Hin árlega tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League fór fram í Háskólabíói laugardaginn 9. nóvember. Alls tóku 16 lið grunnskólanema hvaðanæva af landinu þátt í keppninni að þessu sinni og það voru Garðálfarnir úr Garðaskóla sem báru sigur úr býtum. Liðið tryggði sér um leið þátttökurétt í Norðurlandakeppni FIRST LEGO League sem fram fer í Hróarskeldu í lok nóvember. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig á að skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.