Laus eru til umsóknar tvö 25% störf lektora í heimilislækningum á fræðasviði heimilislæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.
Laust er til umsóknar 50% starf rannsóknarlektors í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Rannsóknalektorinn mun starfa innan jarðefnafræðihóps Jarðvísindastofnunar og sinna alþjóðlegum rannsóknum, ásamt því að byggja upp og bæta innviði fyrir rannsóknir hópsins. Rannsóknahópurinn leggur áherslu á sérstöðu íslenskrar náttúru og annarra jarðfræðilegra svæða, sem leitt geta til betri skilnings á þeim ferlum sem móta umhverfi okkar og jörðina.
Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við Rannsóknasetur Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit og Hafrannsóknastofnun. Starfið er styrkt af Nordforsk tímabundið til tveggja ára og er hluti af þverfaglegu og alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem nefnist Marine Phycotoxins in the Arctic: An Emerging Climate Change Risk (PHATE). Nýdoktorinn mun sinna rannsóknum á skriflegum heimildum um viðhorf Íslendinga til skelfisks. Hann mun sinna rannsóknum á Íslandi með hliðsjón af rannsóknum á Norðurlöndunum og í samstarfi við aðra þátttakendur í verkefninu. Niðurstöðurnar munu gefa nýja innsýn í menningarlega og samfélagslega þætti sem hafa áhrif á nýtingu sjávarafurða. Fyrra árið mun nýdoktorinn stunda rannsóknir á vegum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit sem felur í sér vinnulotur í Mývatnssveit. Seinna árið mun nýdoktorinn sinna rannsókninni hjá Hafrannsóknastofnun í Hafnarfirði. Auður Aðalsteinsdóttir, rannsóknarlektor í umhverfishugvísindum og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ í Þingeyjarsveit, og Sara Harðardóttir, svifþörungafræðingur á Umhverfissviði Hafrannsóknastofnunar, leiða rannsóknina í samstarfi við innlent samstarfsfólk og erlenda sérfræðinga.
Laust er til umsóknar fullt starf tæknimanns við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Starfið felur í sér að styðja við vettvangsrannsóknir og vinnu á rannsóknastofum, auk þess að aðstoða við fjölbreyttar mælingar og söfnun sýna.
Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði hönnunar- og smíðakennslu við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts 2 í stærðfræði við Raunvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið er tímabundið til eins árs. Hlutverk aðjúnktsins er að stuðla að farsælu upphafi skólagöngu nemenda í grunnnámi með markvissum og viðeigandi stuðningi. Starfsskyldur aðjúnktsins skiptast í 90% kennslu og prófavinnu og 10% í önnur verkefni.
Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema í landfræði eða ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið er tímabundið til tveggja ára.
Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla íslands. Ráðið er í starfið til þriggja ára og tengist það verkefninu Endurnýting skólps með beinni síun í gegnum úrgangs-himnur til notkunar í áveitu sem styrkt er af Marie Sklodowska-Curie Actions (EU-MSCA).
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á styrkjaskrifstofu vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Meginmarkmið vísinda- og nýsköpunarsviðs er að efla rannsóknir við Háskóla Íslands með almennum stuðningi við rannsókna- og vísindastarf skólans. Styrkjaskrifstofa sinnir stuðningi og eftirliti með erlendum rannsóknaverkefnum, m.a. með ráðgjöf og rýni á samningum og fjármálum alþjóðlegra rannsóknarverkefna Háskóla Íslands og veita stuðning við skimun tækifæra og gerð umsókna.
Laust er til umsóknar fullt starf lögfræðings á skrifstofu rektors Háskóla Íslands.Lögfræðingar rektorsskrifstofu starfa að fjölbreyttum verkefnum og í starfi þeirra reynir á flest svið lögfræðinnar, en réttarreglur opinbers réttar eru í forgrunni. Þeir koma fram fyrir hönd Háskóla Íslands við úrlausn stjórnsýslumála og annarra lögfræðilegra viðfangsefna.
Laust er til umsóknar 80% starf doktorsnema við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Ráðið er í starfið til þriggja ára og er það styrkt af Rannís.Verkefnið snýst um aðskilnað CO2 frá fluguefnum með himnum. Markmið þess er að þróa sjálfbært himnukerfi fyrir aðskilnað CO2 frá fluguefnum til að ná háum hreinleika og háum styrk CO2 strauma sem hægt er að samþætta með Carbfix geymslutækni. Doktorsneminn mun vinna náið með vísindamönnum sem starfa hjá fyrirtækinu Carbfix.