Skip to main content

Laus störf

Lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut í sjúkraþjálfun innan Læknadeildar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.Starfið felur fyrst og fremst í sér kennslu og rannsóknir á sviði sjúkraþjálfunar, auk stjórnunarskyldu. 

Doktorsnemi á sviði tölfræðilegrar og tæknilegrar jarðskjálftafræði

Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði tölfræðilegrar (statistical seismology) og tæknilegrar (engineering seismology) jarðskjálftafræði  við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna við rannsóknarverkefnið Forspárkerfi fyrir jarðskjálftavirkni á brotabelti Suðurlands og Reykjaness sem hlotið hefur styrk frá Rannsóknasjóði Rannsóknarmiðstöðvar Íslands til þriggja ára. 

Innviðastjóri upplýsingatækni við upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf innviðastjóra upplýsingatækni við upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands. Innviðastjóri ber ábyrgð á rekstri og þjónustu mikilvægra upplýsingakerfa háskólans og gegnir lykilhlutverki í að móta og þróa upplýsingatækniumhverfi sem þjónar þörfum nemenda og starfsfólks innan háskólans.Innviðastjóri hefur yfirumsjón með rekstri, stýringu og framþróun upplýsingatæknikerfa og stýrir hópi kerfisstjóra innan upplýsingatæknisviðs. Í starfinu felst náið samstarf við önnur teymi sviðsins, rannsóknarhópa og starfsfólk HÍ. Starfið snýr að skipulagningu, uppbyggingu og öryggisstýringu kerfa, þar sem samvinna og fagleg þekking skipta sköpum.

Vefforritari á upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf vefforritara hjá upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands. Vefir HÍ eru í lykilhlutverki í starfsemi háskólans og gegna mikilvægu hlutverki í samskiptum við nemendur, starfsfólk og almenning. Lögð er áhersla á að vefir skólans séu aðgengilegir, notendavænir og með góða virkni og framsetningu.Vefforritarinn mun starfa í vefhópi sem sér um þróun og viðhald vefja HÍ, en þeir eru m.a. byggðir á Drupal vefumsjónarkerfi. Starfið veitir tækifæri til að vinna að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í tæknilega spennandi umhverfi.

Verkefnisstjóri í tölvuöryggi á upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands

Hefur þú áhuga á tölvuöryggi og vilt takast á við krefjandi verkefni? Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í tölvuöryggi við upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands. Upplýsingatæknisvið rekur mörg kerfi og eitt stærsta tölvunet landsins. Starfið býður því upp á áskoranir og tækifæri til að hafa áhrif á öryggi mikilvægra innviða. Leitað er að einstaklingi með þekkingu í tölvuöryggismálum sem vill þroskast og þróast í starfi undir leiðsögn reyndra sérfræðinga.

Doktorsnemi í landfræði

Laust er til umsóknar starf doktorsnema í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands til þriggja ára. Í verkefninu eru til rannsóknar áhrif af völdum tímabila kólnunar á nútíma (Holocene) á landvistkerfi íslenska hálendisins. Kaldari tímabil nútíma áttu sér líklega rætur í stjarnfræðilegum ástæðum og truflunum á veltihringrás Atlantshafsins (Atlantic Meridional Overturning Circulation, AMOC). Miðað er við að starf hefjist í september 2025. 

Doktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði

Óskað er eftir umsóknum um fullt starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði. Starfið liggur á þverfaglegu sviði sem fjallar um þróun aðferða sem blanda saman hefðbundnum reikniaðferðum við aðferðir sem byggja á skammtafræði til þess að leysa verkefni í fjarkönnun (e. Earth Observation). Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Íslands (RANNIS) og felur í sér nána samvinnu á milli Háskóla Íslands og Jülich Supercomputing Centre (Forschungszentrum Jülich, Germany), sem og við aðrar alþjóðlegar stofnanir og fyrirtæki sem starfa á þessu sviði.

