12. október 2015
Samstarfssamningur Endurmenntunar og MVS
Menntavísindasvið HÍ og Endurmenntun HÍ hafa gert með sér samstarfssamning um sameiginleg starfsþróunarnámskeið.
Um er að ræða samning um óeiningarbær starfsþróunarnámskeið fyrir starfsfólk í uppeldis- og menntunarstörfum. Markmið samningsins er að auka framboð námskeiða og gera það sýnilegra.
Í samstarfinu felst að báðir samningsaðilar fari yfir tillögur að námskeiðum út frá niðurstöðum þarfagreininga og ábendinga frá tengiliðum fagfélaga og tryggi þannig fjölbreytt framboð námskeiða sem mætir þörfum fagfólks á þessu sviði.