Skip to main content

Umhverfis- og auðlindafræði - Örnám

Umhverfis- og auðlindafræði - Örnám

Þverfræðilegt framhaldsnám

Umhverfis- og auðlindafræði

Örnám – 30 einingar

Námið hentar þeim sem koma beint eða óbeint að umhverfis- og auðlindamálum í starfi sínu, hvort sem er innan stjórnsýslunnar, í atvinnulífinu, í menntakerfinu, eða á vettvangi frjálsra félagasamtaka. Nemendur eru einstaklingar með margvíslegan bakgrunn sem vilja auka við þekkingu sína á sviði umhverfis- og auðlindamála og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Aðeins er tekið við nemendum í nám á haustin.

Skipulag náms

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Laura Malinauskaite
Sigríður Rós Einarsdóttir
Bjarnhéðinn Guðlaugsson
Jóhann Helgi Stefánsson
Laura Malinauskaite
MA í umhverfis- og auðlindafræði frá Félags- og mannvísindadeild 2016

Ég fór í meistaranámið án þess að vita nákvæmlega við hverju ég átti að búast og var mjög ánægð með það. Þverfræðilegt skipulag gefur nemendum tækifæri til að kanna helstu viðfangsefni í umhverfis og auðlindafræðum í upphafi námsins. Nemendur geta svo einbeitt sér að völdum námskeiðum í lokin og þróað  sérþekkingu á völdum sviðum. 
Fyrir mig var mjög mikilvægur hluti námsins að kynnast fólki frá öllum heimshornum með mismunandi bakgrunn sem hugsaði samt á svipaðan hátt og ég. Eins að nýta mér þau tækifæri sem námið hefur upp á að bjóða til dæmis tók ég virkan þátt í starfsemi nemendafélagsins Gaiu og fór í skiptinám erlendis. 

Hafðu samband

Verkefnisstjóri námsins: 
Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir
Sími: 525 4706
Netfang: umhverfi@hi.is

Fylgstu með okkur
 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.