Skip to main content
9. desember 2024

Textíl- og hönnunarsýning nemenda á Menntavísindasviði

Textíl- og hönnunarsýning nemenda á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Textílverkefni eru unnin í tveimur meistaranámskeiðum í Textíl og hönnun í Deild faggreinakennslu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Námskeiðin heita; Textíllist, tíska og hönnun í sögulegu samhengi og Skapandi endurnýting textíla. Ásdís Jóelsdóttir, lektor á Menntavísindasviði kennir námskeiðin og heldur utan hönnunar- og textílnám við Faggreinadeild.

„Um tuttugu textílkennaranemar tóku þátt í ár. Í öllum verkefnum er verið að vinna með endurnýtingu, hönnun og nýsköpun á mismunandi vegu á áherslum. Nemarnir hönnuðu búninga út frá eigin sögusviði, en textílkennarar taka gjarnan þátt í að kenna og aðstoða grunnskólanemendur í slíkum verkefnum, t.d. fyrir söngleiki eða Stílkeppni grunnskólanna. Einnig geta búningar verið hluti af verkefnavali í textíl. Í myndverkunum er lögð áhersla á að vinna með blandaða tækni með listrænum áherslum og fyrirmynd út frá auga drónans. Í textílkennslu er æ meiri áhersla á að vinna með blöndun aðferða sem gefa meiri áferð, fjölbreytni og dýpt í verkin. Textílgreinin býr yfir fjölbreyttum aðferðum og verkefnavali auk endurnýtingar með óráðnu efnisvali, litum og mynstrum í nær óendanlegum lausnum. Þannig verður til eitthvað nýtt og spennandi þar sem hver og einn fær ráðið för og útkomu eftir eigin áhuga og krafti,“ segir Ásdís.

Verkin voru til sýnis í afmarkaðan tíma í Skipholti þar sem kennsla list- og verkgreina fer fram en hér ber að líta brot af fjölmörgum verkum nemenda sem voru til sýnis.

Myndir: Kristinn Ingvarsson

Anna Dís Árnadóttir nemandi og Ásdís Jóelsdóttir, lektor. Á milli þeirra er verk Önnu Dísar sem ber heitið: Hrólfdís Höttur.
Verk eftir Ölmu Rut Sigmundsdóttur, sem ber heitið: Sokkaskrímsla.
Verk eftir Hildigunni Sigurðardóttur, sem ber heitið: Eftirpartý Óðu Hattar í Lísu í Undralandi.
Verk eftir Lilju Smáradóttur, sem ber heitið: Áróra Nótt Norðurljósadrottning.
Verk eftir Riina Elisabet Kaunio, sem ber heitið: Eylíf Ævilok er kona Mannsins með ljáinn
Verk eftir Inga Glinska sem ber heitið: Bláfalladrottning.
Verk eftir Brynhildi M. Sölvadóttur sem ber heitið: Finndu mig í fjöru.
Verk eftir Lilju Smáradóttur sem ber heitið: Garnóður til íslenskrar náttúru.
Verk eftir Riina Elisabet Kaunio sem ber heitið: Kistugátukollur úr Lísu í Undralandi.
Verk eftir Jónínu Loftsdóttur, sem ber heitið: Blómaþúfa.
Verk eftir Önnu Dís Árnadóttur sem ber heitið: Fjúkandi laufblöð á gangsétt.
Verk eftir Sólrúnu Ösp Jóhannsdóttur, sem ber heitið: Göngutúr í ágúst – mosi, lyng og sveppir.
Verk eftir Gígju Jóhannsdóttur sem ber heitið: Ofin klettaströnd.
Verk eftir Kristbjörgu Sunnu Hafberg sem ber heitið: Auga sér allt en sér þó eigi sjálft sig.
Verk eftir Álfheiði Þórhallsdóttur sem ber heitið: Loftmyndir og landakort með abstrakt ívafi.