Almenn próf eru samkvæmt reglum háskólans haldin 25. nóvember til 09. desember og 22. apríl til 08. maí. Sjúkra- og endurtökupróf v/ haustmisseris 2024 Upphafs- og lokadagsetningar próftímabila geta verið breytilegar, sjá nánar í kennslualmanaki. Sjúkrapróf og endurtökupróf eru haldin í kjölfar almennra próftímabila í desember og maí samkvæmt nánari ákvörðun prófstjóra. Prófaskrifstofa kennslusviðs er á 3. hæð í Setbergi, húsi kennslunnar, sími 525-5278, netfang profstjori [hjá] hi.is. Próftöflur Athugið: Skráðir nemendur og kennarar námskeiða geta birt sína persónulegu próftöflu í Uglu með því að smella Próftaflan mín undir flýtileiðum eða á Uglan mín → Námskeiðin mín → Próftaflan mín. Háskólabyggingar og kort af háskólasvæðinu Rafræn próf Rafræna prófakerfið Inspera hefur verið tekið í notkun við HÍ. Inspera er sérhæft prófa- og matskerfi sem auðveldar mjög framkvæmd og úrvinnslu prófa sem tekin eru á tölvu. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um rafrænt prófhald má finna í Uglu, á síðunni Rafræn próf – Inspera og undirsíðum hennar. Verkefnisstjórar rafrænna prófa eru Guðmundur Hafsteinn Viðarsson, s. 525-4312, Matthías Sigurður Magnússon, s. 525-4341 og Ólafur Freyr Hjálmsson, sími 525-5227. Fjarpróf English version Nemendur við HÍ geta sótt um að þreyta próf sín á öðrum stað en innan skólans, t.d. vegna dvalar erlendis, og verða þá sjálfir að útvega próftökustað og umsjónaraðila. Próftökustaður skal vera háskóli eða sendiráð/ræðismaður. Einnig geta nemendur, hvort heldur í stað- eða fjarnámi, sótt um að þreyta próf utan höfuðborgarsvæðisins á prófstöðum sem eru jafnframt símenntunarmiðstöðvar. Um fjarpróf gildir sama og staðpróf: Stúdentum, sem í prófi eru, er óheimilt að aðstoða aðra prófmenn við prófúrlausn eða leita aðstoðar annarra. Skrásettum stúdent, sem ekki er í prófi, er einnig óheimilt að veita slíka aðstoð. Prófmönnum er óheimilt að tala saman og þeir mega ekki hafa aðrar bækur, gögn eða tæki með sér en þau, sem kennari heimilar nema sérstaklega sé kveðið á um annað í reglum deilda. Próftökugjald vegna fjarprófs er kr. 3.000 sé prófið tekið á Íslandi en kr. 5.000 ef prófað er erlendis. Þreyti nemandi fleiri en eitt fjarpróf innan sama próftímabils greiðist fullt gjald fyrir fyrsta prófið en hálft gjald fyrir þau sem á eftir koma. Vinsamlegast athugið að ef kostnaður myndast á próftökustað þá fellur hann á viðkomandi nemanda. Athugið: Próftökugjald fellur niður sé umsækjandi í skipulögðu fjarnámi á vegum HÍ. Allir umsækjendur um fjarpróf, bæði stað- og fjarnemar, þurfa að fylla út Umsókn um breytingu á prófstað. Nemendur HÍ, sem óska eftir að taka próf erlendis eða við símenntunarstöð, þurfa að auki að fylla út Umsókn um fjarpróf. Nánari upplýsingar eru á umsóknareyðublöðunum og eru að auki veittar hjá Miðstöð fjarprófa. Verkefnisstjóri er Þorgeir Freyr Sveinsson, sími 525-5910, netfang fjarprof [hjá] hi.is. Símenntunarmiðstöðvar og prófstaðir utan höfuðborgarsvæðisins. Prófreglur Í prófum gilda ákveðnar reglur um samskipti, skilríki, hjálpargögn o.fl. Eftirfarandi