Doktorsnemi við rannsóknir á áhrifum umritunar á frumusérhæfingu - Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar starf doktorsnema til rannsókna á sameindaferlum og stjórnun umritunar í stofnfrumum úr fósturvísum og frumkímfrumum músa við Háskóla Íslands. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs og verður unnið við Lífvísindasetur (http://lifvisindi.hi.is) innan Læknadeildar Háskóla Íslands. Jafnframt mun neminn vera tengdur við Námsbraut í sameindalífvísindum við Háskóla Íslands. Erna Magnúsdóttir, dósent við Læknadeild verður leiðbeinandi í þessu verkefni. Heimasíðu rannsóknarhópsins má finna á http://magnuslab.is/. Við námsbrautina er boðið upp á sameiginlegt framhaldsnám á milli rannsóknarstofa við Háskóla Íslands og stofnanir tengdum honum. Aðalmarkmið námsbrautarinnar er að skapa lifandi og þverfaglegt námsumhverfi jafnframt því að efla rannsóknir og nám í sameindalíffræði. Námsbrautin býður upp á tækifæri í rannsóknum og menntun í örvandi umhverfi fyrir nemendur sem vinna að meistara- eða doktorsgráðu. 

Doktorsnemi í eðlisfræði

Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er á sviði eðlisfræði hálfleiðara og rafeindatækni og er styrkt af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs til þriggja ára.

Lektor í lífefnafræði

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í lífefnafræði við námsbraut í lífefna- og sameindalíffræði innan Líf- og umhverfisvísindadeildar á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir á sviði lífefnafræði, auk stjórnunarskyldu.

Doktorsnemi í eðlisefnafræði (tilraunastaða)

Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er á sviði þéttiefnisrafhlaðna (e. solid-state batteries) og er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði. Þróun fastarafhlaðna sem hægt er að framleiða í stórum stíl er eitt af helstu markmiðum rafhlöðuiðnaðarins á þessari öld og krefst nýstárlegrar grunnrannsóknar.

Nýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2025

Háskóli Íslands auglýsir nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö árum (janúar 2019 og síðar) og þar með talin þau sem koma til með að ljúka doktorsprófi fyrir 1. október 2025. Tekið er tillit til veikinda og fæðingarorlofs við mat á tíma að loknu doktorsprófi. Styrkirnir verða veittir til allt að þriggja ára.Sérstök úthlutunarnefnd skipuð af rektor annast mat, forgangsröðun umsókna og úthlutun. Í úthlutunarnefnd situr einn fulltrúi frá hverju fræðasviði, ásamt formanni sem skipaður er af rektor án tilnefningar. Við mat á umsóknum er fyrst og fremst farið eftir greinargerð um rannsóknarverkefnið og ritvirkni umsækjanda, með tilliti til þess tíma sem liðinn er frá doktorsprófi. Við val á milli umsækjenda er litið til jafnvægis á milli fræðasviða eftir því sem unnt er. Fræðasvið Háskóla Íslands eru Félagsvísindasvið, Heilbrigðisvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið.

Doktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði

Starf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar eru laust til umsóknar. Verkefnið er styrkt af RANNÍS og er til þriggja ára. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og alþjóðlegra rannsóknahópa verkfræðinga og lækna frá bæði Evrópu og Bandaríkjunum.

Doktorsnemi í eðlisefnafræði (fræðileg staða)

Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisefnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er á sviði þéttiefnisrafhlaðna (e. solid-state batteries) og er styrkt til þriggja ára af Rannsóknasjóði. Þróun fastarafhlaðna sem hægt er að framleiða í stórum stíl er eitt af helstu markmiðum rafhlöðuiðnaðarins á þessari öld og krefst nýstárlegrar grunnrannsóknar.

Doktorsnemi í efnafræði

Laust er til umsóknar starf doktorsnema í efnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands undir leiðsögn Krishna K. Damodaran prófessors. Verkefnið er þróun lífrænna rhodium(I)-efnasambanda byggð á amínósýrum sem krabbameinslyf og er styrkt af Rannsóknasjóði Íslands, Rannís, sem er á sviði lífólífrænnar efnafræði. 

Nýdoktor eða tölfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors eða reynslumikils tölfræðings til þriggja ára við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, við Háskóla Íslands.Miðstöð í lýðheilsuvísindum (MLV) er framsækin rannsóknastofnun við Háskóla Íslands þar sem metnaðarfullar rannsóknir á sviði lýðheilsu eru stundaðar í alþjóðlegu samstarfi. Lögð er áhersla á hágæða aðferðafræði á sviði faraldsfræði og líftölfræði. Heilsa kvenna er eitt grunnstef rannsókna við MLV og mun verkefni þess sem hlýtur starfið snúa meðal annars að rannsóknum á áhrifum fegrunaraðgerða og þyngdarstjórnunarlyfja á heilsu kvenna.Staðan er fjármögnuð af Rannsóknasjóði og eru ábyrgðarmenn verkefnisins Unnur Anna Valdimarsdóttir og Thor Aspelund, prófessorar við MLV, Læknadeild HÍ. 

