10/2024
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR
Ár 2024, fimmtudaginn 5. desember var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00.
Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Andri Már Tómasson, Arnar Þór Másson, Davíð Þorláksson, Hólmfríður Garðarsdóttir, Katrín Atladóttir, Katrín Jakobsdóttir, María Heimisdóttir (varamaður fyrir Elísabetu Siemsen), Ólafur Pétur Pálsson, Silja Bára Ómarsdóttir og Viktor Pétur Finnsson. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson.
1. Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að fundargerð síðasta fundar hefði verið samþykkt, undirrituð rafrænt og birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Loks spurði rektor hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og greindi Silja Bára frá því að hún myndi víkja af fundi undir dagskrárlið 5 og ekki taka þátt í afgreiðslu liða 6c2 og 6c3. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ og skoðast hann því samþykktur.
2. Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
Inn á fundinn komu Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri í sameiginlegri stjórnsýslu, Jenný Bára Jensdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, og Jón Örn Árnason, lögmaður.
a. Meðhöndlun happdrættisfjár, sbr. síðasta fund.
Jón Örn Árnason fór yfir álitamál sem leysa þarf úr varðandi meðhöndlun happdrættisfjár, sbr. fund ráðsins 7. nóvember sl. Málið var rætt og mun rektor vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra sjónarmiða sem fram komu.
Jón Örn vék af fundi.
b. Fjárlög fyrir árið 2025.
Rektor fór yfir helstu atriði fjárlaga fyrir árið 2025 er varða háskólastigið almennt og Háskóla Íslands sérstaklega. Málið var rætt.
c. Forsendur og tillögur fjármálanefndar háskólaráðs vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2025.
Rektor og Guðmundur R. reifuðu forsendur og tillögur fjármálanefndar háskólaráðs um skiptingu fjár innan Háskóla Íslands á árinu 2025. Málið var rætt. Fram kom m.a. að rekstrarstaðan er áfram þröng og gæta verður aðhalds. Stefnt er að því að málið verði afgreitt á fundi háskólaráðs 9. janúar nk.
d. Rekstraráætlanir einstakra starfseininga fyrir árið 2025.
Jenný Bára fór yfir stöðu mála varðandi gerð rekstraráætlana einstakra starfseininga fyrir árið 2025. Stefnt er að því að málið verði afgreitt á fundi ráðsins 9. janúar nk.
e. Nýtt stjórnsýslusvið, í tengslum við endurskoðun skipulags sameiginlegrar stjórnsýslu.
Rektor reifaði framlagða tillögu að nýju þróunarsviði sem er hluti af endurskoðun skipulags sameiginlegrar stjórnsýslu og stoðþjónustu. Málið var rætt.
– Samþykkt að setja á laggirnar nýtt þróunarsvið sameiginlegrar stjórnsýslu með gildistöku 1. janúar 2025 og tilheyrandi breyting á 8. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Jenný Bára vék af fundi.
f. Tillaga að framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2025, ásamt drögum áætlunar fyrir næstu ár.
Inn á fundinn kom Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs, og gerði grein fyrir framlagðri tillögu að framkvæmda- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2025, ásamt drögum áætlunar fyrir næstu ár. Málið verður lagt fram til afgreiðslu á ráðsfundi í janúar nk.
Guðmundur R. vék af fundi.
3. Niðurstöður háskólaþings 20. nóvember sl. ásamt þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið.
Inn á fundinn kom Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor og formaður skipulagsnefndar háskólasvæðisins. Rektor greindi frá niðurstöðum háskólaþings 20. nóvember sl. Eitt helsta mál á dagskrá þingsins var umræða um þróunaráætlun fyrir háskólasvæðið sem undirbúin hefur verið í samstarfi Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar með þátttöku erlendra sérfræðinga. Málið var rætt og svaraði Hrund spurningum. Fram kom m.a. að í kjölfar afgreiðslu háskólaráðs verður þróunaráætlunin lögð fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar til afgreiðslu.
– Þróunaráætlunin fyrir háskólasvæðið samþykkt með fyrirvara um fjármögnun.
Hrund og Kristinn viku af fundi.
Kaffihlé.
4. Málefni Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum, sbr. síðasta fund.
Inn á fundinn komu Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda, og Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs. Rektor, Ingibjörg og Halldór reifuðu stöðu mála varðandi áformaða háskólasamstæðu Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum. Málið var rætt og verður það áfram á dagskrá háskólaráðs.
Silja Bára vék af fundi.
5. Undirbúningur ráðningar rektors fyrir tímabilið 1. júlí 2025-30. júní 2030, sbr. síðasta fund.
Á síðasta fundi háskólaráðs 7. nóvember sl. var rætt um endurskoðun verklagsreglna í kjölfar breyttrar 6. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 og um auglýsingu embættis rektors fyrir tímabilið 1. júlí 2025-30. júní 2030. Fyrir fundinum lá tillaga að texta auglýsingar sem birt verði í janúar 2025 og uppfærður texti verklagsreglna um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænnar kosningar til embættis rektors Háskóla Íslands og gerð rafrænnar kjörskrár. Málið var rætt og ákveðið að auglýsingin um starf rektors verði birt 3. janúar 2025, en umsóknarfrestur er fjórar vikur.
