Starf nýdoktors við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands er laust til umsóknar. Nýdoktorinn mun verða hluti af CMBeam rannsóknarverkefninu sem er fjármagnað með styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til tveggja ára en möguleiki er á að viðbótarstyrkur verði fyrir starfinu til eins árs í viðbót.
Auglýst er eftir umsóknum um starf doktorsnema í stjarneðlisfræði með áherslu á rannsóknir tengdar örbylgjukliðnum. Námið fer fram við Námsbraut í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Starf doktorsnemans er styrkt til a.m.k. þriggja ára með fjármunum frá Evrópska Rannsóknarráðinu (e. European Research Council).
Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf nýdoktors við Heimspekistofnun, Hugvísindasviði, tengt rannsóknaverkefninu Frelsi til merkingarsköpunar sem styrkt er af Rannsóknasjóði (RANNÍS). Styrkurinn er til tveggja ára.Frelsi til merkingarsköpunar: Líkamlegar reynslubundnar rannsóknir (Freedom to Make Sense: Embodied, Experiential and Mindful Research) er þriggja ára rannsóknarverkefni sem rekið er í samstarfi Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Verkefnið felst í rannsóknum á líkamlegri gagnrýninni hugsun á tímum umhverfis- og samfélagskreppu sem krefst breyttrar hugsunar. Í verkefninu, sem byggir á heimspeki og vitsmunavísindum, eru gerðar tilraunir með aðferðir sem nýta forðabúr upplifunarinnar í rannsóknaskyni. Kjarni samstarfsteymisins hefur þegar lagt grunn að verkefninu með því að reka Erasmus+ þjálfunarprógram (TECTU www.trainingect.com) í aðferðum líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar frá árinu 2021.Aðalrannsakendur Frelsis til merkingarsköpunar eru Donata Schoeller (Háskóli Íslands og Universität Koblenz), Björn Þorsteinsson (Háskóli Íslands), Sigríður Þorgeirsdóttir (Háskóli Íslands), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (Listaháskóli Íslands) og Kristín Valsdóttir (Listaháskóli Íslands) en auk þess koma alþjóðlegir rannsakendur frá um 20 háskólum og rannsóknarstofnunum víða um heim að verkefninu. Verkefnið skapar Íslandi sérstöðu á sviði aðferða í líkamlegum, reynslubundnum rannsóknum með því að safna saman vísinda- og fræðafólki sem er leiðandi í heiminum á sviði tilfærslunnar frá kenningum um líkamleika yfir í iðkun líkamlegrar gagnrýninnar hugsunar.Nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu verkefnisins: https://makesense.hi.is/
Laust er til umsóknar 37% starf lektors í krabbameinslækningum innan lyflæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.
Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings í efnagreiningum við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Efnafræðistofa Raunvísindastofnunar Háskólans er rannsóknavettvangur efnafræði við Háskóla Íslands og eru þar stundaðar rannsóknir á ýmsum sviðum efnafræði, til að mynda lífrænnar og ólífrænnar efnafræði, eðlisefnafræði og efnagreininga. Starfsfólk efnafræðistofu annast einnig kennslu í grunn- og framhaldsnámi, ásamt því að leiðbeina nemendum í rannsóknatengdu námi.
Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um 50% til 75% starf verkefnastjóra hjá Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista (MSHL). Starfið er til tveggja ára.Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista (MSHL) er vettvangur fyrir samstarf fimmtán stofnana um uppbyggingu stafrænna rannsóknainnviða, þróun stafrænna rannsóknaaðferða og þátttöku í styrktum verkefnum (innlendum og alþjóðlegum) sem tengjast stafrænum hugvísindum og listum. Starfið felst í þróun og umsýslu verkefna MSHL og aðildarstofnana. Starfið er við Hugvísindasvið Háskóla Íslands en gert er ráð fyrir að verkefnisstjórinn geti verið með tímabundna aðstöðu hjá öðrum aðildarstofnunum þegar verkefni krefjast þess. Starfshlutfall er að lágmarki 50% en getur verið allt að 75% eftir nánara samkomulagi
Laust til er umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í reikningshaldi á fjármálasviði Háskóla Íslands. Fjármálasvið er eitt af þjónustu- og stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu Háskóli Íslands. Verkefni Fjármálasviðs taka mið af stefnum Háskóla Íslands þar sem lögð er áhersla á notendamiðaða þjónustu. Reikningshald Háskóla Íslands er þjónustueining á fjármálasviði sem sér um að færa bókhald Háskólans, gera ársreikning og þróa notkun Oracle sem er fjárhagslegt upplýsingakerfi skólans. Hlutverk reikningshalds er einnig að veita upplýsingar um alla fjárhagslega þætti í rekstri skólans. Þjónusta reikningshalds lýtur að þeim verkþáttum er snúa að fjárreiðum, t.d. reikningagerð, innheimtu viðskiptakrafna og bókana á tekjum og gjöldum deilda og stofnana.
Laust er til umsóknar starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar. Verkefnið er styrkt af RANNÍS til þriggja ára. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og alþjóðlegra rannsóknahópa verkfræðinga og lækna frá Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu.
Laust er til umsóknar starf aðjúnkts 2 í stærðfræði við Raunvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið hefur þann tilgang að stuðla að farsælu upphafi skólagöngu nemenda í grunnnámi með markvissum og viðeigandi stuðningi. Starfið er til 2 ára með allt að 100% starfshlutfalli, eftir nánara samkomulagi, og gert er ráð fyrir að ráða í starfið sem fyrst. Við Verkfræði- og náttúruvísindasvið er stuðningur við nemendur í sífelldri þróun. Á vormisseri 2025 er stefnt að því að bjóða nemendum upp á námskeið sem veitir þeim rétt til endurtektar lokaprófs í stærðfræðigreiningu I og línulegri algebru. Skipulag kennslu er mótað í samstarfi við námsbraut í stærðfræði og stjórn Verkfræði- og náttúruvísindasviðs. Námið skal fara fram að miklu leyti í verkefnavinnu eftir kennsluaðferð hugsandi kennslustofu eða sambærilegum aðferðum og er kennt eftir hádegi.