Skip to main content
14. júní 2018

Gefa út handbók um sumarskólakennslu

Handbók um sumarskólakennslu og kennsluaðferðir hefur verið gefin út á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands í tengslum við Erasmus-verkefnið Gender and Philosophy. Efnt var til fjögurra sumarskóla á vegum verkefnisins  þar sem kenndar voru nýjar aðferðir náms og kennslu í heimspeki sem byggja á uppgötvunum femínískrar heimspeki.

Verkefnið hefur verið starfrækt síðan 2015 og er unnið í samstarfi Háskóla Íslands og háskólanna í Osló, Álaborg og Jyväskylä. Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, leiddi verkefnið og Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemi í heimspeki, var verkefnastjóri þess. Erika Ruonakoski skrifaði handbókina sem nú hefur verið gefin út á netinu og er öllum aðgengileg.

Erasmus+ er styrkjaáætlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál árin 2014-2020. Á því tímabili verða veittir 14,7 milljarðar evra í styrki á þessu sviði.

Sjá einnig nánari upplýsingar um verkefnið á vef Gender and Philosophy.

Stjórnendur sumarskólaverkefnisins Gender and Philosophy eftir lok síðasta sumarskólans í femínískri heimspeki við Háskólann í Oslo. Frá hægri Tove Pettersen (Oslo), Erika Ruonakoski (Jyväskylä), Elsa Haraldsdóttir (Háskóli Íslands), Pia Söndergard (Oslo), Antje Gimmler (Álaborg) og Martina Reuter (Jyväskylä).

Stjórnendur sumarskólaverkefnisins Gender and Philosophy eftir lok síðasta sumarskólans í femínískri heimspeki við Háskólann í Osló. Frá hægri Tove Pettersen (Osló), Erika Ruonakoski (Jyväskylä), Elsa Haraldsdóttir (Háskóli Íslands), Pia Söndergard (Osló), Antje Gimmler (Álaborg), Sigríður Þorgeirsdóttir (Háskóli Íslands) og Martina Reuter (Jyväskylä).