Skip to main content

Næringarfræði

Næringarfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Næringarfræði

BS – 180 einingar

Næringarfræði er vísindagrein sem kannar áhrif næringar á líkamlegt og andlegt heilbrigði mannsins á öllum æviskeiðum og við ólíkar aðstæður. Nemendur kynnast hlutverki og hollustu næringarefna og áhrifum þeirra á líkamann.

Skipulag náms

X

Frumulíffræði (MON204G)

Fyrirlestrar (46F): Inngangur; þróun lífsins; frumuhimnan: lífefnafræði og frumulíffræði; kjarninn: gen og genastjórn, litni, bygging kjarnans, kjarnahjúpur; frymisnet og Golgi líffæri; bólur og blöðrur; lýsósóm, peroxisóm og hvatberar; stoðkerfi og hreyfiprótein; boðferlar; frumuskipting; frumutengi og millifrumuefni (frumulíffræði og lífefnafræði); boðskipti (inngangur); þroskun og sérhæfing; upptaka og vinnsla næringarefna í frumur. Verklegar æfingar þar sem kynnt verður einangrun frumna; frumuræktun og smásjárskoðun. Umræðutímar, þar sem nemendur kynna vísindagrein er tengist næringarfræði og skila stuttri ritgerð.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Thelma Rut Grímsdóttir
Vignir Snær Stefánsson
Birna Þórisdóttir
Adda Bjarnadóttir
Telma Björg Kristinsdóttir
Thelma Rut Grímsdóttir
MS í klínískri næringarfræði

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mat og næringu auk þess sem mér finnst áhugavert að vita hvernig líkaminn starfar, þess vegna fannst mér næringarfræðin alveg tilvalin fyrir mig. Ég sé mörg tækifæri í næringarfræðinni í framtíðinni, meðal annars vegna þess að það er aukin vitundarvakning í samfélaginu um mikilvægi góðrar næringar.

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík
Sími: 525 4999
Tölvupóstur: mn@hi.is

Opnunartímar:
Mánudaga = lokað
Þriðjudaga – fimmtudags = opið 9 – 15
Föstudagar = opið 9 -12

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.