Skip to main content

Grunnskólakennarafræði - Aukagrein

Grunnskólakennarafræði - Aukagrein

Menntavísindasvið

Grunnskólakennarafræði

Aukagrein – 60 einingar

Aukagreinin er fyrir nema í grunnnámi í öðrum deildum sem vilja kynnast kennslufræði grunnskóla og fá innsýn í þann fræðilega og hagnýta grunn sem kennarastarfið byggir á. Þeir sem ljúka 60 einingum í grunnskólakennarafræði sem aukagrein, geta sótt um meistaranám í kennslufræði yngri barna grunnskóla. 

Skipulag náms

X

Þroska- og námssálarfræði (KME301G)

Tilgangur þessa námskeiðs er að nemendur öðlist heildarsýn á þroska barna frá fæðingu og fram á unglingsár.

Inntak/viðfangsefni:
Fjallað verður um þær breytingar sem verða á þroska barna á mismunandi sviðum og aldursskeiðum og helstu kenningar sem notaðar hafa verið til að varpa ljósi á þessar breytingar. Fjallað verður um vitsmunaþroska, tilfinningaþroska og þróun tilfinningalegra tengsla, félagsþroska, þróun sjálfsmyndar og siðferðisvitundar. Námskenningum og vistfræðilegum kenningum (ecological approach) verður einnig gerð skil. Rætt verður um orsakir og eðli einstaklingsmunar, samfellu í þroska og sveigjanleika þroskaferlisins. Tengsl náms og þroska, áhugahvöt og áhrif uppeldis, menningar og félagslegra aðstæðna á þroska barna verða einnig til umfjöllunar. Áhersla verður lögð á gildi þroskasálfræðinnar í uppeldis- og skólastarfi.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðu/verkefnatímum. Í umræðu/verkefnatímum fá nemendur þjálfun í að ræða námsefnið á gagnrýninn hátt.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Dóra Björk Ólafsdóttir
Guðjón Ingimundarson
Dóra Björk Ólafsdóttir
Grunnskólakennsla með áherslu á náttúrugreinar

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á náttúruvísindum og þótti því tilvalið að miðla mínum áhuga til komandi kynslóða. Námið býður upp góða starfsmöguleika og starfið er spennandi. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega áfanga og eru þeir góður grunnur fyrir kennarastarfið.

Hafðu samband

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.