Skip to main content

Laus störf

Nýdoktor við Heimspekistofnun

Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf nýdoktors við Heimspekistofnun, Hugvísindasviði, tengt rannsóknaverkefninu Frelsi til merkingarsköpunar sem styrkt er af Rannsóknasjóði (RANNÍS). Styrkurinn er til tveggja ára.Frelsi til merkingarsköpunar: Líkamlegar reynslubundnar rannsóknir (Freedom to Make Sense: Embodied, Experiential and Mindful Research) er þriggja ára rannsóknarverkefni sem rekið er í samstarfi Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Verkefnið felst í rannsóknum á líkamlegri gagnrýninni hugsun á tímum umhverfis- og samfélagskreppu sem krefst breyttrar hugsunar. Í verkefninu, sem byggir á heimspeki og vitsmunavísindum, eru gerðar tilraunir með aðferðir sem nýta forðabúr upplifunarinnar í rannsóknaskyni. Kjarni samstarfsteymisins hefur þegar lagt grunn að verkefninu með því að reka Erasmus+ þjálfunarprógram (TECTU www.trainingect.com) í aðferðum líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar frá árinu 2021.Aðalrannsakendur Frelsis til merkingarsköpunar eru Donata Schoeller (Háskóli Íslands og Universität Koblenz), Björn Þorsteinsson (Háskóli Íslands), Sigríður Þorgeirsdóttir (Háskóli Íslands), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (Listaháskóli Íslands) og Kristín Valsdóttir (Listaháskóli Íslands) en auk þess koma alþjóðlegir rannsakendur frá um 20 háskólum og rannsóknarstofnunum víða um heim að verkefninu. Verkefnið skapar Íslandi sérstöðu á sviði aðferða í líkamlegum, reynslubundnum rannsóknum með því að safna saman vísinda- og fræðafólki sem er leiðandi í heiminum á sviði tilfærslunnar frá kenningum um líkamleika yfir í iðkun líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar.Nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu verkefnisins: https://makesense.hi.is/ 

Verkefnastjóri innkaupa á fjármálasviði

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra innkaupa á fjármálasviði Háskóla Íslands.  Fjármálasvið er eitt af þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóla Íslands.  Hlutverk fjármálasviðs er að halda utan um reikningshald, fjárhagsáætlanir, innkaup og ferðaheimildir.  Fjármálasvið starfar í náinni samvinnu við fræðasvið og stofnanir háskólans. Fjármálasvið er staðsett í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Verkefni fjármálasviðs taka mið af stefnu Háskóla Íslands HÍ26 þar sem m.a. er lögð áhersla á notendamiðaða þjónustu. 

Forseti Félagsvísindasviðs

Háskóli Íslands leitar að leiðtoga fyrir Félagsvísindasvið sem er eitt af fimm fræðasviðum háskólans. Forseti Félagsvísindasviðs starfar í umboði rektors. Forseti fræðasviðs er yfirmaður sviðsins, stýrir daglegri starfsemi og er akademískur leiðtogi þess og talsmaður innan háskólans og utan. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga.Á Félagsvísindasviði starfa á þriðja hundrað manns að kennslu og rannsóknum. Vísindafólk sviðsins stundar grunnrannsóknir, hagnýtar rannsóknir og þjónusturannsóknir og lögð er áhersla á fjölbreytta miðlun þekkingar, öflugar samræður við íslenskt samfélag og alþjóðlega fræðasamfélagið. Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands með stórt og fjölbreytt safn rannsóknarverkefna. Háskóli Íslands veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla.

Lektor í ónæmisfræði við Læknadeild - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar 37% starf lektors í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

Lektor í almennri hjúkrunarfræði - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í almennri hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Almenn hjúkrun miðar að því að veita sjúklingum heilsteypta umönnun sem byggir á vísindum og gagnreyndri þekkingu. Almennar hjúkrunarþarfir sjúklinga eru margþættar og það getur skipt sköpum fyrir árangur meðferðar sjúklings hvernig þeim er mætt. Mikil þörf er á kennslu og rannsóknum í almennri hjúkrunarfræði þar sem tekið er tillit til vaxandi sérþarfa og fjölbreytni meðal sjúklinga.Leitað er að öflugum einstaklingi með góða þekkingu á og færni í almennri hjúkrun auk þekkingar á sérþörfum og fjölbreytni, til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu kennslu og vísinda í hjúkrunarfræði við deildina.