texti er prentaður innan á titilsíður prófbóka, nemendum til ábendingar: ATHUGIÐ! Inspera-prófnúmerið er breytilegt á milli prófa og birtist efst til vinstri eftir að próf er opnað. Öll notkun snjall- og samskiptatækja er óheimil á prófstað. Gætið þess að slökkva á þeim (eða setja á „flugvélarstillingu“) þar sem þau geta verið frek á bandbreidd þráðlausra senda. Samskipti við aðra próftaka eða aðila utan prófstaðar eru óheimil á próftíma. Merkið öll svarblöð með Inspera-prófnúmeri eða nafni og kennitölu ef prófverkefni er ekki í Inspera. Biðjið um fleiri svarblöð ef þarf. Óheimilt er að fjarlægja nokkurn hluta prófgagna úr prófstofu. Nemendum er óheimilt að yfirgefa prófstofu fyrsta þriðjung próftíma. Brot á ofangreindu varða brottvísun úr prófi eða úr námskeiði eftir atvikum, svo og viðurlögum samkvæmt gildandi lögum og reglum fyrir Háskóla Íslands. Frekari ákvæði um próf er að finna í reglum fyrir Háskóla Íslands. Þar er t.d. fjallað um framkvæmd prófa og prófreglur í 58. grein: „Prófstjóri Háskólans annast undirbúning og stjórn prófa í samráði við stjórnsýslu fræðasviða og deildir. Stúdentum, sem í prófi eru, er óheimilt að aðstoða aðra prófmenn við prófúrlausn eða leita aðstoðar annarra. Skrásettum stúdent, sem ekki er í prófi, er einnig óheimilt að veita slíka aðstoð. Prófmönnum er óheimilt að tala saman og þeir mega ekki hafa aðrar bækur, gögn eða tæki með sér en þau, sem kennari heimilar nema sérstaklega sé kveðið á um annað í reglum deilda. Sama gildir um aðra verkefnavinnu stúdenta nema kennari ákveði annað. Brot gegn ákvæðum þessum og öðrum prófreglum, sem háskólaráð setur, varða vísun úr prófi og eftir atvikum viðurlögum, samkvæmt 19. gr. laga um opinbera háskóla. Skriflegar prófúrlausnir skulu merktar prófnúmerum og einkunnir birtar undir sömu auðkennum, en deild getur sett reglur um undanþágu frá þessu meginákvæði. Heimilt er einnig að birta einkunnir undir sérstökum nemendanúmerum sem nemendaskrá úthlutar hverjum stúdent. Háskólaráð setur nánari reglur um prófvörslu og framkvæmd prófa.“ Próftímabil Almenn próf eru haldin í allt að tólf daga á tímabilinu 23. nóvember til 13. desember og á tímabilinu 15. apríl til 12. maí. Sjúkrapróf og endurtökupróf eru haldin í allt að sjö daga í kjölfar almennra próftímabila í desember og maí samkvæmt nánari ákvörðun prófstjóra. Í undantekningartilvikum er deildum heimilt, með samþykki prófstjóra og samþykki stjórnar viðkomandi fræðasviðs, að ákveða að sjúkra- og endurtökupróf einstakra námskeiða á haustmisseri fari ekki fram í kjölfar almenns próftímabils haustmisseris heldur í kjölfar almenns próftímabils á vormisseri. Ákvörðun um það liggi fyrir við upphaf kennslu á haustmisseri. Athugið að ofangreindar dagsetningar gilda ekki vegna prófa í námskeiðum sem kennd eru í lotum. Sjá nánar reglur um fyrirkomulag prófa og endurtöku prófa. Veikindi í prófum Ef þú veikist og getur ekki mætt til prófs þarftu að tilkynna veikindi með tölvupósti til Nemendaskrár, nemskra@hi.is. Þú þarft að senda póstinn frá hi-netfanginu þínu innan þriggja daga frá