Skip to main content

Grunnskólakennsla með áherslu á stærðfræði

Grunnskólakennsla með áherslu á stærðfræði

Menntavísindasvið

Grunnskólakennsla með áherslu á stærðfræði

B.Ed. – 180 einingar

Námið hefur það að meginmarkmiði að efla þekkingu kennaranema á stærðfræði og stærðfræðimenntun og gera þá sem hæfasta til að miðla þekkingu sinni í grunnskólakennslu. Námið er í nánum tengslum við vettvang og vettvangsnám er samþætt fræðilegum undirbúningi fyrir frekara nám og starf í grunnskóla.

Skipulag náms

X

Þættir úr algebru og rúmfræði (SNU102G)

Viðfangsefni eru valin atriði úr sígildri rúmfræði, hnitarúmfræði og algebru ásamt kynningu á hugbúnaði sem nýtist við rúmfræði- og algebrunám og kennslu.

Fjallað verður um grunnatriði Evklíðskrar rúmfræði;  hugtök, frumforsendur og setningar um samsíða línur, marghyrninga og hringi. Fengist er við einfaldar teikningar með hringfara og reglustiku. Einnig verður farið í atriði úr hnitarúmfræði, t.d. jöfnu hrings og kynntar lausnaraðferðir fyrir línulegar jöfnur og jöfnuhneppi, annars stigs jöfnur, tölugildisjöfnur og ójöfnur.

Kennt verður á hugbúnaðinn GeoGebru og hann nýttur við myndræna túlkun, tilgátusmíð og teikningar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Dóra Björk Ólafsdóttir
Guðjón Ingimundarson
Dóra Björk Ólafsdóttir
Grunnskólakennsla með áherslu á náttúrugreinar

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á náttúruvísindum og þótti því tilvalið að miðla mínum áhuga til komandi kynslóða. Námið býður upp góða starfsmöguleika og starfið er spennandi. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega áfanga og eru þeir góður grunnur fyrir kennarastarfið.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.