Skip to main content

Stjórnun og stefnumótun

Stjórnun og stefnumótun

Félagsvísindasvið

Stjórnun og stefnumótun

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í stjórnun og stefnumótun er bæði fræðilegt og hagnýtt nám. Áhersla er lögð á fræðilega þekkingu á sviði forystu og stjórnunar skipulagsheilda og hagnýtingu fræðanna.

Skipulag náms

X

Inngangur að rekstri (VIÐ155M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum breiða og haldgóða innsýn í þau fyrirbæri, lögmál og kenningar sem viðskiptafræðingum nauðsynlegt er að þekkja við rekstur bæði fyrirtækja og stofnana.

Námskeiðið byggist upp af fimm efnisþáttum:
• fjármál
• lögfræði
• rekstrarhagfræði
• reikningshald
• þjóðhagfræði

Fyrirkomulag:
Námskeiðið Inngangur að rekstri er í boði tvisvar á ári og eiga nemendur að ljúka því á fyrsta ári náms síns. Annars vegar í ágúst og hins vegar í janúar. Nemendur sem hefja nám að hausti gera best í því að ljúka námskeiðinu í ágúst, en hafa þó möguleika á að ljúka því í janúar. Nemendur sem hefja nám í janúar skulu ljúka námskeiðinu í janúar en geta þó einnig tekið það í ágúst.
Námskeiðið opnar 1. hvors mánaðar og lokar þann 31. Allt námsefni verður aðgengilegt frá þeim 1. 

Námskeiðið nýtist ekki til eininga í meistaranáminu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Vilborg Einarsdóttir, meðstofnandi Mentors ehf.
Jana Katrín Knútsdóttir,  sölu- og markaðsstjóri Icepharma
Vilborg Einarsdóttir, meðstofnandi Mentors ehf.
MS í stjórnun og stefnumótun

Námið hefur nýst mér mjög vel, ég fór í stjórnun og stefnumótun og það kemur beint inn í það verkefni sem ég hef verið að vinna að síðustu ár, sem er að byggja upp fyrirtæki á alþjóðlegum markaði á sviði menntatækni. Það er ekki bara að maður læri af kennurunum heldur snýst þetta líka um það að læra í verkefnavinnu. Við erum búin að halda sambandi ákveðinn kjarni síðan í náminu og hittumst reglulega og það er gríðarlegur styrkur og ég er enn að læra.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.