Skip to main content

Norðurslóðafræði - Örnám

Norðurslóðafræði - Örnám

Félagsvísindasvið

Norðurslóðafræði

Örnám – 30 einingar

Nám í norðurslóðafræðum veitir nemendum þekkingu á pólitískum, efnahagslegum og félagslegum hliðum norðurslóða þar sem miklar breytingar eiga sér stað. Markmið námsins er að styðja við nýjan hugsunarhátt í málefnum norðurslóða, uppfærða þekkingu og greiningarfærni.

Skipulag náms

X

Kenningar í alþjóðasamskiptum (ASK102F)

Námskeiðið er inngangur að kenningum í alþjóðasamskiptum. Það veitir nemendum undirstöðu til greininga á öðrum sviðum alþjóðasamskipta. Mælt er með að nemendur taki það sem fyrst á námsferlinum. Í námskeiðinu eru nemendur kynntir fyrir kenningaramma alþjóðasamskipta með það að markmiði að þroska færni þeirra til að skilja og greina viðburði samtímans með því að beita kenningum.

Viðfangsefnið er skoðað í gegnum helstu umræður (e. debates) í fræðunum, með áherslu á raunhyggju (e. realism), frjálslynda stofnanahyggju (e. liberalism/liberal institutionalism), og mótunarhyggju (e. constructivism) og samspil sögulegra og vísindalegra aðferða annars vegar og gerendahæfni og formgerðar hins vegar.

Fjallað er um viðfangsefni alþjóðasamskipta. Annars vegar þær aðferðir sem kenningarnar nota til að varpa ljósi á þessi efni og hins vegar hvernig kenningarnar lýsa stjórnmálum alþjóðakerfisins.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum, í minni og stærri hópum. Áhersla er lögð á að nemendur þroski greiningar- og ritfærni í gegnum skil á ólíkum rituðum verkefnum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Frederik Gerke
Cynthia Neil
Frederik Gerke
Norðurslóðafræði, viðbótardiplóma

Diplómanámið í norðurslóðafræði var mér ómetanleg reynsla og dýpkaði þekkingu mína á þessu einstaka svæði varðandi pólítík, umhverfi og menningu. Námið samanstendur af námskeiðum þar sem Norðurheimskautið og alþjóðasamskipti eru í brennidepli og þau gefa góðan grunn. Með þátttöku í Hringborði norðurslóða fengum við innsýn í raunveruleikann á bak við fræðin. Námsleiðin jók ástríðu mína fyrir málefnum norðurslóða og opnaði tækifæri til framtíðar.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.