Liðið Drekarnir úr Vopnafjarðarskóla sigraði í tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanemenda, FIRST LEGO League (FLL), sem haldin var í Háskólabíói 14. nóvember. Liðið vann sér um leið þátttökurétt í alþjóðlegri keppni FIRST LEGO League árið 2016. Markmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á því að skara fram úr á sviði tækni og vísinda.