prófdegi. Í póstinum þarf að koma fram: Númer námskeiðs Heiti námskeiðs Nafn þitt Kennitala þín Hið sama gildir ef barn nemanda veikist. Ekki þarf að skila læknisvottorði. Ef þú vilt taka sjúkrapróf skráir þú þig í prófið í Uglu með því að smella á bláa borðann sem birtist efst á síðunni 1-2 dögum eftir að þú tilkynntir veikindi. Vegna hlutaprófa geta deildir farið fram á að læknisvottorði sé skilað og er þeim skilað til skrifstofu deildar eða viðkomandi kennara. Tilhögun prófa Kennsla og próf eru á vegum deilda. Kennarar standa fyrir prófum en hver deild ræður tilhögun prófa hjá sér í samræmi við lög og reglur Háskólans. Próftími í skriflegum prófum er venjulega þrjár klukkustundir. Prófstjóri annast undirbúning og stjórn almennra prófa, í samráði við stjórnsýslu fræðasviða og deilda. Prófstaðir og birting próftöflu Próftafla haustmisseris er birt í lok september og próftafla vormisseris í lok janúar. Próftafla fyrir sjúkrapróf í kjölfar almennra próftímabila í desember og maí er birt eins fljótt og kostur er, eða um leið og skráningar liggja fyrir. Upplýsingar um prófstaði á próftímabilum koma fram á sérstökum síðum sem vísað er á ofar á þessari síðu. Stúdentum er skipað í tiltekin sæti í prófstofum eftir númerum sem hver og einn getur birt á innri vefnum, Uglu, daginn fyrir próf. Einnig eru prófsæti auglýst sérstaklega á nafnalista fyrir hvert próf sama dag og próf fer fram. Framvísa þarf persónuskilríkjum með mynd á prófstað. Kort af háskólasvæði HÍ. Úrsagnir úr prófum Úrsögn úr námskeiði/prófi skal vera rafræn eða skrifleg og hafa borist Nemendaskrá háskólans eigi síðar en 15. september vegna prófa á haustmisseri, 1. febrúar vegna prófa á vormisseri og eigi síðar en einum sólarhring eftir birtingu próftöflu sjúkraprófa í kjölfar almennra próftímabila í desember og maí. Í námskeiðum sem kennd eru tiltekinn hluta misseris (námskeið kennd í lotum) getur þó gilt sérstakur frestur til úrsagnar úr prófi og skal fresturinn þá koma fram í upplýsingum um viðkomandi námskeið í kennsluskrá. Nemendur geta sagt sig úr prófi á vefsvæði sínu í Uglu. Nánari upplýsingar um próf Nánari upplýsingar um próf, skráningu úr prófum, sjúkrapróf, endurtöku prófa og fleira varðandi próf við HÍ er að finna í kennsluskrá og í Uglunni - innri vef HÍ. Prófaskrifstofa og Miðstöð fjarprófa Prófaskrifstofa kennslusviðs er á 3. hæð í Setbergi, húsi kennslunnar, sími 525-5278. Prófstjóri er Sigurður Ingi Árnason, sími 525-5278. Netfang prófstjóra og prófaskrifstofu er profstjori [hjá] hi.is. Verkefnisstjóri rafrænna prófa: Guðmundur Hafsteinn Viðarsson, sími 525-4312, netfang: ghv [hjá] hi.is Verkefnisstjóri (rafræn próf o.fl.): Matthías Sigurður Magnússon, sími 525-4341, netfang: mattim [hjá] hi.is Verkefnisstjóri (rafræn próf o.fl.): Ólafur Freyr Hjálmsson, sími 525-5227, netfang: ofh [hjá] hi.is Miðstöð fjarprófa er sömuleiðis á 3. hæð í Setbergi. Verkefnisstjóri er Þorgeir Freyr Sveinsson, sími 525-5910, netfang fjarprof [hjá] hi.is. Símenntunarmiðstöðvar og prófstaðir utan höfuðborgarsvæðisins facebooklinkedintwitter