Skip to main content

Ljósmóðurfræði til starfsréttinda

Ljósmóðurfræði til starfsréttinda

Heilbrigðisvísindasvið

Ljósmóðurfræði til starfsréttinda

MS – 120 einingar

Meistaranám í ljósmóðurfræðum til starfsréttinda er fyrir fólk sem hefur lokið BS prófi í hjúkrunarfræði og hefur hjúkrunarleyfi. 

Starf ljósmæðra er fjölbreytt, þær vinna meðal annars við meðgönguvernd og fósturgreiningu, fæðingarhjálp, sængurlegu og brjóstagjöf, forvarnir og ráðgjöf um kven- og kynheilbrigði.

Skipulag náms

X

Þekking og aðferðir í ljósmóðurfræði (LJÓ110F)

Í námskeiðinu er fjallað um sögu, menntun, þekkingarþróun og starfsvettvang ljósmæðra. Farið er yfir þróun menntunar ljósmæðra og hún skoðuð í alþjóðlegu samhengi. Áhrifamiklar hugmyndir í ljósmóðurfræði verða ræddar og leitast við að skoða hvernig þær hafa haft áhrif á eðli starfsins síðustu áratugi. Fjallað er um lög, siðareglur, siðfræðileg álitaefni og gagnreynda þekkingu í ljósmóðurstarfi.  Starfsvettvangur ljósmæðra er kynntur og farið verður í eina vettvangsheimsókn því tengt.

Helstu rannsóknaaðferðir í ljósmóðurfræði verða kynntar og grundvallarhugtök eru skoðuð s.s. upplýst val, sjálfræði, samfelld þjónusta o.fl.  Fjallað er um hugtakagreiningu og ritrýni fræðigreina.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ella Björg Rögnvaldsdóttir
Edda Rún Kjartansdóttir
Rut Vestmann
Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir
Ella Björg Rögnvaldsdóttir
ljósmóðurfræðinemi

Ég valdi mér ljósmóðurfræði þar sem mér finnst starfsvettvangur ljósmæðra heillandi og fátt sem ég get hugsað mér betra en að vera fólki innan handar á jafn áhrifamiklum tíma í lífinu og í barneignaferlinu. Námið er fræðilegt en í senn mjög klínískt, krefjandi en skemmtilegt. Það sem helst hefur komið á óvart er hve fjölbreyttur starfsvettvangur ljósmæðra er. Rúsínan í pylsuendanum er svo að vera í svona litlum bekk þar sem myndast fljótt þéttur vinahópur.

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Eirberg

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.