Skip to main content

Rannsóknir á Menntavísindasviði

Rannsóknir á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á Menntavísindasviði eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntunar, uppeldis og þjálfunar í þeim tilgangi að skapa nýja þekkingu íslensku samfélagi til hagsbóta.

Viðfangsefni menntavísinda ná yfir breitt svið sem varðar menntun fólks á öllum aldri. Við sviðið starfa fræðimenn með fjölbreyttan bakgrunn og rannsóknarviðfangsefni hafa því mikla skörun við önnur fræðasvið. Markmiðið er að efla rannsóknir og leitast við að tryggja að skipulag og þróun íslenskra fræðslu- og menntamála geti verið byggð á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma. Þá er mikilvægt að gera íslenskum fræðimönnum kleift að leggja sitt af mörkum í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi.

Finndu fræðimann

Rannsóknarverkefni

Rík áhersla er lögð á rannsóknir og nýsköpun á Menntavísindasviði. Fræðimenn sviðsins eru í öflugu rannsóknarsamstarfi við innlenda og erlenda aðila. Niðurstöður starfsmanna birtast bæði í íslenskum og alþjóðlega viðurkenndum tímaritum. Leiðbeining nemenda við rannsóknarverkefni er enn fremur snar þáttur í starfi starfsmanna.

Í grunnnámi eru kennd vinnubrögð sem notuð eru í rannsóknum og búa nemendur undir frekara nám. Í meistaranámi vinna nemendur rannsóknarverkefni undir handleiðslu leiðbeinanda. Doktorsnám felur í sér yfirgripsmikið rannsóknarverkefni sem leiðir til nýrrar þekkingar og nýsköpunar.

Hvað eru fræðimenn okkar að fást við?

Viðamiklar langtímarannsóknir

Hvaða þjónusta er í boði?

Fræðimönnum á Menntavísindasviði stendur til boða ýmis þjónusta varðandi rannsóknir bæði á vegum Menntavísindastofnunar og Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Starfsmenn geta fengið aðstoð við undirbúning umsókna í innlenda og erlenda rannsóknarsjóði og við gerð milli- og lokauppgjörs rannsóknaverkefna eftir þörfum.

Rannsóknarstofur

Við Menntavísindasvið er starfrækt á þriðja tug rannsóknastofa. Markmið þeirra er að auka og efla rannsóknir hver á sínu fræðasviði, m.a. með því að auka samvinnu rannsakenda, ekki síst þverfaglega og alþjóðlega og miðla þekkingu út í samfélagið.

Tengt efni