Jóla- og nýárskveðja frá Menntavísindasviði
Senn göngum við inn í nýtt ár með nýjum tækifærum. Árið sem er að líða hefur verið viðburðaríkt og einkennst af tilhlökkun og undirbúningi að flutningi sviðsins í Sögu. Gengið var frá kaupum á Sögu um áramótin 2021/22 og hefur síðan þá verið unnið af kappi að því að breyta hóteli í háskóla. Stefnt var að því að hefja starfsemi Menntavísindasviðs þar haustið 2024. Því miður varð að fresta flutningi fram á vorið 2025 með tilheyrandi raski fyrir skipulag kennslu og aðra starfsemi sviðsins. Mér er efst í huga þakklæti til starfsfólks og stúdenta sem hafa sýnt seiglu og jákvæðni og unnið að því að leysa þær áskoranir sem hafa komið upp.
Meðfylgjandi annáll gefur innsýn í liðið ár. Störf nemenda og starfsfólks Menntavísindasviðs einkenndust af krafti og hugmyndaauðgi á árinu sem endurspeglast í skapandi kennslu og námi sem deildir sviðsins skipuleggja. Rannsóknir fræðafólks sviðsins eru í mikilli sókn sem má meðal annars merkja á því að Háskóli Íslands mælist í hópi 401-500 bestu háskóla í heimi á sviði menntavísinda.
Menntakvika var afar vel sótt í ár og haldin í 28. skipti í fyrsta sinn í Sögu sem gaf forsmekkinn af því sem koma skal. Þar voru fjölbreyttar menntarannsóknir kynntar sem snerta flest svið samfélagsins, s.s. nám og kennslu, uppeldi og menntun, jafnrétti, heilsu og velferð ungra sem aldna, sem og skóla- og frístundastarf. Mikil gróska er í starfi NýMenntar, yngstu starfseiningar sviðsins sem sinnir starfsþróun, fræðslu og samfélagslegri nýsköpun á sviði menntunar. Áhersla er lögð á að efla samvinnu sviðsins við önnur skólastig, og á meðal verkefna sem starfsfólk NýMennt kemur að eru Nýsköpunarkeppni grunnskóla, Legókeppni grunnskóla, Háskólalestin og Háskóli unga fólksins.
Á nýju ári bíða spennandi verkefni á nýjum slóðum fyrir starfsfólk og stúdenta Menntavísindasviðs. Við hlökkum til að hefja nýjan kafla í sögu menntavísinda ásamt breiðum hópi samstarfsaðila innan og utan Háskólans. Ég færi ykkur öllum hlýjar jólakveðjur með von um gæfuríkt komandi ár.
Kolbrún Þ. Pálsdóttir
Forseti Menntavísindasviðs
Fréttir af Menntavísindasviði 2024
Holiday and New Year greetings from the School of Education UI
Menntakvika 2024
Yfirskrift Menntakviku í ár var Framtíð menntunar á tímum gervigreindar og voru alls flutt 210 erindi í 55 málstofum á ráðstefnunni sem fram fór í Sögu, í fyrsta sinn og á Netinu. Opnunarmálstofan var haldin í hátíðarsal og var afar vel sótt.
Sjá umfjöllun á menntakvika.hi.is
Menntavísindavarpið - nýtt hlaðvarp Menntavísindasviðs
Í aðdraganda Menntakviku var nýtt hlaðvarp sviðsins, Menntavísindavarpið sett á laggirnar þar sem varpað er ljósi á allar þær fjölbreyttu rannsóknir sem eiga sér stað á sviðinu.
Ný rannsóknasíða Menntavísindasviðs
Undir lok ársins var ný rannsóknasíða sviðsins sett í loftið með yfirliti um styrkt rannsóknarverkefni á sviðinu, alþjóðleg sem og innlend. Markmiðið með síðunni er efla sýnileika og samfélagsleg áhrif rannsókna og lyfta upp öflugu rannsóknastarfi sviðsins.
Háskólanám í skapandi sjálfbærni á Austurlandi
Fulltrúar HÍ og Hallormsstaðaskóla undirrituðu þann 21. maí samstarfssamning um að flytja nám í skapandi sjálfbærni á háskólastig frá haustinu 2025 og að umsjón með verkefninu yrði í höndum Menntavísindasviðs HÍ. Lesa um nánar hér
Hylurinn tæmdur
Í maí 2024 lauk fyrsta fasa flutninga sviðsins úr Stakkahlíð er sögu bókasafns Menntavísindasviðs lauk. SJá frétt: Hylurinn tæmdur - sögu bókasafns Menntavísindasviðs lýkur
Lokaverkefni verðlaunuð og styrkir veittir
Mat á áhrifum bekkjarstjórnunar, umbætur í kennaramenntun og þróun heilsu unglinga hljóta styrki og verk um gildi tómstunda fyrir einstaklinga sem greinast með krabbamein og fígúruhekl verðlaunuð. Sjá fréttir:
Mat á áhrifum bekkjarstjórnunar, umbætur í kennaramenntun og þróun heilsu unglinga hljóta styrki
Verk um gildi tómstunda fyrir einstaklinga sem greinast með krabbamein og fígúruhekl verðlaunuð
PÆLT Í PISA
Menntavísindasvið efndi til fundarraðar á vormisseri undir yfirskriftinni: Pælt í PISA, í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið, Menntamálastofnun, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóla. Markmið fundanna sem voru sjö talsins, varað kafa dýpra í niðurstöður PISA.
