Laust er til umsóknar starf lektors í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni starfsins eru kennsla og rannsóknir í tómstunda- og félagsmálafræði. Lektorinn mun jafnframt taka þátt í stjórnun og þróun náms og kennslu í samvinnu við annað starfsfólk deildarinnar. Lögð er áhersla á að lektorinn hafi þekkingu og reynslu á sviði tómstunda- og félagsmálafræði með áherslu á útimenntun og menntandi starf á vettvangi útivistar.
Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði stærðfræðimenntunar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni lektorsins verða kennsla og rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar, í kennaramenntun fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla ásamt kennslu á starfsþróunarnámskeiðum
Laust er til umsóknar starf lektors í starfstengdri siðfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni starfsins eru kennsla og rannsóknir í starfstengdri siðfræði við Deild menntunar og margbreytileika. Lögð er áhersla á að lektorinn hafi þekkingu á siðferðilegum viðfangsefnum í starfi þroskaþjálfa og uppeldis- og menntunarfræðinga. Að auki tekur lektorinn þátt í kennslu annarra starfstétta sviðsins eftir atvikum, svo sem kennara, þjálfara, tómstundafræðinga og skólastjórnenda. Meðal viðfangsefna í kennslu og rannsóknum verða siðfræði þroskaþjálfa, siðfræði í uppeldi og menntun og siðfræði rannsókna.
Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í gagnavísindum við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans (sjá vefsíðu stærðfræðistofu).Gagnavísinda- og gervigreindarsetur Háskóla Íslands verður tengslagátt rannsakenda HÍ með snertifleti við gagnavísindi og gervigreind. Setrið mun efla þverfræðilegt samstarf bæði innan HÍ og við atvinnulífið með því að:Halda úti upplýsingasíðu yfir rannsakendur setursins þar sem sérþekking þeirra tengd gagnavísindum eða gervigreind kemur fram.Hafa aðgengilega samskiptafleti, þar sem aðilar, innan og utan HÍ, geta lýst úrlausnarverkefnum sem þeir óska eftir samstarfi eða ráðgjöf við.Halda úti reglulegum málstofum, fræðslufundum og vinnuhópum um gagnavísindi og gervigreind, ætlaðar almenningi, framhaldsnemum eða vísindafólki.
Laus eru til umsóknar tvö störf lektora í félagsráðgjöf. Leitað er eftir einstaklingum með starfsreynslu af mismunandi sviðum velferðarmála þar á meðal úr félags-, heilbrigðis- og menntakerfi og sem hafa áhuga á að helga sig akademísku starfi, framþróun rannsókna og rannsóknaraðferða á sviði félagsráðgjafar.
Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði fjármunaréttar við Lagadeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að helga sig kennslu, fræðastörfum og framþróun Lagadeildar.
Laust er til umsóknar fullt starf teymisstjóra launavinnslu á mannauðssviði Háskóla Íslands. Teymið ber ábyrgð á launavinnslu starfsfólks Háskóla Íslands. Í starfinu felst náið samstarf við stjórnendur Háskóla Íslands. Teymið veitir ráðgjöf, upplýsingar og þjónustu til starfsfólks og stjórnenda um laun og önnur kjarasamningbundin réttindi, auk þess að annast samskipti við ytri hagsmunaaðila sem málaflokknum tengjast, s.s. fjársýslu ríkisins, lífeyrissjóði og aðrar stofnanir.
Laust er til umsóknar fullt starf forstöðumanns Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands. Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun innan Háskóla Íslands. Stofnunin leiðir uppbyggingu rannsóknarinnviða í menntavísindum og er samstarfsvettvangur rannsókna á Menntavísindasviði. Menntavísindastofnun veitir stuðning við rannsakendur og doktorsnema, eflir alþjóðlegt samstarf og sinnir fræðilegri útgáfu. Stofnunin sinnir jafnframt verkefnum innan háskólans sem utan t.d. með því að framkvæma rannsóknir og úttektir fyrir stjórnvöld og aðra hagaðila. Forstöðumaður stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á daglegum rekstri hennar, aflar henni verkefna og tekna, annast áætlanagerð, fjármál og starfsmannamál og sér um framkvæmd á þeim málum sem stjórn Menntavísindasviðs felur honum. Forstöðumaður ber ábyrgð á þeim rannsóknarverkefnum sem stofnunin hýsir og er ábyrgur fyrir fagmennsku, framgangi þeirra og skilum.Í boði er mjög áhugavert og krefjandi starf fyrir öfluga manneskju sem vill taka þátt í að leiða stofnunina á komandi árum.
Óskað er eftir umsóknum um tvö doktorsnemastörf í fullu starfi í rafmagns- og tölvuverkfræði. Bæði störfin liggja á þverfaglegu sviði sem fjallar þróun aðferða sem blanda saman hefðbundum reikniaðferðum við aðferðir sem byggja á skammtafræði til þess að leysa verkefni í fjarkönnun (e. Earth Observation). Störfin eru til þriggja ára og eru að fullu styrktar af Rannsóknasjóði Íslands (RANNIS) og fela í sér nána samvinnu á milli Háskóla Íslands og Jülich Supercomputing Centre (Forschungszentrum Jülich, Germany), sem og við aðrar alþjóðlegar stofnanir og fyrirtæki sem starfa á þessu sviði.
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í eðlisefnafræði við námsbraut í efnafræði innan Raunvísindadeildar á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir á sviði eðlisefnafræði, auk stjórnunarskyldu.
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í almennri hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands.Almenn hjúkrun miðar að því að veita sjúklingum heilsteypta umönnun sem byggir á vísindum og gagnreyndri þekkingu. Almennar hjúkrunarþarfir sjúklinga eru margþættar og það getur skipt sköpum fyrir árangur meðferðar sjúklings hvernig þeim er mætt. Mikil þörf er á kennslu og rannsóknum í almennri hjúkrunarfræði þar sem tekið er tillit til vaxandi sérþarfa og fjölbreytni meðal sjúklinga.Leitað er að öflugum einstaklingi með þekkingu og færni í almennri hjúkrun auk þekkingar á sérþörfum og fjölbreytni, til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu kennslu og vísinda í hjúkrunarfræði við deildina.