Sex doktorsvarnir við Menntavísindasvið á árinu
Mikill vöxtur hefur verið í doktorsnámi við Menntavísindasvið undanfarin ár en alls brautskráðust sex doktorsefni frá sviðinu á árinu. Frá stofnun sviðsins árið 2008 hafa tæplega fimmtíu lokið doktorsprófi sem er einkar ánægjulegt og starfar þessi hópur á fjölbreyttum vettvangi víða um heim.
Eftirtalin doktorsefni brautskráðust á árinu:
Elvar Smári Sævarsson doktor í íþrótta- og heilsufræði frá Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda varði ritgerð sína þann 14. janúar.
Heiti ritgerðarinnar er: Líkamlegt atgervi og námsárangur. Þverskurðar- og langtímasniðsrannsókn á íslenskum börnum og unglingum.
Leiðbeinandi Elvars var Erlingur S. Jóhannsson, prófessor við Menntavísindasvið, og meðleiðbeinandi Þórarinn Sveinsson, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið. Andmælendur voru Geir Kåre Resaland, prófessor við Western Norway University of Applied Sciences, og Sigrún Ólafsdóttir, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Eyrún María Rúnarsdóttir doktor í menntavísindum frá Deild menntunar og margbreytileika varði ritgerð sína þann 22. nóvember.
Heiti ritgerðarinnar er: Líðan ungmenna af ólíkum uppruna með hliðsjón af félagslegum bakgrunni þeirra og félagslegum stuðningi.
Leiðbeinandi Eyrúnar var Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið, og meðleiðbeinandi Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið. Andmælendur voru Álfgeir L. Kristjánsson, dósent við West Virginia University í Bandaríkjunum, og Peter F. Titzmann, prófessor við Leibniz University í Þýskalandi.
Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir doktor í menntavísindum frá Deild kennslu- og menntunarfræði varði ritgerð sína 1. febrúar.
Heiti ritgerðarinnar er: Starfsþróun leikskólakennara í gegnum samstarfsrannsókn: Að skapa sameiginlegan skilning og fagmál um gildi og gildamenntun.
Leiðbeinandi Ingibjargar var Jóhanna Einarsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði, og meðleiðbeinandi Pia Williams, prófessor við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð.
Kristín Valsdóttir doktor í menntavísindum frá Deild menntunar og margbreytileika varði ritgerð sína þann 25. janúar.
Heiti ritgerðarinnar er: Að verða listkennari — lærdómsferli listamanna.
Leiðbeinandi Kristínar var Rineke Smilde, prófessor við Prince Claus Conservatoire in Groningen and University of Music and Performing Arts in Vienna, og meðleiðbeinandi var Gestur Guðmundsson, prófessor við Menntavísindasvið.
Andmælendur voru Rosie Perkins, rannsakandi í sviðslistum við Konunglega tónlistarskólann í London, og Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Sara Margrét Ólafsdóttir doktor í menntavísindum frá Deild kennslu- og menntunarfræði varði ritgerð sína þann 22. febrúar.
Heiti ritgerðarinnar er: Leikur barna í leikskólum: Viðhorf íslenskra leikskólabarna til leiks, reglna í leik og hlutverks leikskólakennara í leik þeirra.
Leiðbeinandi Söru var Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið, og meðleiðbeinandi Susan Danby, prófessor við Queensland University of Technology í Ástralíu. Andmælendur voru Elizabeth Ann Wood, prófessor við University of Sheffield, og Bert van Oers, prófessor emeritus við Vrije University í Amsterdam.
Valgerður S. Bjarnadóttir doktor í menntavísindum frá Deild menntunar og margbreytileika varði ritgerð sína þann 4. júní.
Heiti rigerðarinnar er: Margslungin einkenni nemendaáhrifa í framhaldsskólum á Íslandi: Kennsluhættir og stigveldi námsgreina.
Leiðbeinandi Valgerðar var Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor á Menntavísindasviði, og meðleiðbeinandi Elisabet Öhrn, prófessor við Gautaborgarháskóla. Andmælendur voru Lynn Davies, prófessor emeritus við Háskólann í Brimingham, og Michele Schweisfurth, prófessor við Háskólann í Glasgow.
Menntavísindasvið óskar þeim hjartanlega til hamingju með áfangann.