– Auglýsingin og verklagsreglurnar samþykktar einróma.
6. Bókfærð mál.
a. Frá skrifstofu rektors: Tillaga að breytingu á starfsreglum háskólaráðs.
– Samþykkt.
Eftirfarandi tillögur fræðasviða og deilda um takmörkun á fjölda nýnema háskólaárið 2025-2026 samþykktar (tölur í sviga sýna fjölda nýnema háskólaárið 2024-2025. Ef skástrik er á milli talna táknar fyrri talan hámarksfjölda og sú síðari lágmarksfjölda) sem og viðeigandi breytingar á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands nr. 153/2010 og á öðrum reglum.
I. Heilbrigðisvísindasvið
a. Læknadeild
− Læknisfræði, BS 75 (75)
− Sjúkraþjálfunarfræði, BS 40 (35)
− Sjúkraþjálfun, MS 35 (35)
b. Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
− Hjúkrunarfræði (240 e til BS) 120 (120)
– Hjúkrunarfræði (240 e til BS) fyrir nemendur
með annað háskólapróf 20 (11)
− Ljósmóðurfræði til starfsréttinda, MS 14/8 (14/8)
− Heilsugæsluhjúkrun, MS 13 (0)
c. Tannlæknadeild
− Tannlæknisfræði 8 (8)
− Tannsmíði, BS 5 (5)
d. Sálfræðideild
− Hagnýt sálfræði, MS, klínísk sálfræði 20 (20)
− Hagnýt sálfræði, MS, megindleg sálfræði
og félagsleg sálfræði 15 (15)
e. Lyfjafræðideild
− MS nám í klínískri lyfjafræði 4* (4)
f. Matvæla- og næringarfræðideild
− MS nám í klínískri næringarfræði 4 (4)
II. Félagsvísindasvið
a. Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
− MA nám í náms- og starfsráðgjöf 40 (40)
b. Félagsráðgjafardeild
− MA nám í félagsráðgjöf til starfsréttinda 60 (60)
c. Stjórnmálafræðideild
− BA nám í blaðamennsku 25 (20)
III. Hugvísindasvið
a. Íslensku- og menningardeild
– MA nám í ritlist 18 (15)
IV. Þverfaglegt nám
a. Nám í hagnýtri atferlisgreiningu (samstarf
Menntavísindasviðs og Heilbrigðisvísindasviðs
– Nám til MS-prófs, M.Ed. prófs eða diplómu 20 (20)
* Fyrirvari gerður um aðstöðu á Landspítala. Svör frá spítalanum
hafa enn ekki borist, sbr. greinargerð Heilbrigðisvísindasviðs.
c. Tillögur fræðasviða að nýjum námsleiðum 2025-2026:
c1. Frá Félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði: Farsæld barna, áföll og samþætt þjónusta, viðbótardiplóma, 60 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 86. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
c2. Frá Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði: Alþjóðasamskipti, viðbótardiplóma, 60 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 92. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
c3. Frá Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði: Kynjafræði, viðbótardiplóma, 60 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 92. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
c4. Frá Tannlæknadeild á Heilbrigðisvísindasviði: Tannlæknisfræði, BS, 180 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 107. og 108. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
c5. Frá Tannlæknadeild á Heilbrigðisvísindasviði: Tannlæknisfræði, kandídatspróf, 180 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 107. og 108. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
c6. Frá Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði: Heilsugæsluhjúkrun, MS, 120 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 97. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
c7. Frá Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði: Alþjóðleg jafnréttisfræði, viðbótardiplóma, 60 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 109. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
c8. Frá Miðstöð í lýðheilsuvísindum: Lýðheilsuvísindi, viðbótardiplóma, 60 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu reglum nr. 977/2018 um meistara- og doktorsnám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.
c9. Frá Líf- og umhverfisvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði: Lífefna- og sameindalíffræði, MS, 120 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 128. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
c10. Frá Líf- og umhverfisvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði: Lífefna- og sameindalíffræði, Ph.D., 180-240 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 128. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
c11. Frá Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði: Íslenskustoð í menntavísindum, grunndiplóma, 60 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 117. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
c12. Frá Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði: Skapandi sjálfbærni, grunndiplóma, 60 einingar.
– Samþykkt ásamt tilheyrandi breytingu á 117. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
d. Frá Hugvísindasviði: Breyting á heiti tveggja kennslugreina í a og c lið 1. mgr. 109. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Varðar ensku og japönsku í Mála- og menningardeild.
– Samþykkt.
7. Mál til fróðleiks.
a. Handhafar árlegrar viðurkenningar Háskóla Íslands fyrir lofsverðan árangur í starfi.
b. Bæklingur í tilefni af hátíð brautskráðra doktora 2. desember 2024.
c. Glærur frá upplýsingafundi rektors 28. nóvember 2024.
d. Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára.
e. Fréttabréf Háskólavina, dags. 3. desember 2024.
f. Sjálfbærniskýrsla Háskóla Íslands 2023.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.20.