Lært á göngu - hugsað með fótunum Vettvangur námsins er náttúra Íslands. Unnið er með viðfangsefni eins og forysta, ígrundun, útilíf og sjálfbærni með áherslu á persónulegan- og faglegan þroska. Áhersla er lögð á þverfaglega nálgun og samvinnu nemenda og kennara af ólíkum fræðasviðum. Kjarni námskeiðsins er gönguferð í fjóra daga, líklega um Hengilssvæðið, í annari viku júní. Farið verður út úr bænum, gist í tjöldum og ferðast gangandi um náttúru Íslands - með mat, tjald og vistir á bakinu. Á námskeiðinu er unnið með samskipti og leiðtogahlutverk, tengsla okkar við náttúru og samhengi þess við líf og starf. Unnið er á ígrundandi hátt með skynjun og upplifanir. Auk þess að njóta þess að ferðast um með hæglátum hætti. Kenndir verða og þjálfaðir þættir sem nauðsynlegt er að kunna skil á þegar ferðast er gangandi um óbyggðir. Fjallað verður um hugmyndafræði útilífs og sett í samhengi við samtímann. Nánari upplýsingar um dagsetningar og tíma í kennsluskrá HÍ og leita að námskeiðinu TÓS004M Ævintýri, forysta og ígrundun: Undir berum himni Reynsla af þátttöku í námskeiðinu Reynsla af þátttöku í námskeiðinu Reynsla okkar sem hafa kennt á námskeiðinu undanfarin ár að það hefur skapað farveg fyrir fjölþætta reynslu og oft á tíðum leitt til þekkingarsköpunar og þroska hjá nemendum sem eftir er tekið. Svo virðist sem að umhverfið og þær vinnuaðferðir sem beitt er hafi sterk áhrif og víðtækari en ætla má við fyrstu sýn. Nefna má þætti eins og aukin seigla, glíma við siðferðileg álitamál í reynd, aukið þol fyrir óreiðu og sveigjanleika, að geta tekist á við óvæntar félagslegar eða náttúrulegar aðstæður, sterk hlutdeild í því sem verið er að gera og aukin vitund fyrir náttúrunni og samhengi hennar. Þetta námskeið er í boði fyrir alla nemendur í Háskóla Íslands og undanfarin ár hafa þátttakendur í námskeiðinu komið víða að m.a. úr ferðamálfræði, jarðfræði, líffræði, félagsráðgjöf, uppeldis- og menntunarfræði, tómstunda- og félagsmálafræði og kennslufræði. Skipulag námskeiðs Skipulag námskeiðs Námskeiðið byggir á virkri nemenda og þátttöku. Undirbúningsfundur er síðdegis er um miðjan maí. Sameiginlega dagsferð í lok maí. Ferðalag námskeiðsins er annarri viku júní. Farið er út úr bænum, gist í tjöldum og ferðast gangandi um náttúru Íslands. Nánari dagskrá kynnt á undirbúningsfundi. Efnisgjald er í námskeiðinu auk þess greiða nemendur kostnað vegna tjaldstæðis, matar og ferða. Skyldumæting er í alla þætti námskeiðsins. Nánari upplýsingar um dagsetningar og tíma í kennsluskrá HÍ og leita að námskeiðinu TÓS004M Ævintýri, forysta og ígrundun: Undir berum himni Skráning Skráning Nemendur við Háskóla Íslands skrá sig á námskeiðið í Uglu eða með því að senda tölvupóst á Nemendaskrá nemskra[hjá]hi.is. Ef það er fullt á námskeiðið er hægt senda tölvupóst á mvs[hjá]hi.is og skrá sig á biðlista og geta þess hvaða námskeið þeir ætla að skrá sig á. Fagfólk á vettvangi á möguleiki á að taka námskeiðið sem opið námskeið og þar undir Sumarnámskeið eru nánari upplýsingar og umsóknarsíða. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu veitir Jakob F. Þorsteinsson jakobf[hjá]hi.is Kennarar Kennarar Jakob Frímann Þorsteinsson, Háskóli Íslands Hervör Alma Árnadóttir, Háskóli Íslands Ef þátttaka verður mikil í námskeiðinu koma fleiri kennarar að því. Áður hafa Karen Rut Gísladóttir og Ólafur Páll Jónsson komið að kennslunni. Tengt efni Fleiri myndbönd tengt tómstunda- og félagsmálafræði Innlit í Ferðalög og útilíf 2015 Innsýn í námskeiðið Ferðalög og útilíf Ferðalög og útilíf facebooklinkedintwitter