Sjá frétt: PÆLT Í PISA næstu fundir
Nám og kennsla
Launað starfsnám heldur áfram, fjölmennt málþing um skólamenningu, textíl- og hönnunarsýning MVS eru dæmi um hið fjölbreytta nám og kennslu sem fram fer á Menntavísindasviði. Sjá fréttir:
Launað starfsnám kennaranema heldur áfram
Hátt í tvö hundruð manns á málþingi HÍ um skólamenningu
Haflæsi kennt í gegnum hlutverkaleik
Textíl- og hönnunarsýning nemenda á Menntavísindasviði
Leikskólinn í deiglunni
Raunfærnimat í leikskólakennarafræði til fyrirmyndar í öðrum greinum
Rannsaka húmor og félagslega samheldni tveggja ára barna
Undirbúningstímar í leikskólum með hag barna að leiðarljósi
Nýmennt og nýsköpun
Á Nýmennt Menntavísindasviðs eru starfrækt fjölbreytt nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni í samstarfi við stjórnvöld og samstarfsaðila sviðsins. Á meðal verkefna er Menntaflétta, starfsþróun kennara, stjórnenda og annars starfsfólks í skóla- og frístundastarfi, menntatækni og gervigreind í skólastarfi, efling STEAM greina, Stækkum framtíðina, kennsluþróun og nýsköpun, stuðningur við frumkvöðla á sviði menntunar, auk þess sem nýverið tók Nýmennt að sér að halda utan um Háskólalestina, sem ferðast um landið, og Háskóla unga fólksins. Sjá fréttir:
Forsprakki Stækkaðu framtíðina í heimsókn í HÍ
Framtíðin í máltækni og menntun
Stafræn námsgögn og menntatækni í brennidepli hjá Nýsköpunarstofu menntunar hjá HÍ
Átt þú klukkustund til að stækka framtíðina?
Framtíð menntavísinda á aðalsvæði HÍ
Flutningur Menntavísindasviðs hefur verið á dagskrá allt frá því árinu 2008 þegar Kennaraháskóli Íslands sameinaðist HÍ. Víst er að ávinningurinn af því starfsemin verði á aðalsvæði háskólans verður mikill. Undirbúningur að flutningi hefur staðið yfir í rúm tvö ár. Á þeim tíma hefur verið unnið markvisst að framtíðarsýn í Sögu, meðal annars voru sviðsþing árin 2022 til 2024 notuð til að kortleggja tækifæri tengd flutningi, móta sýn á nýtt náms- og kennsluumhverfi í Sögu og aukin tækifæri tengd rannsóknum. Á sviðsþingi nú í desember var sjónum beint að vinnustaðnum og því starfsumhverfi sem við viljum móta saman í Sögu. Sjá fréttir:
Styttist í flutning Menntavísindasviðs í Sögu
Húsið ofan á Grillinu á Sögu alls ekki varanlegt
Sjá nánar um stöðu framkvæmda og flutning á vefnum Ný Saga
Fullorðinsfræðsla, félagslegt réttlæti og samstarf við Rauða krossinn
Ráðstefna um fullorðinsfræðslu haldin á Menntavísindasviði
Menntastefna og félagslegt réttlæti framhaldsskóla í brennidepli í Netlu
Dagur sjálfboðaliðans - 5. desember
Rannsóknir og sókn í íþrótta- og heilsufræðum
Yfir þúsund íþróttamenn nýtt sér mælingar hjá rannsóknastofu HÍ
Ungmenni með gott þrek glíma síður við einkenni þunglyndis og kvíða
Heilsuferðalagið – Langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988
SKORA – Stúlkur, Knattspyrna og Rannsókn á Atgervi
Menntakerfi á tímamótum - alþjóðalegar áskoranir og tækifæri
Er heiti fyrirlestrarraðar sem hóf göngu sína á árinu og heldur áfram á komandi ári 2025. Þann 4. des flutti menntastefnusérfræðingurinn Gert Biesta, fyrirlesturinn: Hvers konar samfélag þurfa skólarnir okkar? Erindið var annað erindi fyrirlestrarraðarinnar þar sem leiðandi alþjóðlegir sérfræðingar stíga á stokk og deila reynslu annarra þjóða. Sjá nánar hér:
Hvers konar samfélag þurfa skólarnir okkar?
„Það sem við lærum veltur á því hvernig við lærum“
Sex nýir lektorar voru ráðnir á Menntavísindasvið og fimm doktorsnemar brautskráðust frá Menntavísindasviði 2024
Á áttunda tug doktora brautskráður frá HÍ
Sjá nánar hér - Fréttir af Menntavísindasviði 2024
Holiday and New Year greetings from the School of Education UI