Skip to main content

Laus störf

Doktorsnemi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands: Áhrifatryggð í samfélagslegri nýsköpun

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um doktorsnemastöðu, sem nýtur styrks til 3 ára. Doktorsneminn mun vinna að rannsóknarverkefninu "Maintaining 'Impact Fidelity' Across the Investment Lifecycle", innan seizmic Doctoral Network (SEIZMIC-DN), sem fjármagnað er af Marie Sklodowska-Curie Actions (MSCA) og í samstarfi við Aurora European University Network (Aurora). Auk eigin doktorsverkefnis er gert ráð fyrir að doktorsneminn leggi sitt af mörkum til annarra þátta SEIZMIC-DN (sjá upplýsingar hér að neðan).Rannsóknarverkefni og starfssviðDoktorsverkefnið verður eitt af 15 verkefnum innan doktorsnetsins sem stuðla að því heildarmarkmiði að skilja skölun samfélagslegrar nýsköpunar. Ritgerðin er hluti af þeim vinnupakka SEIZMIC-DN sem snýr að áhrifafjárfestingu (e. Impact investing). Doktorsneminn mun:Taka saman fræðilegt yfirlit (e. literature review) sem greinir hvernig félagsleg fyrirtæki og áhrifafjárfestar mæla áhrifÞróa fræðilegt líkan um hvernig fyrirtæki í samfélagslegri nýsköpun viðhalda áherslum sínum á samfélagsleg áhrif ("áhrifatryggð" eða "social impact fidelity") allan líftíma áhrifafjárfestinga og við hvaða aðstæður þessum áherslum er ógnaðTilgreina aðferðir sem áhrifafjárfestar nota til að framfylgja því að félög sem fjárfest er í viðhaldi tilteknum viðmiðunum um samfélagsleg áhrif meðan á fjárfestingum stendur og eftir að þeim lýkurVæntanlegar niðurstöður fela í sér útgefnar greinar um efnið auk ramma sem lýsir aðferðum sem hafa áhrif á fjárfesta til að viðhalda markmiðum um félagsleg áhrif í gegnum fjárfestingarferlið og gagnagrunnur til að prófa árangur ýmissa aðferða sem notaðar eru til að framfylgja áhrifatryggð.Umsækjandinn mun vinna með öðrum doktorsnemum og leggja sitt af mörkum til viðeigandi afraksturs innan SEIZMIC-DN.Fyrir frekari upplýsingar um þátttakendur í þessu verkefni, vinsamlegast skoðaðu eftirfarandi vefsíður:SEIZMIC-DN: https://www.seizmic.eu/mscaAurora: https://aurora-universities.eu/about/Háskóli Íslands: https://english.hi.is/university/the_universityFélagsvísindasvið: https://english.hi.is/school_of_social_sciencesViðskiptadeild: https://english.hi.is/school_of_businessEinnig geta væntanlegir umsækjendur skráð sig á upplýsingafund á netinu fyrir allar opnar SEIZMIC-DN doktorsstöður: https://copenhagenbusiness.eu.qualtrics.com/jfe/form/SV_0rNDnUcFEjn7seW

Doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands: Gagnsæi og áhrifamælinga í hönnun félagslegra viðskiptalíkana

Námsleið í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um doktorsnemastöðu, sem nýtur styrks til 3 ára. Doktorsneminn mun vinna að rannsóknarverkefninu Transparency and impact measurement in social business model design innan seizmic Doctoral Network (SEIZMIC-DN), sem fjármagnað er af Marie Sklodowska-Curie Actions (MSCA) og í samstarfi við Aurora European University Network (Aurora). Auk eigin doktorsverkefnis mun doktorsneminn leggi sitt af mörkum til annarra þátta SEIZMIC-DN.Rannsóknarverkefni og starfssviðDoktorsverkefnið verður eitt af 15 verkefnum innan doktorsnetsins sem stuðla að því heildarmarkmiði að skilja skölun samfélagslegrar nýsköpunar. Doktorsritgerðin er hluti af SEIZMIC-DN vinnupakka sem snýr að hönnun félagslegra viðskiptalíkana (e. Social Business Model Design). Doktorsneminn mun:Taka saman fræðilegt yfirlit (e. literature review) um áhrifamælingar, möguleika á skölun félagslegra viðskiptalíkana og kenningar um breytingar í félagslegu frumkvöðlastarfi.Safna viðtalsgögnum með djúpviðtölum sem tekin eru við frumkvöðla og hagsmunaaðila úr vistkerfum þeirra og netkerfum.Framkvæma rýnihóparannsókn meðal þeirra sem félagsleg nýsköpun hefur áhrif á. Efla skilningi á því hvernig gagnsæi og áhrifamælingar í hönnun viðskiptalíkana stuðlar að farsælli skölun, hanna ramma sem sýnir hæfniþætti (e. competencies) sem stuðlar að skölun viðskiptalíkanna og draga fram hvernig samþætta má samfélagslegar áhrifamælingar hönnun félagslegra viðskiptalíkana.Væntar niðurstöður eru: (i) Alhliða rammi sem lýsir áhrifum sjálfbærni og vottunarferla á hönnun og skölunarmöguleika félagslegra fyrirtækja. (ii) Greining á áhrifum B Corp vottunar á vöxt félagslegra fyrirtækja og markaðslega stöðu. (iii) Leiðbeiningar til að samþætta gagnsæi og áhrifamælingar við hönnun félagslegra viðskiptalíkana.Umsækjandinn mun vinna með öðrum doktorsnemum og leggja sitt af mörkum til viðeigandi afraksturs innan SEIZMIC-DN. Fyrir frekari upplýsingar um þátttakendur í þessu verkefni, vinsamlegast skoðið eftirfarandi vefsíður: SEIZMIC-DN: https://www.seizmic.eu/mscaAurora: https://aurora-universities.eu/about/Háskóli Íslands: https://english.hi.is/university/the_universityFélagsvísindasvið: https://english.hi.is/school_of_social_sciencesUmhverfis- og auðlindafræði: https://www.hi.is/framhaldsnam/umhverfis_og_audlindafraediViðskiptadeild: https://english.hi.is/school_of_businessEinnig geta væntanlegir umsækjendur skráð sig á upplýsingafund á netinu fyrir allar opnar SEIZMIC-DN doktorsstöður: https://copenhagenbusiness.eu.qualtrics.com/jfe/form/SV_0rNDnUcFEjn7seW

