Hátíð brautskráðra doktora við Háskóla Íslands fór fram í fimmta sinn fullveldisdaginn 1. desember en þá tóku 64 doktorar, sem eiga það sameiginlegt að hafa brautskráðst frá skólanum á tímabilinu 1. desember 2014 til 1. desember 2015, við gullmerki skólans.