Laust er til umsóknar 50% starf lektors í almennri hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Almenn hjúkrun miðar að því að veita sjúklingum heildræna umönnun sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Almennar hjúkrunarþarfir sjúklinga eru margþættar og það getur skipt sköpum fyrir árangur meðferðar sjúklings hvernig þeim er mætt.Leitað er að öflugum einstaklingi með góða þekkingu á heilsugæsluhjúkrun með áherslu á heimahjúkrun til að taka þátt í uppbyggingu kennslu og vísinda í hjúkrunarfræði við deildina.
Laust er til umsóknar fullt starf lektors í almennri hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Almenn hjúkrun miðar að því að veita sjúklingum heildræna umönnun sem byggir á gagnreyndri þekkingu. Almennar hjúkrunarþarfir sjúklinga eru margþættar og það getur skipt sköpum fyrir árangur meðferðar sjúklings hvernig þeim er mætt.Leitað er að öflugum einstaklingi með góða þekkingu á almennri hjúkrun með áherslu á hjúkrunarstjórnun og líknarhjúkrun til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu kennslu og vísinda í hjúkrunarfræði við deildina.
Laust er til umsóknar fullt starf kennslufræðings. Í starfinu felst kennsluráðgjöf og stuðningur við kennsluþróun innan Háskóla Íslands í samræmi við hlutverk Kennslumiðstöðvar og stefnu HÍ á hverjum tíma. Hlutverk Kennslumiðstöðvar er að veita starfsfólki og stjórnendum HÍ faglega ráðgjöf við þróun kennsluhátta og vera leiðandi í kennsluþróun háskóla.
Laust er til umsóknar fullt starf náms- og starfsráðgjafa við Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands.Við Nemendaráðgjöf HÍ starfa náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og verkefnastjórar. Fagfólk vinnur saman í teymum með velferð nemenda, og þeirra sem til Nemendaráðgjafar leita, að leiðarljósi. Nemendaráðgjöf heyrir undir Kennslusvið Háskóla Íslands.