Hjá tölvuþjónustu Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands má leita upplýsinga um úrlausnir á tölvutengdum vandamálum.
Staðsetning: Háskólatorgi, 2. hæð
Sími: 525-4222
Hafðu samband: https://thjonusta.hi.is/
Vefur: https://www.hi.is/haskolinn/upplysingataeknisvid
Vinsamlegast hringdu í síma 525 4222 eða notaðu netspjallið ef þú þarft aðstoð við tölvutengd vandamál. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir á thjonusta.hi.is/
Upplýsingatæknisvið hjálpar meðal annars til við:
- Notendanöfn og lykilorð nemenda.
- Tengingu við þráðlaust net - eduroam.
- Tölvupóst.
- Upplýsingar um prentun.
- Hugbúnað.
Þjónustumiðjan hefur að geyma yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði og leiðbeiningar um hvernig hægt er að nýta sér þá þjónustu auk úrlausna á algengum vandamálum.
Nemendum er bent á að Þjónustuborðið á Háskólatorgi sér meðal annars um:
- Sölu á prentkvóta.
- Úthlutun á veflyklum.
- Afhendingu stúdentakorta.