn, tölvuleikjavandi og streita (sérstaklega á sviði sállífeðlisfræði). Show Fanney Þórsdóttir Fanney Þórsdóttir: Rannsóknir á sviði aðferðafræði. Mæliskekkja og brottfall í kvíða-, þunglyndis- og persónuleikamælingum. Áhrif svarmöguleika og orðalags atriða á gæði mælinga. Eiginleikar svarenda og gæði mælinga. Show Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson: Rannsóknaráhugi minn beinist að klínískri barna- og unglingasálfræði og gagnreyndu mati og meðferð á því sviði. Þó sérstaklega að meta og bæta klínískt mat og meðhöndlun á áráttu- og þráhyggjuröskun, kvíðaröskunum og skyldum röskunum hjá börnum og unglingum. Show Harpa Lind Jónsdóttir Harpa Lind Jónsdóttir: Öldrunarrannsóknir, heilsusálfræði, lífsálfélagslegir þættir, sálfræði og klínísk sálfræði. Show Heiða María Sigurðardóttir Heiða María Sigurðardóttir: Taugavísindi, skynjunarsálfræði, hugfræði, æðri sjónskynjun, formskynjun, hlutaskynjun, andlitsskynjun, sjónræn athygli, skynræn sérfræðiþekking (perceptual expertise), sveigjanleiki heilans og skynjunar, áhrif reynslunnar, lesblinda. Nánar má lesa um rannsóknarsvið Heiðu Maríu Sigurðardóttur á Vísindavef Háskóla Íslands. Heiða María er einn þriggja stjórnenda Rannsóknamiðstöðvar um sjónskynjun (Icelandic Vision Lab). Þar eru eru gerðar rannsóknir á sjónskynjun og öðrum hugarferlum. Á meðal rannsóknarefna eru sjónræn athygli, augnhreyfingar, hluta- og andlitsskynjun, sjónrænt minni, sjónræn „mynsturgreining“ (visual statistics) og áhrif náms og reynslu á skynferli. Rannsóknirnar eru margar hverjar grunnrannsóknir á virkni sjónkerfisins í dæmigerðu fullorðnu fólki. Sumar rannsóknirnar snúa þó sérstaklega að tilteknum hópi fólks. Þar má nefna börn, fólk með samskynjun (synesthesia), atvinnumenn í íþróttum, fólk með kvíðaraskanir, blint eða sjónskert fólk og fólk með lesblindu eða lesröskun (dyslexia). Nánari upplýsingar má finna á www.visionlab.is. Show Ragna Benedikta Garðarsdóttir Ragna Benedikta Garðarsdóttir: Félagssálfræði neyslusamfélaga og efnahagslífsins; efnishyggja, umhverfishegðun og -viðhorf, líðan, sjálfsmynd og líkamsmynd, fortölur. Show Ragnar P. Ólafsson Ragnar P. Ólafsson: Sálmeinafræði kvíða- og lyndisraskana ásamt mælingum og mati á einkennum þeirra og árangri meðferðar. Rannsóknir á næmisþáttum og viðhaldandi þáttum í geðröskunum, svo sem hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun, hugnæmi (cognitive reactivity) og þunglyndisþönkum (rumination) í þunglyndi og árangri forvarnarmeðferðar á því sviði. Rannsóknir beinast einnig að próffræðilegum eiginleika matstækja fyrir kvíða- og lyndisraskanir. Show Sigurgrímur Skúlason Sigurgrímur Skúlason: Mælinga- og próffræði, bæði prófagerð og rannsóknir á eiginleikum prófa, til dæmis réttmæti og staðfestandi þáttalíkön. Í aðalstarfi Sigurgríms hjá Menntamálastofnun er megináhersla á kunnáttu, stöðu- og skimunarpróf fyrir skólakerfið, til dæmis samræmd könnunarpróf, inntökupróf á háskólastigi og fjölmörg próf tengd lestri. Einnig hefur Sigurgrímur komið að þróun og vinnu að greindarprófi (WISC-IV), málþroskaprófum (MUB, MELB, Hljóðfærni, TOLD), skimunarprófum fyrir heilsugæslu (BRIGANCE) og kvörðum af geðrænum toga. Show Steinunn Gestsdóttir Steinunn Gestsdóttir: Þróun sjálfstjórnar og hvernig hún tengist þroskaframvindu barna og ungmenna, sérstaklega aðlögun að grunnskóla og æskilegum þroska ungmenna. Show Urður Njarðvík Urður Njarðvík: Klínísk barnasálfræði, einkum mótþróaþrjóskuröskun, ADHD og kvillar á einhverfurófi. Rannsóknir Urðar beinast m.a. að tilfinningastjórnun barna og tengslum hennar við þróun hegðunarvanda, mælingum á árangri meðferða við hegðunarvanda barna og samslætti hegðunarraskana, kvíða og þunglyndis. Show Vaka Vésteinsdóttir Vaka Vésteinsdóttir: Rannsóknir á sviði spurningakannana og prófa með áherslu á gerð spurningalista og mat á gæðum spurninga, sérstaklega orðalag spurninga, samhengisáhrif og mælivillur, til dæmis jáhneigð og félagslega æskileg svör í persónuleika- og viðhorfsmælingum. Show Zuilma Gabríela Sigurðardóttir Zuilma Gabríela Sigurðardóttir: Atferlisgreining og atferlismeðferð, rannsóknir á áreitisjöfnun (stimulus equivalence) eins og þau tengjast máltöku, yfirfærsla og alhæfing náms, beiting gagnreyndra aðferða í skólum til lausnar á hegðunar- og námsvanda, öryggi barna í innkaupakerrum, öryggi á vinnustöðum og fyrirbyggjandi aðgerðir sem felast í hegðun fólks á víðu vettvangi. Tengt efni Styrkir og sjóðir við HÍ facebooklinkedintwitter