Skip to main content

Reglur um mætingarskyldu við Námsbraut í sjúkraþjálfun

Akademískt nám: 
1.    Þegar um skyldumætingu er að ræða í verklegum kennslustundum, vinnusmiðjum og tengt námsmati eru tímarnir merktir sem slíkir í kennsluáætlun   námskeiða.
2.    Geti nemandi ekki mætt í tíma þar sem er skyldumæting ber nemanda að tilkynna það tímanlega til umsjónarkennara. Nemandi skal skila læknisvottorði þegar það á við eða þess óskað skv. fyrirmælum Háskóla Íslands.
3.    Ef nemandi missir meira en 15% af mætingarskyldu eða umfram þremur kennslustundum í námskeiði á einum degi án gildrar ástæðu missir nemandi próftökurétt. Nemandi getur óskað eftir að fá að vinna upp þá tíma sem hann missir af vegna veikinda eða áfalla í náinni fjölskyldu. Umsjónarkennari námskeiðs ákveður með hvaða hætti það skal gert.
4.    Ef nemandi mætir ekki vegna veikinda eða gildrar ástæðu í tíma sem merktir eru námsmat, gefst nemanda kostur á að fara í gegnum námsmatsþáttinn á sjúkrapróftíma eða í samráði við umsjónarkennara.
5.    Ef fjarvist í tíma sem merktur er námsmat er ekki vegna gildrar ástæðu þá fær nemandi einkunnina „núll“ fyrir námsmatsþáttinn. 

Klínískt nám: 
6.    Mætingarskylda í klínísku námi er 100%. Ef nemandi þarf að sækja þjónustu heilbrigðisstarfsmanna á meðan tímabili stendur, þarf að sækja um undanþágu frá mætingarskyldu til verkefnisstjóra klínísks náms. Það sama gildir ef nemandi á fund hjá námsráðgjafa. Sé nemandi fjarverandi vegna veikinda ber nemanda að tilkynna fjarveru til klínísks kennara og ef veikindi vara þrjá daga eða lengur skal hafa samband við verkefnisstjóra klínísks náms. Nemandi þarf að vinna upp veikindadaga í samráði við klínískan kennara og verkefnisstjóra klínísks náms. Nemandi getur sótt um undanþágu vegna kistulagningar og jarðarfarar nákominna. Hámarksundanþága er einn dagur á tímabili 1 en tveir dagar á tímabili 2-4. Ónýttur réttur til undanþágu færist ekki á milli klínískra tímabila. Ef nemandi verður uppvís af því að misnota þessa undanþágu, jafngildir það falli á klínísku tímabili.

7.    Beiðni um undanþágu frá þessum reglum vegna sérstakra aðstæðna skal vísa til Námsbrautarstjórnar með rökstuddri greinargerð. 

Október 2025 
Stjórn Námsbrautar í sjúkraþjálfun