Skip to main content
26. september 2015

Sigríður Thorlacius á fyrstu háskólatónleikum haustsins

Hinir árvissu Háskólatónleikar eru að hefjast að nýju og mun Sigríður Thorlacius ríða á vaðið og syngja á Háskólatorgi miðvikudaginn 30. september kl. 12.30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. 

Sigríður syngur lög eftir Tómas R. Einarsson við ljóð eftir Halldór Laxness, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Sigurð Guðmundsson og Tómas sjálfan. Flytjendur með Sigríði verða Tómas sem leikur á kontrabassa og Gunnar Gunnarsson sem leikur á píanó. 

Dagskrá háskólatónleikanna í haust er fjölbreytt og metnaðarfull sem fyrr og áfram lögð áhersla á frumsamda íslenska tónlist. 

Næstu tónleikar:

14. október í Kapellu Aðalbyggingar

Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari flytur einleiksverk Bach-feðga fyrir flautu, þ.e. partítu í a-moll, BWV 1013, eftir Johann Sebastian Bach og sónötu í a-moll, Wq 132, eftir Carl Philipp Emanuel Bach. 

11. nóvember í Kapellu Aðalbyggingar

Hið íslenska gítartríó flytur ný íslensk verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Svein Lúðvík Björnsson. Verkin hafa ekki verið áður flutt hérlendis. Tríóið skipa Svanur Vilbergsson, Þórarinn Sigurbergsson og Þröstur Þorbjörnsson.

Allir tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og lýkur kl. 13.00

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir,

Sigríður Thorlacius og Tómas R. Einarsson
Sigríður Thorlacius og Tómas R. Einarsson
+1

Sigríður Thorlacius og Tómas R. Einarsson troða upp á Háskólatorgi ásamt Gunnari Gunnarssyni píanóleikara á miðvikudaginn kemur, 30. september.