Skip to main content

Laus störf

Lektor í eðlisefnafræði

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í eðlisefnafræði við námsbraut í efnafræði innan Raunvísindadeildar á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir á sviði eðlisefnafræði, auk stjórnunarskyldu.

Doktorsnemi í landfræði

Laust er til umsóknar starf doktorsnema í við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Rannsóknin sem doktorsneminn innir af hendi verður sérstakur verkþáttur innan þverfaglegs rannsóknarverkefnis sem ber heitið Birkiskógar Íslands í fortíð og framtíð og er fjármagnað af Rannsóknasjóði Rannís til þriggja ára. 

Lektor í vistfræði sjávar eða ferskvatns

Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði vistfræði sjávar eða ferskvatns við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Leitað er að einstaklingi með bakgrunn í rannsóknum á sviði vistfræði sjávar eða ferskvatns og áhuga á háskólakennslu.

Aðjúnkt í skapandi sjálfbærni. Háskóli Íslands. Menntavísindasvið. Hallormsstaður

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts í skapandi sjálfbærni til tveggja ára við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á Hallormsstað. Meginviðfangsefni starfsins er að leiða kennslu, námsefnisgerð og námsmat, stuðla að rannsóknarverkefnum og tryggja gæði og faglega þróun námsins í skapandi sjálfbærni, ásamt því að efla samstarf milli HÍ, Hallormsstaðaskóla og samfélagsins. Viðkomandi mun starfa náið með forstöðumanni Hallormsstaðaskóla, samstarfsfólki við Háskóla Íslands, og fjölbreyttum hópi sérfræðinga og kennara sem koma að náminu.

Lektor í kynjafræði, Stjórnmálafræðideild, Félagsvísindasvið Háskóli Íslands

Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors í kynjafræði.

Tvö störf doktorsnema í þróun rafskauta fyrir háþróuð rafhlöðuafköst

Tvö störf doktorsnema í þróun rafskauta fyrir háþróuð rafhlöðuafköst eru laus til umsóknar. Annar doktorsneminn mun vinna að fræðilegri/reiknilegri líkanagerð, en hinn mun vinna að tilraunakenndri þróun rafhlaðna. Báðar stöðurnar eru styrktar af Rannsóknasjóði Íslands með verkefnastyrk til þriggja ára. 

Lektor í þýsku

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í þýsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Þýska er kennd til BA- og MA-prófs og sem eins árs diplómanám. Innan greinarinnar eru kennd námskeið í m.a. ritun, talþjálfun, málfræði, málvísindum, bókmenntum, menningu/ Landeskunde og kennslu þýsku sem erlends tungumáls. Þýska er kennd í senn í stað- og fjarnámi. 

Verkefnisstjóri í nemendaskrá

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í nemendaskrá á kennslusviði Háskóla Íslands. Kennslusvið Háskóla Íslands fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, nemendaráðgjöf, kennslumál og próf.Nemendaskrá Háskóla Íslands heldur skrá yfir umsækjendur og nemendur skólans og annast skrásetningu allra nemenda Háskólans og varðveitir gögn um náms­framvindu þeirra, skráningu í námskeið, próf og einkunnir. Skráin er sá grunnur sem allt skipulag háskólanámsins byggist á, svo sem stundaskrár, skipulag prófa og nemendatölfræði. Nemendaskrá er á 3. hæð Háskólatorgs og mun verkefnisstjórinn hafa aðsetur þar. 

Lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut í sjúkraþjálfun innan Læknadeildar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.Starfið felur fyrst og fremst í sér kennslu og rannsóknir á sviði sjúkraþjálfunar, auk stjórnunarskyldu. 

Verkefnisstjóri í tölfræðiúrvinnslu í nemendaskrá

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í tölfræðivinnslu í nemendaskrá á kennslusviði Háskóla Íslands. Kennslusvið Háskóla Íslands fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, nemendaráðgjöf, kennslumál og próf.Nemendaskrá Háskóla Íslands heldur skrá yfir umsækjendur og nemendur skólans og annast skrásetningu allra nemenda Háskólans og varðveitir gögn um náms­framvindu þeirra, skráningu í námskeið, próf og einkunnir. Skráin er sá grunnur sem allt skipulag háskólanámsins byggist á, svo sem stundaskrár, skipulag prófa og nemendatölfræði. Nemendaskrá er á 3. hæð Háskólatorgs og mun verkefnisstjórinn hafa aðsetur þar. 

Doktorsnemi á sviði tölfræðilegrar og tæknilegrar jarðskjálftafræði

Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði tölfræðilegrar (statistical seismology) og tæknilegrar (engineering seismology) jarðskjálftafræði  við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna við rannsóknarverkefnið Forspárkerfi fyrir jarðskjálftavirkni á brotabelti Suðurlands og Reykjaness sem hlotið hefur styrk frá Rannsóknasjóði Rannsóknarmiðstöðvar Íslands til þriggja ára. 

Verkefnisstjóri á skjalasafni HÍ

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í teymi skjalasafns Háskóla Íslands. Hlutverk safnsins er stjórnun, söfnun og varðveisla skjala skólans auk annarra upplýsinga til notkunar fyrir Háskólann, stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga.

Doktorsnám í jarðhita með áherslu á þátt jarðhitavökva í kælingu kvikuinnskota

Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði jarðhita, eldfjallafræði og tölulegra líkanreikninga við Jarðvísindastofnun Verkfræði- og nátturuvísindasviðs Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna við doktorsverkefni sem er hluti af HYCOMA-rannsóknarverkefninu: Þáttur jarðhitavökva í kælingu innskota, sem er styrkt af Rannsóknasjóði Íslands til þriggja ára.