Á þriðja tug nemenda tók við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands
Tuttugu og fjórir nemendur úr jafnmörgum framhaldsskólum víða um land tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við brautskráningar úr skólunum í vor.
Þetta var í fjórða sinn sem Menntaverðlaunin eru veitt en markmið þeirra er að vekja athygli á nemendum sem hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs auk þess að hafa náð eftirtektarverðum árangri á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður.
Hver framhaldsskóli gat tilnefnt einn nemanda til Menntaverðlaunanna og að þessu sinni bárust Háskóla Íslands 24 tilnefningar. Verðlaunin voru gjafabréf fyrir bókakaupum, viðurkenningarskjal frá Háskóla Íslands og styrkur sem nemur upphæð skrásetningargjalds fyrsta skólaárið í Háskóla Íslands, kjósi verðlaunahafinn að hefja nám þar.
Nemendur sem hlutu Menntaverðlaun Háskóla Íslands við útskrift úr framhaldsskóla gátu jafnframt sótt um styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands en styrkjum verður úthlutað úr honum síðar í sumar.
Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2021 eru:
Almar Aðalsteinsson - Menntaskólinn á Egilsstöðum
Anh Thu Vu - Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins
Einar Bragi Aðalsteinsson - Menntaskólinn í Kópavogi
Einar Geir Jónasson - Menntaskólinn á Ísafirði
Elísa Maren Ragnarsdóttir - Verkmenntaskóli Austurlands
Elísa Sveinsdóttir - Kvennaskólinn í Reykjavík
Eva Bryndís Ágústsdóttir - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Eyþór Blær Guðlaugsson - Borgarholtsskóli
Gígja Marín Þorsteinsdóttir - Fjölbrautaskóli Suðurlands
Guðlaugur Rúnar Pétursson - Menntaskólinn við Sund
Gunnar Örn Ómarsson - Menntaskóli Borgarfjarðar
Gunnlaugur Eiður Björgvinsson - Verzlunarskóli Íslands
Hildur María Jónsdóttir - Háskólabrú Keilis
Ingunn Ósk Grétarsdóttir - Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Ísak Örn Elvarsson - Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
Júlía Rós Auðunsdóttir - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Kjartan Óli Ágústsson- Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Lóa Kristín Kristjánsdóttir - Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Margrét Unnur Ólafsdóttir - Menntaskólinn á Akureyri
Ragnhildur Björt Björnsdóttir - Menntaskólinn við Hamrahlíð
Rannveig S. Stefánsdóttir - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Sindri Bernholt - Menntaskólinn að Laugarvatni
Valeria Drumea - Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Valgerður Stefánsdóttir - Menntaskólinn í Reykjavík
Háskóli Íslands óskar þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn og verðlaunin.