Skip to main content
16. febrúar 2016

Nýr skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms

""

Eiríkur Stephensen hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms við Háskóla Íslands frá og með 1. desember 2015.

Eiríkur lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og starfaði á lífefnafræðistofu Raunvísindastofnunar til 1995. Hann lauk doktorsprófi í dýralífeðlisfræði með áherslu á eiturefnavistfræði frá Gautaborgarháskóla 2003. Eiríkur starfaði hjá Lyfjaþróun frá 2003-2008 og á Raunvísindastofnun frá 2008 þar til hann hóf störf hjá Rannís árið 2010 sem sérfræðingur á Rannsókna- og nýsköpunarsviði. Hann var ritari stjórnar Rannsóknasjóðs og Innviðasjóðs frá 2012-2015. Eiríkur hefur setið fyrir Íslands hönd í stjórnum og ráðum ýmissa verkefna er varða stefnumótun og fjármögnun vísindastarfs á norrænum og evrópskum vettvangi. 

Miðstöð framhaldsnáms tók til starfa 1. febrúar 2009. Hlutverk hennar er að tryggja og efla gæði meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands og stuðla að viðgangi þess í samræmi við ákvarðanir háskólaráðs. Miðstöð framhaldsnáms hefur heildaryfirsýn yfir framhaldsnámið og starfar náið með háskóladeildum, gæðanefnd háskólaráðs og sameiginlegri stjórnsýslu. 

Eiríkur Stephensen
Eiríkur Stephensen
+1

Eiríkur Stephensen er nýr skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms við Háskóla Íslands frá og með 1. desember 2015.