Skip to main content
18. mars 2020

Nýr samfélagssjóður fyrir nemendur við Menntavísindasvið

""

Broddflugan er nýr samfélagsverkefnasjóður fyrir nemendur á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Tvær milljónir króna verða veittar úr sjóðnum á þriggja ára fresti og við úthlutun verður horft til þess hvernig umsækjendur virkja reynslu sína úr námi við Menntavísindasvið til að láta gott af sér leiða í samfélaginu. Markmið verkefna þurfa að tengjast umbótum á sviðum menntunar, tómstunda- og frístundastarfs, íþrótta- og heilsufræða, uppeldis og foreldrafræðslu eða samfélags án aðgreiningar. Skilyrði er að umsækjendur vinni í teymum, að lágmarki fjórir nemendur saman. Við val á verkefnum verður horft til þess að verkefni geti náð yfir allt að þriggja ára tímabil.

Í stefnu Háskóla Íslands H21 er að finna markmið um aukna þátttöku nemenda af öllum fræðasviðum í samfélagsverkefnum sem tengjast þeirra fagsviði. 

Umsóknarfrestur um styrk úr Broddflugunni er 15. maí. Skila má umsóknum á íslensku jafnt sem ensku.

Broddflugan er nýr samfélagsverkefnasjóður fyrir nemendur á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Nafn Broddflugunnar vísar til þess sem stingur á kýlum samfélagsins og vekur athygli á því sem betur má fara á gagnrýninn hátt. Heitið er einnig skemmtileg tilvísun í þann mæta fræðimann og fyrrverandi skólastjóra Kennaraskólans og fyrsta rektor Kennaraháskólans, dr. Brodda Jóhannesson.

Allar nánari upplýsingar á íslensku og ensku er að finna á vef sjóðsins.

Nafn Broddflugunnar vísar til þess sem stingur á kýlum samfélagsins og vekur athygli á því sem betur má fara á gagnrýninn hátt. Heitið er einnig skemmtileg tilvísun í þann mæta fræðimann og fyrrverandi skólastjóra Kennaraskólans og fyrsta rektor Kennaraháskólans, dr. Brodda Jóhannesson. Dr. Broddi var einn áhrifamesti skólamaður síðustu aldar á Íslandi og lagði áherslu á frelsi nemenda til að velja sér verkefni, taldi markmið skólastarfs vera að veita öllum nemendum jafnt sem kennurum tækifæri til þess að verða sjálfstæðir, skapandi einstaklingar sem eru tilbúnir til að takast á við viðfangsefni daglegs lífs. 

Kennaranemi við skóla