Skip to main content

Menningarhátíð í Hörpu

Menningarhátíð í Hörpu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hvað: Myndlistar·sýning,  gjörningur og ræður.
Myndlistar·sýningin heitir Bjartast á annesjum.
Fjöl·leikhúsið verður með gjörning. 
Á eftir því verða sýnd leikverk í Silfurbergi í Hörpu.

Hvar: Myndlistasýning, gjörningur og opnun er á svæði sem heitir Eyri í Hörpu. Eyri er við hlið Silfurbergs.
Sviðsverkin verða sýnd í salnum Silfurberg á 2. hæð í Hörpu
Heimilisfang: Harpa, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Hvenær: Laugardagur 22. febrúar
Myndlistasýning, gjörningur og opnunar-athöfn er á milli 6:30 og 8 eftir hádegi (18:30 – 20)
Sviðslistahátíð í Silfurbergi í Hörpu er á milli 8 og 10 eftir hádegi (20 – 22)

Hátíðin er öllum opin að kostnaðarlausu.
Það þarf að taka frá miða fyrir Sviðs-lista-hátíð í Norðurljósa sal. (www.tix.is - 0 krónur)

Dagskrá:

18:30 

Velkomin: Rannveig Traustadóttir, prófessor emerita í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands 

Ávarp: Logi Már Einarsson ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar

Opnun myndlistasýningar: Margrét M. Norðdahl listrænn stjórnandi Uppskeru

Sýningin Bjartast á annesjum opnar í Hörpu
Sýnendur eru Þórir Gunnarsson, Kolbeinn Jón Magnússon, Helga Matthildur Viðarsdóttir, Gígja Garðarsdóttir, Atli Már Indriðason, Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Elín Sigríður María Ólafsdóttir sem vinna að verkum sínum hjá Listvinnzlunni, auk þeirra sýnir listafólk sem starfar í listasmiðju Hlutverkaseturs tvo sameiginlega skúlptúra sem heita Tilfinningavitar. Listafólk Hlutverkaseturs eru þau Anna Henriksdóttir, Alfreð Rafn Gígja, Kristinn Arinbjörn Guðmundsson, Berglind Sigurðardóttir, María Gísladóttir, Frímann Jónasson, Óskar Ögri Birgisson, Steindór Þorgeirsson, Svava Davíðsdóttir, Guðrún Helga Helgadóttir, Kristín Atladóttir, Steingerður Axelsdóttir, Berglind Ósk Magnúsdóttir, Diana Von Anchen, Guðrún Auður Hafþórsdóttir Byrd, Selma Björk Elíasdóttir, Gunnar Pétur Jack og Sophia Neuman.

Gjörningur
Listafólk í Fjölleikhúsinu flytur gjörning.
Í Fjölleikhúsinu eru Stefán Trausti Rafnsson, Lena Ósk Sigurðardóttir, Elías Aron Árnason, Sóley Björnsdóttir, Jordan Lazer Þórarinsson, Árný Lára Hauksdóttir, Páll Hólmar Grétarsson, Helena Dögg Arnardóttir, Hrannar Halldórsson Bachmann, Þórarinn Emil Magnússon og Atli Már Haraldsson.

Léttar veitingar í boði

Sviðslistahátíð

Hvað: Leikhús·sýning.
Leikhópar sýna brot úr sviðsverkum sínum. Myndband verður sýnt.
Madame Tourette verður kynnir kvöldsins.
Þú getur lesið meira um leikritin með því að smella á nöfnin fyrir neðan.

Hvar: Silfurberg í Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Hvenær: Laugardagur 22. febrúar milli klukkan 8 og 10 eftir hádegi (20-22)

Öll mega koma á hátíðina og það kostar ekki inn.
Það þarf að taka frá miða á sviðslistahátíðina á
tix.is (0 krónur) 

Sýnd verða brot úr verkunum, Svartir Fuglar, Fúsi, aldur og fyrri störf, Taktu flugið beibí, Eden og Dúettar. Gjörningurinn Er bara svona og tónlistarmyndbandið Hjálpum þeim verða frumflutt. Gestgjafi verður Elva Dögg Gunnarsdóttir einnig þekkt sem Madam Tourette.

Madame Tourette

Elva Dögg er konan á bak við hina óviðjafnanlegu Madam Tourette. Elva Dögg safnar greiningum og á nú þegar nokkuð stórt safn. Elva Dögg er uppistandari og hefur sýnt víða, bæði erlendis og hérlendis. Sýning hennar, Madam Tourette var frumsýnd á Listahátíð Reykjavíkur 2022 og var tekin til sýningar í Tjarnarbíói og í Þjóðleikhúskjallaranum.

Mynd / Listahátíð - Íris Stefánsdóttir

Gestgjafinn Madame Tourette

Tungumál

  • Íslenska
  • Táknmálstúlkun
  • Rittúlkun á ensku
  • Sjónlýsingar á íslensku og ensku

Aðgengi

  • Lyftur
  • Aðgengileg salerni
  • Skynvænt rými 

Strætó

Margir strætisvagnar stoppa við Lækjartorg.