Langar þig að upplifa siglingar, kanna strendur og læra um arfleifð sjóferða? Á námskeiðinu ræður samfélag staðarins tilhögun námsins og við beitum reynslunámi þar sem nemendur upplifa „siglingar, strönd og arfleifð sjóferða“. Í staðartengdri útimenntun er unnið með námsferli sem grundvallað er á upplifun af sögum sem eiga rætur að rekja til ákveðins staðar; einstökum sögulegum staðreyndum, umhverfi, menningu, efnahag, bókmenntum og listum staðarins. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi staðinn með öllum sínum skynfærunum og öðlist þannig tengsl við staðinn sem verða grunnur að þekkingarleit. Með því að tengjast staðnum og bregðast við honum þroska nemendur með sér dýpri skilning á einkennum staðarins, virðingu og vitund um hann. Gengið verður og siglt um undraheim staðarins, inn í fornar og nýjar sögur hans og nemendur velta fyrir sér framtíð staðarins. Með þennan nýja skilning og viðmið að leiðarljósi munu nemendur kanna með fjölbreyttum hætti ýmis alþjóðleg vandamál, rétt umhverfisins, sjálfbærni og félagslegt réttlæti staðarins? Nemendur eru hvattir til að beina sjónum sínum að samfélagi, sögum, menningu og hagsmunahópum og munu ýmsir sérfróðir aðilar taka þátt í kennslu á námskeiðinu ásamt kennurum. Nemendur upplifa staðartengda uppeldisfræði (e. pedagogy of place) bæði úti og inni að eigin raun og geta með því beitt henni í lífi og starfi. Nánari upplýsingar um dagsetningar og tíma í kennsluskrá HÍ: TÓS001M Staðartengd útimenntun Umsagnir þátttakenda Umsagnir þátttakenda „Skemmtilegt námskeið sem fær mann til að hugsa um staðinn á nýjan hátt“ „Mjög tilfinningaríkt var að hlusta á hvað stóð upp úr hjá einstaklingum í hópnum. Þetta var frábært og ótrúlegt hvaða áhrif það hafði á mig að þurfa að kveðja hópinn. Þetta var besta námskeið sem ég hef farið á. Takk fyrir mig“ „Stórkostlegt, ögrandi á góðan hátt og vel skipulegt“ „Ný reynsla. Dagarnir flugu áfram. Lærði margt“ „Ævintýri – Upplifun – Gleði“ „Að mínu mati var þetta námskeið alveg frábært og mér fannst kennarar nálgast viðfangsefnið vel og leyfa okkur að upplifa, njóta og hugsa án þess að drekkja okkur í fræðigreinum og fyrirlestrum. Þetta er sú kennsluaðferð sem ég tel að þurfi til þess að staðurinn verði útgangspunkturinn en því miður finnst mér HÍ stundum vera að reyna að kenna mismunandi kennsluhætti en kenna svo sjálfir allt í fyrirlestrum, prófum og ritgerðum, þess vegna voru væntingar ekki miklar fyrir þetta námskeið. Það stendur uppúr að hafa fengið að upplifa, njóta og fræðast af kennurum og samnemendum og það er þessi neisti sem við viljum koma áfram til nemenda okkar. Ég hlakka til að fara á framhaldsnámskeiðið“ „Ný reynsla sem ég hefði alls ekki gert sjálf. Er þakklát fyrir að hafa tekið þátt“ Skipulag námsins Skipulag námsins Námskeiðið byggir á virkri þátttök allra. Undirbúningsdagur er í lok júní. Námskeiðið er í sex daga í fyrri hluta ágúst og miðað er við kennslu allan daginn og við erum mjög mikið úti. Námskeiðið fer fram mikið úti. Stefnt er að því að fara á sjó, upplifa fjöru og strandlengju, kynnast nýjum hliðum á Reykjavík og fara í Viðey og Gróttu. Skráning Skráning Nemendur við Háskóla Íslands skrá sig á