Verkefnisstjóri doktorsnáms við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra við nemendaþjónustu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Starfið skiptist í 60% umsjón með doktorsnámi og 40% umsjón með öðrum verkefnum innan nemendaþjónustunnar. Verkefnisstjóri sinnir aðstoð við nemendur og kennara sviðsins, hefur umsjón með doktorsnámi sviðsins, vinnur náið með öðrum verkefnisstjórum og er í samskiptum við bæði innlenda og erlenda háskóla og stofnanir.

Sálfræðingur í Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar 50% starf sálfræðings í Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ). Nemendaráðgjöf heyrir undir Kennslusvið Háskóla Íslands. NHÍ veitir háskólanemendum margþætta þjónustu en þar starfa nú 15 manns. Starf sálfræðings við NHÍ er fjölbreytt, viðfangsefnin áhugaverð og starfsumhverfið gott.  

Aðjúnkt við Námsbraut í lífeindafræði - Læknadeild - Heilbrigðisvísindasvið

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts við Námsbraut í Lífeindafræði.Starfskyldur aðjúnktsins skiptast í kennslu, stjórnun og rannsóknir. Í stjórnun getur m.a. falist að sinna hlutverki formanns námsbrautar, í samræmi við reglur Háskóla Íslands þar um. Í hlutverki formanns námsbrautar felst að stýra námsbrautinni en sviðsforseti setur formanni námsbrautar sérstakt erindisbréf sem kveður á um hlutverk, ábyrgð og skyldur á meðan gegnt er hlutverki formanns námsbrautar. 

Prófessor á fræðasviði húð- og kynsjúkdómalækninga og starf yfirlæknis innan bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu

Laust er til umsóknar fullt starf yfirlæknis innan bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítala og starf prófessors á fræðasviði húð- og kynsjúkdómalækninga við Læknadeild Háskóla Íslands. Um er að ræða samhliða störf samkvæmt samstarfssamningi stofnanna og verður einn og sami umsækjandinn ráðinn í bæði störfin. Næsti yfirmaður prófessorsins innan Læknadeildar er deildarforseti, en yfirmaður á Landspítala er forstöðulæknir bráða-, lyflækninga- og endurhæfingaþjónustu.Sérgreinin húð- og kynsjúkdómalækningar stendur á krossgötum tækniframfara og breytinga í birtingamynd húðsjúkdóma. Nauðsynlegt er að þróa sérgreinina áfram í takt við þarfir samfélagsins og halda áfram á vegferð uppbyggingar og tæknivæðingar þjónustunnar. Mikilvægt er að efla læknisfræðilega ráðgjöf húðlækna innan Landspítala og framhaldsnám í húðlækningum og stuðla þannig að kennslu og vísindum innan fræðigreinarinnar. Því er leitað eftir leiðtoga í fræðigreininni sem stuðlar að nýsköpun, brennur fyrir umbótum, gæðaþróun, vísindastarfi og uppbyggingu þjónustu við sjúklinga.Dómnefnd sem skipuð er á grundvelli reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands mun meta hvort umsækjendur uppfylli lágmarksskilyrði til þess gegna stöðu hjá Læknadeild HÍ. Sameiginleg valnefnd Háskóla Íslands og Landspítala, sem starfar á grundvelli reglna nr. 385/2003, mun gera tillögu um það hvaða umsækjandi verður talinn hæfastur til að gegna þessum samhliða störfum, á grundvelli heildarmats á þeim sjónarmiðum sem liggja til grundvallar ráðningu í hvort starf fyrir sig.

Aðjúnkt í íþróttafræði. Háskóli Íslands, Menntavísindasvið

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts á sviði íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Leitað er að íþróttafræðingi sem hefur brennandi áhuga á að koma að menntun íþróttakennara / íþróttaþjálfara og þróun kennslu við námsbrautina. Starfsskyldur aðjúnkts munu meðal annars felast í umsjón með vettvangsnámi nemenda í íþróttafræði. Meðal námsskeiða sem koma til greina að aðjúnktinn kenni eru Námskrá og námsmat, Kennslufræði íþrótta, Áskoranir og nýsköpun í íþróttum, Íþróttagreinar s.s. knattleikir, Markaðsfræði og stjórnun og íþróttir og samfélag.