Laust er til umsóknar, tímabundið til tveggja ára með möguleika á framlengingu um eitt ár, fullt starf nýdoktors við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Starfið felur í sér rannsóknir á sviði stærðfræði. Stærðfræðistofa Raunvísindastofnunar er rannsóknavettvangur stærðfræðinga við Háskóla Íslands og eru þar stundaðar rannsóknir á ýmsum sviðum hreinnar og hagnýtrar stærðfræði, stærðfræðilegri eðlisfræði og tölfræði. Starfsfólk stærðfræðistofu annast einnig kennslu í grunn- og framhaldsnámi jafnframt því að leiðbeina nemendum í rannsóknatengdu námi.
Laust er til umsóknar 80% starf verkefnisstjóra á skrifstofu Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Háskóla Íslands. Skrifstofan er til húsa í Eirbergi við Eiríksgötu 34 og er opin alla virka daga frá kl. 8:00-15:00. Þar er veitt margvísleg þjónusta vegna náms og kennslu í deildinni.Leitað er að þjónustulunduðum, skipulögðum og jákvæðum einstaklingi til að vera í móttöku deildarinnar og sinna auk þess ýmsum stoðþjónustuverkefnum í tengslum við nám og kennslu í deildinni, m.a. tæknistuddri kennslu í HermÍs.
Laust er til umsóknar, tímabundið til þriggja ára, fullt starf doktorsnema við Líf- og umhverfisvísindadeild í verkefni sem fjallar um hlutverk umritunarþátta við endurmótun litnis. Doktorsneminn mun tilheyra rannsóknahópi Dr. Péturs Orra Heiðarssonar við rannsóknir á umritunarþáttum og víxlverkunum þeirra við erfðaefnið. Unnið verður með háþróaða staksameindasmásjá til þess að mæla og þróa líkön af víxlverkunum próteina og erfðaefnis. Verkefnið er fjölþjóðlegt samvinnuverkefni við rannsóknarhópa í Evrópu og USA.Verkefnið fer fram í próteinvísindakjarna í Öskju Náttúrufræðahúsi sem hefur yfir að ráða víðtækum tækjabúnaði til einangrunar og greininga á próteinum og öðrum lífsameindum, ásamt háþróaðri staksameindasmásjá. Próteinvísindakjarninn er hluti af Raunvísindastofnun Háskólans og Lífvísindasetri sem tengir yfir 70 rannsóknarhópa og meira en 100 framhaldsnemendur.
Laust er til umsóknar fullt starf sviðsstjóra kennslusviðs Háskóla Íslands. Kennslusvið er eitt af níu stoðsviðum sameiginlegrar stjórnsýslu háskólans. Hlutverk þess er að hafa yfirumsjón með málefnum sem varða nám og kennslu við skólann, svo sem inntöku stúdenta, ráðgjöf við nemendur, gerð kennsluskrár, stuðning við starfsþróun kennara, innleiðingu rafrænna lausna í kennslu og fleira. Sviðinu er skipt upp í sjö starfseiningar og við það starfa rúmlega fimmtíu starfsmenn.Sviðsstjóri og starfsfólk kennslusviðs starfa náið með aðstoðarrektor menntunar, lykilstjórnendum skólans, kennslumálanefnd, öðrum stoðeiningum, kennslustjórum og fræðasviðum skólans. Starf sviðsstjóra kennslusviðs heyrir undir rektor.
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra markaðs- og kynningarmála við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið heyrir undir rekstrarstjóra Félagsvísindasviðs og viðkomandi mun starfa náið með markaðs- og kynningarstjóra sviðsins og í teymisvinnu með deildum og rannsóknaþjónustu við kynningu og markaðssetningu á námi, rannsóknum og vísindum.