Á Menntavísindasviði eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntunar, uppeldis og þjálfunar í þeim tilgangi að skapa nýja þekkingu íslensku samfélagi til hagsbóta. Viðfangsefni menntavísinda ná yfir breitt svið sem varðar menntun fólks á öllum aldri. Við sviðið starfa fræðimenn með fjölbreyttan bakgrunn og rannsóknarviðfangsefni hafa því mikla skörun við önnur fræðasvið. Markmiðið er að efla rannsóknir og leitast við að tryggja að skipulag og þróun íslenskra fræðslu- og menntamála geti verið byggð á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma. Þá er mikilvægt að gera íslenskum fræðimönnum kleift að leggja sitt af mörkum í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi. Finndu fræðimann Rannsóknarverkefni Rík áhersla er lögð á rannsóknir og nýsköpun á Menntavísindasviði. Fræðimenn sviðsins eru í öflugu rannsóknarsamstarfi við innlenda og erlenda aðila. Niðurstöður starfsmanna birtast bæði í íslenskum og alþjóðlega viðurkenndum tímaritum. Leiðbeining nemenda við rannsóknarverkefni er enn fremur snar þáttur í starfi starfsmanna. Í grunnnámi eru kennd vinnubrögð sem notuð eru í rannsóknum og búa nemendur undir frekara nám. Í meistaranámi vinna nemendur rannsóknarverkefni undir handleiðslu leiðbeinanda. Doktorsnám felur í sér yfirgripsmikið rannsóknarverkefni sem leiðir til nýrrar þekkingar og nýsköpunar. Hvað eru fræðimenn okkar að fást við? Meistaraverkefni Öll lokaverkefni brautskráðra nemenda Háskóla Íslands má nálgast í Skemmunni. Doktorsverkefni Sjá nánar: Doktorsnám Alþjóðleg verkefni Menntavísindasvið tekur þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum ár hvert. Á vef Menntavísindastofnunar má sjá yfirlit yfir helstu rannsóknarverkefni sviðsins. Viðamiklar langtímarannsóknir Heilsuhegðun ungra Íslendinga HBSC og ESPAD (heilsa og lífskjör ungmenna) Hvaða þjónusta er í boði? Fræðimönnum á Menntavísindasviði stendur til boða ýmis þjónusta varðandi rannsóknir bæði á vegum Menntavísindastofnunar og Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Starfsmenn geta fengið aðstoð við undirbúning umsókna í innlenda og erlenda rannsóknarsjóði og við gerð milli- og lokauppgjörs rannsóknaverkefna eftir þörfum. Menntavísindastofnun Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun sem starfrækt er við sviðið og hefur hún það hlutverk að efla rannsóknir á sviðinu. Stofnunin veitir aðstoð við gerð umsókna í rannsóknasjóði, innlenda og erlenda samkeppnissjóði og annarra fjármögnunarleiða. Fjölmargar rannsóknarstofur heyra undir stofnunina. Forstöðumaður Menntavísindastofnunar er Kristín Erla Harðardóttir, rannsóknarstjóri Menntavísindasviðs. Vísindanefnd Vísindanefnd hefur með höndum þróun rannsókna á sviðinu, framkvæmd aðgerðaáætlunar sem fylgir nýrri stefnu um rannsóknir. Eitt af meginhlutverkum nefndarinnar er að ýta undir öflugar rannsóknir sem standast alþjóðleg viðmið. Stefna um rannsóknir Menntavísindasvið Háskóla Íslands einsetur sér að efla rannsóknir og þekkingu sem nýtist íslensku samfélagi og gerir íslenskum fræðimönnum kleift að leggja sitt af mörkum í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi. Viðfangsefni menntavísinda ná yfir breitt svið sem varðar menntun fólks á öllum aldri. Á Menntavísindasviði starfa fræðimenn með fjölbreyttan bakgrunn og rannsóknarviðfangsefni hafa mikla skörun við önnur fræðasvið. Þetta er einn af styrkleikum sviðsins og býður upp á þverfaglegt samstarf í rannsóknum þar sem þekking og bakgrunnur rannsakenda nýtist vel. Rannsóknarstofur Við Menntavísindasvið er starfrækt á þriðja tug rannsóknastofa. Markmið þeirra er að auka og efla rannsóknir hver á sínu fræðasviði, m.a. með því að auka samvinnu rannsakenda, ekki síst þverfaglega og alþjóðlega og miðla þekkingu út í samfélagið. Tilgangur og hlutverk Aðalmarkmið rannsóknarstofa er að auka og efla rannsóknir á sínu sviði með því að: Eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum á sviðinu. Vera samstarfsvettvangur fræðimanna á sviðinu og við fræðimenn annarra sviða. Hafa samstarf og tengsl við þá aðila sem móta stefnu og sjá um framkvæmdir á sviðinu í samfélaginu. Hafa samstarf við erlenda aðila um rannsóknir. Veita nemum í rannsóknartengdu framhaldsnámi þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum með því að gefa þeim kost á að vinna rannsóknir og námsverkefni á vegum rannsóknarstofunnar. Stuðla að því að yfirsýn fáist yfir rannsóknir á umræddu sviði, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna meðal annars með útgáfu fræðigreina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi. Veita ráðgjöf og aðra þjónustu á sínu sviði eftir því sem aðstæður leyfa. Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands undirrituðu þann 1. júní 2021 samning um stofnun Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar (e. Research Center for Education and Mindset) sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið HÍ og við starfsstöð Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Setrið mun standa að rannsóknum á sviði menntunar með áherslu á menntun, færni og hugarfar í þeim tilgangi að skapa nýja þekkingu íslensku samfélagi til hagsbóta. Sérstök áhersla er á að efla samstarf við atvinnulíf, sveitarfélög og skóla á landsbyggðinni. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu rannsóknarsetursins. Stjórn setursins skipa: Helgi Rúnar Óskarsson, formaður og fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Hermundur Sigmundsson, prófessor Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Kristín Jónsdóttir, dósent og forseti Deildar kennslu- og menntunarfræði Svava Hjaltalín er verkefnastjóri setursins. Netfang sv@hi.is. Netfang rannsóknarseturs: menntunhugarfar@hi.is Tengt efni Menntavísindastofnun Myndbönd um rannsóknir facebooklinkedintwitter