Skip to main content

Laus störf

Lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut í sjúkraþjálfun innan Læknadeildar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.Starfið felur fyrst og fremst í sér kennslu og rannsóknir á sviði sjúkraþjálfunar, auk stjórnunarskyldu. 

Dósent í blóðlækningum innan lyflæknisfræði - Heilbrigðisvísindasvið - Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar 37% starf dósents í blóðlækningum innan lyflæknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

Tvö störf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði

Tvö full störf doktorsnema í rafmagns- og tölvuverkfræði á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar eru laus til umsóknar. Bæði verkefnin eru styrkt af RANNÍS og eru til þriggja ára. Verkefnin eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands og alþjóðlegra rannsóknahópa verkfræðinga og lækna frá bæði Evrópu og Bandaríkjunum.

Doktorsnemi í jarðskjálftafræði

Viltu vinna doktorsverkefni þitt í jarðfræði og rannsaka spennandi flekaskil í Norður-Atlantshafi? Við óskum eftir umsóknum um stöðu doktorsnema undir handleiðslu Gregory De Pascale dósents við Háskóla Íslands. Verkefnið er hluti af Jarðvísindadeild og Jarðvísindastofnun sem er með aðsetur í Reykjavík. Staðan er styrkt af Doktorsstyrkjasjóð Háskóla Íslands.

Doktorsnemi í þjóðfræði

Félagsfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild Háskóla Íslands auglýsir starf doktorsnema sem styrkt er til 3 ára af doktorsstyrkjasjóði Háskóla Íslands. Verkefni doktorsnemans er að rannsaka skyr og hákarl sem líffræðilegan menningararf og samlífi fólks, dýra og örvera í sögu og samtíð eins og það birtist m.a. í skyrgerð og hákarlsverkun. Doktorsneminn verður hluti af rannsóknarteymi þjóðfræðinga, líffræðinga og matvælafræðinga við Háskóla Íslands og Matís. Verkefnið hefst haustið 2024. Doktorsneminn mun stunda rannsóknir á Íslandi, en rannsókninni stýra Valdimar Tr. Hafstein, prófessor í þjóðfræði, og Jón Þór Pétursson, nýdoktor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Áhugasömum umsækjendum er bent á að hafa samband við þá til að fá frekari upplýsingar um verkefnið.

Doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema innan Líf- og umhverfisvísindadeildar við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Hér er um að ræða krefjandi og áhugavert verkefni sem unnið er í samstarfi Háskóla Íslands og Benchmark Genetics Iceland sem fjármagnar bæði starfið og allar rannsóknir til þriggja ára.

Doktorsnemi í eðlisfræði

Laust er til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er á sviði segulmetaefna með áherslu á fræðilega útreikninga og er styrkt til fjögurra ára af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækniráðs og Linnaeus Háskóla.

Doktorsnemi við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar starf doktorsnema við Lyfjafræðideild, Heilbrigðisvísindasviðs, Háskóla Íslands, styrkt af doktorsnámssjóði Háskóla Íslands, undir leiðsögn Sveinbjörns Gizurarsonar, prófessors. Til staðar er styrkur til allt að þriggja ára. Um er að ræða fasta styrkupphæð og getur því hvort tveggja haft áhrif á ráðningartímabil og starfshlutfall. Farið verður yfir nánari útfærslu á framangreindu í ráðningarferlinu. Í rannsóknarhópnum eru 3 kennarar Lyfjafræðideildar og einn kennari við Efnafræðideild Háskóla Íslands, í samstarfi við stofnanir eins og Medicines for Malaria Ventures í Sviss, End Malaria í Rwanda, Rephaiah í Malaví og Malawi University of Science and Technology. Einnig verður verkefnið unnið í samvinnu við vísindamenn við Kamuzu University of Health Sciences í Malaví. 

Doktorsnemi í líftölfræði eða faraldsfræði

Laust er til umsóknar starf doktorsnema í líftölfræði eða faraldsfræði við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, styrkt af Doktorsstyrkjasjóði Háskóla Íslands. Til staðar er styrkur til allt að þriggja ára. Um er að ræða fasta styrkupphæð og getur því hvort tveggja haft áhrif á ráðningartímabil og starfshlutfall. Farið verður yfir nánari útfærslu á framangreindu í ráðningarferlinu.