Doktorsnemi við Deild faggreinakennslu við Háskóla Íslands: Endurgjöf og leiðsögn sem eflir samfélagslega nýsköpun

Deild Faggreinakennslu við Háskóla Íslands auglýsir eftir umsóknum um doktorsnemastöðu, sem nýtur styrks til 3 ára. Doktorsneminn mun vinna að rannsóknarverkefninu "Endurgjöf og leiðsögn í samfélagslegri nýsköpunarmenntun", innan SEISMIC Doctoral Network (SEIZMIC-DN), sem fjármagnað er af Marie Sklodowska-Curie Actions (MSCA) og í samstarfi við Aurora European University Network (Aurora). Auk eigin doktorsverkefnis mun doktorsneminn leggja sitt af mörkum til annarra þátta SEIZMIC-DN.Rannsóknarverkefni og starfssviðDoktorsverkefnið verður eitt af 15 verkefnum innan doktorsnetsins sem stuðla að því heildarmarkmiði að skilja betur skölun samfélagslegrar nýsköpunar. Doktorsverkefnið er hluti af þeim vinnupakka SEIZMIC-DN sem snýr að menntun og hæfni (e. Education and competencies). Doktorsneminn mun:Vinna fræðilegt yfirlit (e. literature review) um endugjöf og leiðsögn í námi og á starfsvettvangi þar sem sjónum er sérstaklega beint að nýsköpun og þróun hæfni á sviði samfélagslegrar nýsköpunar. Skoða hlutverk endurgjafar á vegferðinni sem snýst um að ná hæfni í samfélagslegri nýsköpun í háskólum og ýmsum starfsvettvangi. Bæði verða nýttar megindlegar kannanir og eigindleg einstaklings- og hópviðtöl við nemendur og akademíska kennara.Þróa líkan um endurgjöf og leiðsögn til að efla hæfni í samfélagslegri nýsköpun, hæfni sem nýtist bæði í akademísku samhengi og á starfsvettvangi.Umsækjandinn mun vinna með öðrum doktorsnemum og leggja sitt af mörkum til viðeigandi afraksturs innan SEIZMIC-DN.Fyrir frekari upplýsingar um þátttakendur í þessu verkefni, vinsamlegast skoðið eftirfarandi vefsíður:SEIZMIC-DN: https://www.seizmic.eu/mscaAurora: https://aurora-universities.eu/about/Háskóli Íslands: https://english.hi.is/university/the_universityMenntavísindasvið: https://www.hi.is/menntavisindasvid Deild Faggreinakennslu: https://www.hi.is/deild_faggreinakennslu Einnig geta væntanlegir umsækjendur skráð sig á upplýsingafund á netinu fyrir allar opnar SEIZMIC-DN doktorsstöður: https://copenhagenbusiness.eu.qualtrics.com/jfe/form/SV_0rNDnUcFEjn7seW

Umsjónarmaður rannsóknarstofa í jarðefnafræði

Til umsóknar er starf umsjónarmanns/tæknimanns á rannsóknarstofu í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Um er að ræða fullt starf og ótímabundna ráðningu með 6 mánaða reynslutíma. 

Umsjónamaður fasteigna við framkvæmda- og tæknisvið Háskóla Íslands

Umsjón fasteigna, framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands óskar eftir að ráða umsjónarmann fasteigna í fullt starf. Starfið fellur undir deildarstjóra umsjónar fasteigna Háskóla Íslands. Umsjón fasteigna sér um daglegan rekstur bygginga Háskóla Íslands og er meðal annars unnið um kvöld og helgar.