Lektor í fæðinga- og kvensjúkdómafræði við Læknadeild með áherslu á klíníska kennslu á Landspítala- Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar 20% starf lektors í fæðinga- og kvensjúkdómafræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Forsenda fyrir ráðningu í starf lektors er að viðkomandi sé við störf á Kvennadeild Landspítala þar sem klínísk kennsla læknanema fer fram að langmestu leyti.

Lektor í fæðinga- og kvensjúkdómafræði við Læknadeild með áherslu á frjósemislækningar- Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar 20% starf lektors í fæðinga- og kvensjúkdómafræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Forsenda fyrir ráðningu er að viðkomandi starfi við frjósemislækningar og hafi aðstöðu til að bjóða upp á klíníska kennslu læknanema á sínum vinnustað.

Rektor Háskóla Íslands

Embætti rektors Háskóla Íslands er laust til umsóknar.Í samræmi við 1. mgr. 8. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og 6. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009, auglýsir háskólaráð Háskóla Íslands hér með laust til umsóknar embætti rektors Háskóla Íslands. 

Nýdoktor í stærðfræði við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors við Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Stærðfræðistofa Raunvísindastofnunnar er rannsóknavettvangur stærðfræðinga við Háskóla Íslands og eru þar stundaðar rannsóknir á ýmsum sviðum hreinnar og hagnýttrar stærðfræði, stærðfræðilegri eðlisfræði og tölfræði. Starfsfólk Stærðfræðistofu annast einnig kennslu í grunn- og framhaldsnámi jafnframt því að leiðbeina nemendum í rannsóknatengdu námi. 

Verkefnisstjóri á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Styrkjaskrifstofa sinnir stuðningi við erlend rannsóknaverkefni, m.a. með ráðgjöf og eftirliti með samningum og fjármálum alþjóðlegra rannsóknarverkefna Háskóla Íslands og veita stuðning við skimun tækifæra og gerð umsókna.Verkefnastjórinn hefur aðsetur á Vísinda- og nýsköpunarsviði í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og vinnur undir stjórn sviðsstjóra. Viðkomandi vinnur náið með fjármálasviði, rannsóknastjórum fræðasviða Háskólans og stoðþjónustu rannsókna á fræðasviðum. Starfið felur jafnframt í sér samstarf við rannsakendur við Háskóla Íslands sem og samstarfsaðila í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og styrkveitendur. Markmið starfsins er að efla rannsóknir og vísindastarf við Háskóla Íslands með því að veita faglegan almennan stuðning, aðstoð og ráðgjöf.

Verkefnisstjóri erlendra rannsóknastyrkja á styrkjastofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á styrkjaskrifstofu Vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands. Styrkjaskrifstofa sinnir stuðningi við erlend rannsóknaverkefni, m.a. með ráðgjöf og eftirliti með samningum og fjármálum alþjóðlegra rannsóknarverkefna Háskóla Íslands og veita stuðning við skimun tækifæra og gerð umsókna.Verkefnastjórinn hefur aðsetur á Vísinda- og nýsköpunarsviði í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og vinnur undir stjórn sviðsstjóra. Viðkomandi vinnur náið með fjármálasviði, rannsóknastjórum fræðasviða Háskólans og stoðþjónustu rannsókna á fræðasviðum. Starfið felur jafnframt í sér samstarf við rannsakendur við Háskóla Íslands sem og samstarfsaðila í alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og styrkveitendur. Markmið starfsins er að efla rannsóknir og vísindastarf við Háskóla Íslands með því að veita faglegan almennan stuðning, aðstoð og ráðgjöf.

Umsækjandi rannsóknastyrkja (e. grant writer) hjá Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf sem snýr að styrkumsóknarskrifum (e. grant writing) í tengslum við vísindarannsóknir Hans Tómasar Björnssonar við Háskóla Íslands. Viðkomandi mun vinna náið með hópstjóra og fjölbreyttum alþjóðlegum hópi nýdoktora, verkefnastjóra og doktorsnema við að sækja um stóra erlenda rannsóknarstyrki. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf. Við leitum að einstaklingi sem er reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að stuðla að framgangi rannsóknarstarfsins og búi yfir sveigjanleika og aðlögunarhæfni sem síbreytileg og lifandi verkefni innan slíkra rannsókna geta krafist.