námskeiðið í Uglu eða með því að senda tölvupóst á Nemendaskrá nemskra[hjá]hi.is. Ef það er fullt á námskeiðið er hægt senda tölvupóst á mvs[hjá]hi.is og skrá sig á biðlista og geta þess hvaða námskeið þeir ætla að skrá sig á. Fagfólk á vettvangi á möguleiki á að taka námskeiðið sem opið námskeið og þar undir Sumarnámskeið eru nánari upplýsingar og umsóknarsíða. Nánari upplýsingar um dagsetningar og tíma í kennsluskrá HÍ og leita að námskeiðinu TÓS001M Staðartengd útimenntun Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu veitir Jakob F. Þorsteinsson jakobf[hjá]hi.is Kennarar Kennarar Jakob Frímann Þorsteinsson, Háskóli Íslands Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir, Háskóli Íslands Mögulegir gestakennari eru Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir, Úlfur Helgi Hróbjartsson og Mark Leather, Plymouth Marjon University í Bretlandi Námskeiðið hefur verið þróað í samstarfi Háskóla Íslands og Outdoor Learning teymisins í Plymouth Marjon University í Bretlandi og er stutt af Siglingaklúbbnum Ými, Vatnasportmiðstöðinni Siglunesi og Sjóminjasafni Reykjavíkur. Verkefni og vettvangur Verkefni og vettvangur Á námskeiðinu vinna þátttakendur fjögur verkefni sem tengjast fagmennsku, lífi og starfi. Verkefnin gera kröfur til nemenda um sjálfstæða vinnubrögð sem felast í lestri, rannsókn, hugsun, ígrundun og ritun. I) Úrvinnsla úr lesefni. Það á að koma vel lesinn í námslotuna í ágúst. Lesefnið er á Canvas. Við munum nýta og ræða lesefnið og því mikilvægt að vera vel inni í efninu. II) Staðartengd útimenntun í verki. Á námskeiðsins leiða nemendur í hópum kennslu fyrir samnemendur. Verkefnið er framkvæmt úti á afmörkuðu svæði þar sem hver hópur sér um að leiða kennslu eða upplifun í 40 mínútur fyrir samnemendum þar sem beitt er aðferðum staðartengdrar menntunar. Eftir framkvæmd skrifar hver hópur stutta skýrslu um sinn dagskrárlið. III) Greinandi úttekt á reynslunni. Hugsaðu um persónulega reynslu þína námskeiðinu og tengsl þín við t.d. siglingar, strönd, strandmenningu, arfleifð sjóferða eða annað sem hefur vakið athygli þína. Verkefninu er ætlað að gefa nemendum tækifæri til þess að skoða á gagnrýnin hátt það ferli og áskoranir sem mætt er í námskeiðinu og skráð hafa verið í dagbók (eða með öðrum hætti) og setja í samhengi við fyrri reynslu og lesefni námskeiðsins. Skoða á gagnrýnin hátt líðan, tilfinningar og hugsanir og setja í merkingarbært samhengi. Tengja skrifin við fyrri reynslu og tjá sig um það á skapandi hátt (skriflega eða í myndformi). IV) Rannsóknarritgerð. Veldu og rannsakaðu eitt þema eða viðfangsefni sem getur t.d. fjallað félagslega og menningarsögulega um Reykjavík (eða annan stað) og tengsl við siglingar, strönd, strandmenningu og arfleifð sjóferða. Rannsókn getur falið t.d. í sér að vinna með gögn frá söfnum, taka viðtal við fólk sem hefur sérstaka innsýn í viðfangsefnið sem er verið að rannsaka eða gera vettvangsathugun. Tengt efni Fleiri myndbönd tengt tómstunda- og félagsmálafræði Siglt til Bessastaða Vettvangsheimsókn í Viðey Siglt til Seltjarnarnes Róið um Fossvog 2020 Staðartengd útimenntun 2020 Staðartengd útimenntun 2020 Staðnæmst í siglingum facebooklinkedintwitter