Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði tölfræðilegrar (statistical seismology) og tæknilegrar (engineering seismology) jarðskjálftafræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna við rannsóknarverkefnið Forspárkerfi fyrir jarðskjálftavirkni á brotabelti Suðurlands og Reykjaness sem hlotið hefur styrk frá Rannsóknasjóði Rannsóknarmiðstöðvar Íslands til þriggja ára.
Laust er til umsóknar starf doktorsnema í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands til þriggja ára. Í verkefninu eru til rannsóknar áhrif af völdum tímabila kólnunar á nútíma (Holocene) á landvistkerfi íslenska hálendisins. Kaldari tímabil nútíma áttu sér líklega rætur í stjarnfræðilegum ástæðum og truflunum á veltihringrás Atlantshafsins (Atlantic Meridional Overturning Circulation, AMOC). Miðað er við að starf hefjist í september 2025.
Óskað er eftir umsóknum um fullt starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði. Starfið liggur á þverfaglegu sviði sem fjallar um þróun aðferða sem blanda saman hefðbundnum reikniaðferðum við aðferðir sem byggja á skammtafræði til þess að leysa verkefni í fjarkönnun (e. Earth Observation). Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Íslands (RANNIS) og felur í sér nána samvinnu á milli Háskóla Íslands og Jülich Supercomputing Centre (Forschungszentrum Jülich, Germany), sem og við aðrar alþjóðlegar stofnanir og fyrirtæki sem starfa á þessu sviði.
Laust er til umsóknar starf doktorsnema til rannsókna á sameindaferlum og stjórnun umritunar í stofnfrumum úr fósturvísum og frumkímfrumum músa við Háskóla Íslands. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs og verður unnið við Lífvísindasetur (http://lifvisindi.hi.is) innan Læknadeildar Háskóla Íslands. Jafnframt mun neminn vera tengdur við Námsbraut í sameindalífvísindum við Háskóla Íslands. Erna Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild verður leiðbeinandi í þessu verkefni. Heimasíðu rannsóknarhópsins má finna á http://magnuslab.is/. Við námsbrautina er boðið upp á sameiginlegt framhaldsnám á milli rannsóknarstofa við Háskóla Íslands og stofnanir tengdum honum. Aðalmarkmið námsbrautarinnar er að skapa lifandi og þverfaglegt námsumhverfi jafnframt því að efla rannsóknir og nám í sameindalíffræði. Námsbrautin býður upp á tækifæri í rannsóknum og menntun í örvandi umhverfi fyrir nemendur sem vinna að meistara- eða doktorsgráðu.
Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er á sviði eðlisfræði hálfleiðara og rafeindatækni og er styrkt af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs til þriggja ára.
Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er á sviði þéttiefnisrafhlaðna (e. solid-state batteries) og er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði. Þróun fastarafhlaðna sem hægt er að framleiða í stórum stíl er eitt af helstu markmiðum rafhlöðuiðnaðarins á þessari öld og krefst nýstárlegrar grunnrannsóknar.
Háskóli Íslands auglýsir nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö árum (janúar 2019 og síðar) og þar með talin þau sem koma til með að ljúka doktorsprófi fyrir 1. október 2025. Tekið er tillit til veikinda og fæðingarorlofs við mat á tíma að loknu doktorsprófi. Styrkirnir verða veittir til allt að þriggja ára.Sérstök úthlutunarnefnd skipuð af rektor annast mat, forgangsröðun umsókna og úthlutun. Í úthlutunarnefnd situr einn fulltrúi frá hverju fræðasviði, ásamt formanni sem skipaður er af rektor án tilnefningar. Við mat á umsóknum er fyrst og fremst farið eftir greinargerð um rannsóknarverkefnið og ritvirkni umsækjanda, með tilliti til þess tíma sem liðinn er frá doktorsprófi. Við val á milli umsækjenda er litið til jafnvægis á milli fræðasviða eftir því sem unnt er. Fræðasvið Háskóla Íslands eru Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið.
Starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar eru laust til umsóknar. Verkefnið er styrkt af RANNÍS og er til þriggja ára. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og alþjóðlegra rannsóknahópa verkfræðinga og lækna frá bæði Evrópu og Bandaríkjunum.
Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er á sviði þéttiefnisrafhlaðna (e. solid-state batteries) og er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði. Þróun fastarafhlaðna sem hægt er að framleiða í stórum stíl er eitt af helstu markmiðum rafhlöðuiðnaðarins á þessari öld og krefst nýstárlegrar grunnrannsóknar.
Laust er til umsóknar fullt starf yfirlæknis innan bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítala og starf prófessors á fræðasviði húð- og kynsjúkdómalækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Um er að ræða samhliða störf samkvæmt samstarfssamningi stofnanna og verður einn og sami umsækjandinn ráðinn í bæði störfin. Næsti yfirmaður prófessorsins innan Læknadeildar er deildarforseti, en yfirmaður á Landspítala er forstöðulæknir bráða-, lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu.Sérgreinin húð- og kynsjúkdómalækningar stendur á krossgötum tækniframfara og breytinga í birtingamynd húðsjúkdóma. Nauðsynlegt er að þróa sérgreinina áfram í takt við þarfir samfélagsins og halda áfram á vegferð uppbyggingar og tæknivæðingar þjónustunnar. Mikilvægt er að efla læknisfræðilega ráðgjöf húðlækna innan Landspítala og framhaldsnám í húðlækningum og stuðla þannig að kennslu og vísindum innan fræðigreinarinnar. Því er leitað eftir leiðtoga í fræðigreininni sem stuðlar að nýsköpun, brennur fyrir umbótum, gæðaþróun, vísindastarfi og uppbyggingu þjónustu við sjúklinga.Dómnefnd sem skipuð er á grundvelli reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands mun meta hvort umsækjendur uppfylli lágmarksskilyrði til þess gegna stöðu hjá Læknadeild HÍ. Sameiginleg valnefnd Háskóla Íslands og Landspítala, sem starfar á grundvelli reglna nr. 385/2003, mun gera tillögu um það hvaða umsækjandi verður talinn hæfastur til að gegna þessum samhliða störfum, á grundvelli heildarmats á þeim sjónarmiðum sem liggja til grundvallar ráðningu í hvort starf fyrir sig.
Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra nýsköpunarstuðnings á Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands, tímabundið til 18 mánaða. Vísinda- og nýsköpunarsvið sinnir m.a. stuðningi við nýsköpunarstarfi starfsmanna og nemenda, m.a. með ráðgjöf og rekstri stuðningsverkefna. Starfið felur í sér viðburða- og verkefnastjórnun í tengslum við nýsköpunarþjónustu HÍ og samstarf við aðra lykilaðila í þekkingarsamfélaginu.
Starf doktorsnema í umhverfisverkfræði, byggingarverkfræði eða umhverfisvísindum, á sviði sjálfbærra ofanvatnslausna (einnig nefndar náttúrumiðaðar, blágrænar ofanvatnslausnir eða innviðir í borg) er laust til umsóknar. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Rannís.Blágrænir innviðir (BGI) hafa í vaxandi mæli verið innleiddir sem hagkvæmur og umhverfisvænn kostur til að draga úr neikvæðum áhrifum vegna þéttingu byggðar og loftslagsbreytinga. BGI veita fjölhliða þjónustu, eins og að draga úr flóðahættu, hreinsa vatn, kæla niður borgir og minnka losun kolefnis í andrúmsloft. Skilvirkni BGI minnkar þó á veturna vegna frosts, og skorts á líffræðilegri virkni. Rannsóknir síðustu áratuga á vegum Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands hafa sýnt fram á að aðstæður í köldu sjávarloftslagi, svo sem tíð umskipti frosts og þýðutíð, regn á snjó og ósamfelld snjóþekja dragi úr vatnafræðilegri virkni á veturna. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra hjá ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu Íslands. Skrifstofan sinnir akademísku mati á erlendu námi ásamt því að afgreiða umsóknir um leyfisbréf í lögbundnum iðngreinum. Auk þess veitir skrifstofan einstaklingum, háskólum og stofnunum upplýsingar um prófgráður og menntakerfi.